Tónlistarverðlaunin eru tuttugu ára í ár Gunnar Leó Pálsson skrifar 14. mars 2014 11:30 Björk Guðmundsdóttir hefur hlotið flest verðlaun á Íslensku tónlistarverðlaununum eða tuttugu alls. Vísir/Getty Íslensku tónlistarverðlaunin verða afhent í 20. sinn í kvöld við hátíðlega athöfn. Fyrsta verðlaunaathöfnin fór fram á Hótel Sögu 1993. Tilnefnt var í fjórtán flokkum og voru tónlistarmenn í popp- og rokkgeiranum aðallega verðlaunir. Í ár verða veitt verðlaun í 24 flokkum. Í ár gefst almenningi í fyrsta skiptið kostur á að mæta á hátíðina og fer miðasala fram á miði.is. Það eru nokkrir tónlistarmenn sem hafa verið tíðir gestir á verðlaununum.Andrea Gylfadóttir, sem tilnefnd er sem söngkona ársins í kvöld, var einnig tilnefnd sem söngkona ársins þegar hátíðin fór fram í fyrsta sinn árið 1993.Bubbi Morthens er tilnefndur sem textahöfundur ársins. Hann var einnig tilnefndur sem textahöfundur ársins árið 1993.Bjartasta vonin árið 1995 var hljómsveitin Botnleðja.Vísir/Anton BrinkÁrið 1999 voru hljóðfæraleikarar ársins valdir í síðasta sinn, það er að segja gítarleikari, bassaleikari, trommuleikari, hljómborðsleikari og blásturshljóðfæraleikari ársins. Í ár eru tilnefningarnar í flokknum Bjartasta vonin í popp-, rokk- og blústónlist:Vök - Kaleo - Kött Grá Pjé Grísalappalísa - Highlands Flokkurinn Bjartasta vonin hefur ávallt staðið undir nafni en árið 1994 var Emilíana Torrini valin bjartasta vonin og átti hún heldur betur eftir að láta á sér kveða. Bjartasta vonin árið 1995 var hljómsveitin Botnleðja. Hún átti Lag ársins 1996, Hausverkun og var einnig valin hljómsveit ársins sama ár.Bjartasta vonin árið 2011, sem var þá valin á Rás 2, var hljómsveitin Of Monsters and Men.Vísir/GettyBjartasta vonin árið 2011, sem var þá valin á Rás 2, var hljómsveitin Of Monsters and Men, en sveitin er í dag orðin heimsfræg og hefur til að mynda hlotið platínuplötu fyrir plötu sína My Head Is an Animal í Bandaríkjunum og því selt yfir 1.000.000 eintaka þar í landi. Þá hefur platan selst um 27.000 eintökum á Íslandi. Bjartasta vonin í fyrra var Ásgeir Trausti. Hann hefur unnið marga sigra að undanförnu og hefur plata hans, In the Silence, fengið prýðisdóma í erlendum miðlum. Hann var í fyrsta sæti á Billboard Hot Overseas-listanum í Japan með smáskífulagið King and Cross og vann einnig Ebba-verðlaunin á síðasta ári. Það má með sanni segja að björtustu vonirnar hafi orðið enn bjartari í kjölfar viðurkenningarinnar. Íslensku tónlistarverðlaunin Kaleo Mest lesið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Menning Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Lífið Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Fleiri fréttir Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Sjá meira
Íslensku tónlistarverðlaunin verða afhent í 20. sinn í kvöld við hátíðlega athöfn. Fyrsta verðlaunaathöfnin fór fram á Hótel Sögu 1993. Tilnefnt var í fjórtán flokkum og voru tónlistarmenn í popp- og rokkgeiranum aðallega verðlaunir. Í ár verða veitt verðlaun í 24 flokkum. Í ár gefst almenningi í fyrsta skiptið kostur á að mæta á hátíðina og fer miðasala fram á miði.is. Það eru nokkrir tónlistarmenn sem hafa verið tíðir gestir á verðlaununum.Andrea Gylfadóttir, sem tilnefnd er sem söngkona ársins í kvöld, var einnig tilnefnd sem söngkona ársins þegar hátíðin fór fram í fyrsta sinn árið 1993.Bubbi Morthens er tilnefndur sem textahöfundur ársins. Hann var einnig tilnefndur sem textahöfundur ársins árið 1993.Bjartasta vonin árið 1995 var hljómsveitin Botnleðja.Vísir/Anton BrinkÁrið 1999 voru hljóðfæraleikarar ársins valdir í síðasta sinn, það er að segja gítarleikari, bassaleikari, trommuleikari, hljómborðsleikari og blásturshljóðfæraleikari ársins. Í ár eru tilnefningarnar í flokknum Bjartasta vonin í popp-, rokk- og blústónlist:Vök - Kaleo - Kött Grá Pjé Grísalappalísa - Highlands Flokkurinn Bjartasta vonin hefur ávallt staðið undir nafni en árið 1994 var Emilíana Torrini valin bjartasta vonin og átti hún heldur betur eftir að láta á sér kveða. Bjartasta vonin árið 1995 var hljómsveitin Botnleðja. Hún átti Lag ársins 1996, Hausverkun og var einnig valin hljómsveit ársins sama ár.Bjartasta vonin árið 2011, sem var þá valin á Rás 2, var hljómsveitin Of Monsters and Men.Vísir/GettyBjartasta vonin árið 2011, sem var þá valin á Rás 2, var hljómsveitin Of Monsters and Men, en sveitin er í dag orðin heimsfræg og hefur til að mynda hlotið platínuplötu fyrir plötu sína My Head Is an Animal í Bandaríkjunum og því selt yfir 1.000.000 eintaka þar í landi. Þá hefur platan selst um 27.000 eintökum á Íslandi. Bjartasta vonin í fyrra var Ásgeir Trausti. Hann hefur unnið marga sigra að undanförnu og hefur plata hans, In the Silence, fengið prýðisdóma í erlendum miðlum. Hann var í fyrsta sæti á Billboard Hot Overseas-listanum í Japan með smáskífulagið King and Cross og vann einnig Ebba-verðlaunin á síðasta ári. Það má með sanni segja að björtustu vonirnar hafi orðið enn bjartari í kjölfar viðurkenningarinnar.
Íslensku tónlistarverðlaunin Kaleo Mest lesið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Menning Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Lífið Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Fleiri fréttir Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Sjá meira