Girnilegar brownies með minturjóma að hætti Evu Brink Marín Manda skrifar 21. mars 2014 10:00 Eva Brink er með spennandi uppskriftir á síðunni sinni. Eva Brink er ungur ástríðukokkur sem heldur úti síðunni evabrink.com. „Pabbi minn er kokkur svo það má segja að ég hafi fengið áhugann svolítið í gegnum hann. Um leið og ég flutti að heiman langaði mig að gera meira úr þessu og jafnvel deila með öðrum,“ segir Eva Brink þegar hún er spurð út í matarbloggið sitt, evabrink.com. Eva hefur ekki einungis ástríðu fyrir matar- og kökugerð því hún stundar nám í iðnaðarverkfræði við Háskóla Íslands og er tveggja barna móðir. Viðbrögðin við matarblogginu hafa verið góð, sem hefur komið henni sjálfri örlítið á óvart. „Það er alltaf jafn gaman að sjá og heyra að fólk nýti sér uppskriftirnar mínar og það er bara frábært að fólk sé almennt duglegt að skoða hinar ýmsu síður á netinu. Það hefur komið mér ótrúlega á óvart hve mikil traffík hefur verið á síðuna hjá mér. Ég ætla því að halda áfram að vera dugleg að deila uppskriftum og halda mig við einfalda rétti sem allir geta gert.“ Brownies með minturjóma Fyrir 6100 g 56% súkkulaði120 g smjör250 g sykur85 g hveiti2 egg1 tsk. vanilludropar½ tsk. salt Hitið ofninn í 180°C. Klæðið 15 x 25 cm eða svipað form með bökunarpappír og smyrjið bökunarpappírinn. Bræðið súkkulaði og smjör saman í potti eða örbylgjuofni. Þeytið saman eggjum og sykri og blandið svo vanilludropunum og saltinu saman við. Hellið súkkulaðinu og því næst hveitinu ofan í og hrærið varlega saman við með sleif. Hellið deiginu í formið og jafnið út. Bakið í 30-35 mínútur eða þar til prjónn sem stungið er í kökuna kemur hreinn upp. Leyfið kökunni að kólna og skerið svo í 6 sneiðar. Minturjómi 500 ml rjómi 8 msk. sykur 1½ tsk. piparmintudropar 3-4 dropar grænn matarlitur 100 g suðusúkkulaði Setjið rjóma, sykur, piparmintudropa og matarlit í skál og þeytið saman þar til rjóminn er orðinn þéttur. Saxið suðusúkkulaðið í smáa bita og blandið varlega saman við rjómann með sleif. Setjið örlítinn minturjóma á botn ílátanna og brownies-sneiðarnar ofan á. Toppið svo með meiri minturjóma og gjarnan súkkulaðispæni og Remi-mintukexi. Eftirréttir Kökur og tertur Súkkulaðikaka Uppskriftir Mest lesið Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Lífið Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Lífið Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Lífið Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ Lífið Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Lífið Fleiri fréttir Þakkargjörðarveisla að hætti Evu Laufeyjar Retinól-salat tekur yfir TikTok Mongólsk kjötsúpa Ása: „Þetta er bara alveg eins og íslensk kjötsúpa“ Mac n' cheese frá grunni „Foodporn í boði Adams“ Stökkir ostabitar í pistasíuhjúp Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Létt og ljúffengt eplasalat Tiramisu-brownie að hætti Höllu Sjá meira
Eva Brink er ungur ástríðukokkur sem heldur úti síðunni evabrink.com. „Pabbi minn er kokkur svo það má segja að ég hafi fengið áhugann svolítið í gegnum hann. Um leið og ég flutti að heiman langaði mig að gera meira úr þessu og jafnvel deila með öðrum,“ segir Eva Brink þegar hún er spurð út í matarbloggið sitt, evabrink.com. Eva hefur ekki einungis ástríðu fyrir matar- og kökugerð því hún stundar nám í iðnaðarverkfræði við Háskóla Íslands og er tveggja barna móðir. Viðbrögðin við matarblogginu hafa verið góð, sem hefur komið henni sjálfri örlítið á óvart. „Það er alltaf jafn gaman að sjá og heyra að fólk nýti sér uppskriftirnar mínar og það er bara frábært að fólk sé almennt duglegt að skoða hinar ýmsu síður á netinu. Það hefur komið mér ótrúlega á óvart hve mikil traffík hefur verið á síðuna hjá mér. Ég ætla því að halda áfram að vera dugleg að deila uppskriftum og halda mig við einfalda rétti sem allir geta gert.“ Brownies með minturjóma Fyrir 6100 g 56% súkkulaði120 g smjör250 g sykur85 g hveiti2 egg1 tsk. vanilludropar½ tsk. salt Hitið ofninn í 180°C. Klæðið 15 x 25 cm eða svipað form með bökunarpappír og smyrjið bökunarpappírinn. Bræðið súkkulaði og smjör saman í potti eða örbylgjuofni. Þeytið saman eggjum og sykri og blandið svo vanilludropunum og saltinu saman við. Hellið súkkulaðinu og því næst hveitinu ofan í og hrærið varlega saman við með sleif. Hellið deiginu í formið og jafnið út. Bakið í 30-35 mínútur eða þar til prjónn sem stungið er í kökuna kemur hreinn upp. Leyfið kökunni að kólna og skerið svo í 6 sneiðar. Minturjómi 500 ml rjómi 8 msk. sykur 1½ tsk. piparmintudropar 3-4 dropar grænn matarlitur 100 g suðusúkkulaði Setjið rjóma, sykur, piparmintudropa og matarlit í skál og þeytið saman þar til rjóminn er orðinn þéttur. Saxið suðusúkkulaðið í smáa bita og blandið varlega saman við rjómann með sleif. Setjið örlítinn minturjóma á botn ílátanna og brownies-sneiðarnar ofan á. Toppið svo með meiri minturjóma og gjarnan súkkulaðispæni og Remi-mintukexi.
Eftirréttir Kökur og tertur Súkkulaðikaka Uppskriftir Mest lesið Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Lífið Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Lífið Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Lífið Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ Lífið Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Lífið Fleiri fréttir Þakkargjörðarveisla að hætti Evu Laufeyjar Retinól-salat tekur yfir TikTok Mongólsk kjötsúpa Ása: „Þetta er bara alveg eins og íslensk kjötsúpa“ Mac n' cheese frá grunni „Foodporn í boði Adams“ Stökkir ostabitar í pistasíuhjúp Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Létt og ljúffengt eplasalat Tiramisu-brownie að hætti Höllu Sjá meira
Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið
Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið