It's Beourghlind… Berglind Pétursdóttir skrifar 24. mars 2014 06:00 Ég lenti í því um daginn að þurfa að hafa samband við risafyrirtækið Apple. Að reyna að ná sambandi við slíkan risa gerir manni fullkomlega ljóst hversu lítill maður er í samhengi veraldarinnar. Svipað og þegar maður byrjar að pæla í geimnum og Kína og svona. Ástæðan fyrir þessu öllu voru tæknilegir örðugleikar sem sneru að svokölluðum öryggisspurningum sem ég mundi ekki svörin við. Öryggisspurningar eru staðlaðar spurningar sem þú velur úr felliglugga þegar þú skráir þig inn í t.d. farsíma frá Apple fyrirtækinu í fyrsta sinn. Spurningarnar sem þú getur valið úr eru persónulegs eðlis og spyrja þig til dæmis hvað kennarinn þinn í 1. bekk hét eða hvað móðir þín hét áður en hún tók upp eftirnafn föður þíns. Sem sagt hlutir sem þú átt alveg að vera með á hreinu. Verandi í engu sambandi við mína eigin persónu svaraði ég öllu vitlaust trekk í trekk. Þar að auki hafði ég slegið inn vitlaust „öryggisnetfang“ svo að einhver allt annar notandi Hotmail hefur fengið senda svokallaða endurræsingapósta í mínu nafni. Eftir tölvupóstsamskipti við Bob hjá Apple Support var niðurstaðan sú að ég þyrfti að nota gamla góða símtólið til að leysa vandamálið. Heimilisleg lausn, hugsaði ég, gamli góði síminn, nú reynir á enskuna. Ég dró því fram landlínuna og sló á þráðinn upp í Sílíkondal. Þar var mér gefið samband við Susie, Michael, Eric og svo Sam. Sam var mjög skilningsríkur og sagði að hann skildi vel að þetta hlyti að vera mjög ergjandi. Svo gaf hann mér aftur samband við Eric. Þetta gekk að mörgu leyti vel fyrir sig og ég komst að því eftir því sem ég talaði með ýktari bandarískum grín-hreim, þeim mun betur skildu þau hvað ég sagði. Ég hef þó eina tillögu sem mig langar að bera undir fólkið hjá Apple og hún er sú að biðja íslenska viðskiptavini ekki um að gefa upp fullt nafn og símanúmer í hvert sinn sem þeim er gefið samband við einhvern, það flækir málin talsvert. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Berglind Pétursdóttir Mest lesið Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Setjum kröfur um grunn í tungumálinu okkar Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun
Ég lenti í því um daginn að þurfa að hafa samband við risafyrirtækið Apple. Að reyna að ná sambandi við slíkan risa gerir manni fullkomlega ljóst hversu lítill maður er í samhengi veraldarinnar. Svipað og þegar maður byrjar að pæla í geimnum og Kína og svona. Ástæðan fyrir þessu öllu voru tæknilegir örðugleikar sem sneru að svokölluðum öryggisspurningum sem ég mundi ekki svörin við. Öryggisspurningar eru staðlaðar spurningar sem þú velur úr felliglugga þegar þú skráir þig inn í t.d. farsíma frá Apple fyrirtækinu í fyrsta sinn. Spurningarnar sem þú getur valið úr eru persónulegs eðlis og spyrja þig til dæmis hvað kennarinn þinn í 1. bekk hét eða hvað móðir þín hét áður en hún tók upp eftirnafn föður þíns. Sem sagt hlutir sem þú átt alveg að vera með á hreinu. Verandi í engu sambandi við mína eigin persónu svaraði ég öllu vitlaust trekk í trekk. Þar að auki hafði ég slegið inn vitlaust „öryggisnetfang“ svo að einhver allt annar notandi Hotmail hefur fengið senda svokallaða endurræsingapósta í mínu nafni. Eftir tölvupóstsamskipti við Bob hjá Apple Support var niðurstaðan sú að ég þyrfti að nota gamla góða símtólið til að leysa vandamálið. Heimilisleg lausn, hugsaði ég, gamli góði síminn, nú reynir á enskuna. Ég dró því fram landlínuna og sló á þráðinn upp í Sílíkondal. Þar var mér gefið samband við Susie, Michael, Eric og svo Sam. Sam var mjög skilningsríkur og sagði að hann skildi vel að þetta hlyti að vera mjög ergjandi. Svo gaf hann mér aftur samband við Eric. Þetta gekk að mörgu leyti vel fyrir sig og ég komst að því eftir því sem ég talaði með ýktari bandarískum grín-hreim, þeim mun betur skildu þau hvað ég sagði. Ég hef þó eina tillögu sem mig langar að bera undir fólkið hjá Apple og hún er sú að biðja íslenska viðskiptavini ekki um að gefa upp fullt nafn og símanúmer í hvert sinn sem þeim er gefið samband við einhvern, það flækir málin talsvert.
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun