Brotið tvöfalt á fötluðum nemendum í kennaraverkfallinu Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar 19. mars 2014 00:00 Hundruð kennara mættu í verkfallsmiðstöðina á höfuðborgarsvæðinu í gær. Vísir/vilhelm „Við teljum að það sé verið að brjóta tvöfalt á fötluðum börnum í verkfalli framhaldsskólakennara. Þau fá hvorki sérstaka aðstoð við námið né þjónustu sem tengist fötlun þeirra á meðan á verkfallinu stendur.“ Þetta segir Bryndís Snæbjörnsdóttir, formaður Landssamtakanna Þroskahjálpar, sem skora á samninganefnd ríkisins að ganga nú þegar til samninga við Félag framhaldsskólakennara. Hún getur þess að þroskaþjálfar og fagmenntað starfsfólk sem ekki er í verkfalli geti vegna innra skipulags ekki tekið á móti fötluðum nemendum í skólana þótt þeir eigi að fá þar réttindabundna þjónustu. „Það hefur verið rætt um að auka hugsanleg frístundaúrræði fyrir fötluð ungmenni í Hinu húsinu en borgaryfirvöld segja það ekki vera á þeirra ábyrgð að setja fjármagn í slíkt auk þess sem slíkt væri verkfallsbrot. Þessu erum við ekki sammála. Það þvo allir hendur sínar af þessum nemendum.“Bryndís SnæbjörnsdóttirBryndís segir það undarlegt að ekki skuli hafa verið hugað að því fyrirfram hvernig verkfallið kæmi niður á fötluðum nemendum. „Við sem félagasamtök höfum ekki tækifæri til að biðja um undanþágu. Það er verkefni skólanna. Svo er heldur ekki hægt að sækja um undanþágu fyrir hóp einstaklinga, heldur eingöngu fyrir hvern og einn.“ Sjálf á Bryndís tvær fatlaðar dætur sem hún segir heppnar. „Þær eru þátttakendur í tilraunaverkefni um notendastýrða persónulega aðstoð. Það þýðir að þær geta verið heima með sínum aðstoðarmanni. En það þýðir ekki að maður eigi að sitja hjá þar sem þetta kemur niður á mörgum. Langverst kemur þetta niður á einhverfu börnunum sem þola enga röskun.“ „Verkfall framhaldsskólakennara kemur mjög illa niður á dóttur okkar,“ segir Gunnar Bjarnason, faðir fjölfatlaðrar stúlku sem er nemandi í Fjölbrautaskólanum í Ármúla. Hann segir dóttur sína mjög háða rútínu sem nú hafi dottið niður. „Þetta hefur áhrif á svefninn hjá henni og almenna líðan. Hún hefur fengið iðjuþjálfun í skólanum og farið í leikfimi og sund á skólatíma. Þetta hefur skipt hana miklu máli. Að fara á mis við þetta dregur úr lífsgæðum hennar.“ Gunnar segir það jafnframt lenda á foreldrunum að bjarga málum frá degi til dags. „Það er ekki hægt að skilja hana eftir eina heima eins og aðra unglinga. Við kvöbbum á þeim sem geta hjálpað okkur og sjáum svo sjálf um þetta að öðru leyti.“ Fatlaður nemandi í framhaldsskóla, sem býr í skammtímavistun í tvær vikur í mánuði og hinar tvær hjá foreldrunum, er sendur heim úr skammtímavistuninni á morgnana vegna verkfalls framhaldsskólakennara, að því er Bryndís Snæbjörnsdóttir, formaður Landssamtakanna Þroskahjálpar, greinir frá. „Skammtímavistunin má ekki veita honum þjónustu yfir daginn þar sem það er verkfallsbrot. Maður veltir því fyrir sér hvað hefði gerst ef foreldrarnir hefðu ætlað að fara í utanlandsferð þessar tvær vikur sem hann á að vera í skammtímavistun. Hefði hann þá bara verið settur á þröskuldinn?“ Bryndís segir að 18 ára nemendur ættu ekki að vera á ábyrgð foreldra. „Það er ekki boðlegt í nútímaþjóðfélagi að foreldrar þurfi að taka sér launalaust frí frá vinnu til að sinna fullorðnum börnum.“ Kennaraverkfall Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Fleiri fréttir Líkamsrækt World Class í Laugum rýmd vegna eldsvoða Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Sjá meira
„Við teljum að það sé verið að brjóta tvöfalt á fötluðum börnum í verkfalli framhaldsskólakennara. Þau fá hvorki sérstaka aðstoð við námið né þjónustu sem tengist fötlun þeirra á meðan á verkfallinu stendur.“ Þetta segir Bryndís Snæbjörnsdóttir, formaður Landssamtakanna Þroskahjálpar, sem skora á samninganefnd ríkisins að ganga nú þegar til samninga við Félag framhaldsskólakennara. Hún getur þess að þroskaþjálfar og fagmenntað starfsfólk sem ekki er í verkfalli geti vegna innra skipulags ekki tekið á móti fötluðum nemendum í skólana þótt þeir eigi að fá þar réttindabundna þjónustu. „Það hefur verið rætt um að auka hugsanleg frístundaúrræði fyrir fötluð ungmenni í Hinu húsinu en borgaryfirvöld segja það ekki vera á þeirra ábyrgð að setja fjármagn í slíkt auk þess sem slíkt væri verkfallsbrot. Þessu erum við ekki sammála. Það þvo allir hendur sínar af þessum nemendum.“Bryndís SnæbjörnsdóttirBryndís segir það undarlegt að ekki skuli hafa verið hugað að því fyrirfram hvernig verkfallið kæmi niður á fötluðum nemendum. „Við sem félagasamtök höfum ekki tækifæri til að biðja um undanþágu. Það er verkefni skólanna. Svo er heldur ekki hægt að sækja um undanþágu fyrir hóp einstaklinga, heldur eingöngu fyrir hvern og einn.“ Sjálf á Bryndís tvær fatlaðar dætur sem hún segir heppnar. „Þær eru þátttakendur í tilraunaverkefni um notendastýrða persónulega aðstoð. Það þýðir að þær geta verið heima með sínum aðstoðarmanni. En það þýðir ekki að maður eigi að sitja hjá þar sem þetta kemur niður á mörgum. Langverst kemur þetta niður á einhverfu börnunum sem þola enga röskun.“ „Verkfall framhaldsskólakennara kemur mjög illa niður á dóttur okkar,“ segir Gunnar Bjarnason, faðir fjölfatlaðrar stúlku sem er nemandi í Fjölbrautaskólanum í Ármúla. Hann segir dóttur sína mjög háða rútínu sem nú hafi dottið niður. „Þetta hefur áhrif á svefninn hjá henni og almenna líðan. Hún hefur fengið iðjuþjálfun í skólanum og farið í leikfimi og sund á skólatíma. Þetta hefur skipt hana miklu máli. Að fara á mis við þetta dregur úr lífsgæðum hennar.“ Gunnar segir það jafnframt lenda á foreldrunum að bjarga málum frá degi til dags. „Það er ekki hægt að skilja hana eftir eina heima eins og aðra unglinga. Við kvöbbum á þeim sem geta hjálpað okkur og sjáum svo sjálf um þetta að öðru leyti.“ Fatlaður nemandi í framhaldsskóla, sem býr í skammtímavistun í tvær vikur í mánuði og hinar tvær hjá foreldrunum, er sendur heim úr skammtímavistuninni á morgnana vegna verkfalls framhaldsskólakennara, að því er Bryndís Snæbjörnsdóttir, formaður Landssamtakanna Þroskahjálpar, greinir frá. „Skammtímavistunin má ekki veita honum þjónustu yfir daginn þar sem það er verkfallsbrot. Maður veltir því fyrir sér hvað hefði gerst ef foreldrarnir hefðu ætlað að fara í utanlandsferð þessar tvær vikur sem hann á að vera í skammtímavistun. Hefði hann þá bara verið settur á þröskuldinn?“ Bryndís segir að 18 ára nemendur ættu ekki að vera á ábyrgð foreldra. „Það er ekki boðlegt í nútímaþjóðfélagi að foreldrar þurfi að taka sér launalaust frí frá vinnu til að sinna fullorðnum börnum.“
Kennaraverkfall Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Fleiri fréttir Líkamsrækt World Class í Laugum rýmd vegna eldsvoða Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent