Umburðarlyndi í einstefnu Hildur Sverrisdóttir skrifar 1. mars 2014 07:00 Fyrrverandi hetja hefur nú valdið hneykslan. Það er skiljanlegt að margir hafi orðið reiðir þeim fréttum að kona sem barðist gegn hatursumræðu hafi ástundað hana sjálf. Facebook fer á hliðina, refsivendinum er deilt og lækin hrannast upp eins og svipuhögg. Kannski á hún sér bara alls engar málsbætur. En það er í öllu falli vert að reyna að sjá hvort eitt var kannski slitið úr samhengi á meðan annað skrifast á mannlegan breyskleika. Í þeim tilvikum er hægt að reyna að fyrirgefa; láta reyna á umburðarlyndið. Það vandmeðfarna við umburðarlyndi er að það er ekki umburðarlyndi ef það er í einstefnu, það er ekki hægt að nota það bara á sitt sjónarhorn tilverunnar. Við höfum nefnilega séð þetta áður. Ljót ummæli dregin fram og í kjölfarið rísa upp mismunandi fylkingar sem taka að sér sókn og vörn í rafræna réttarsalnum. Ætli lægsti samnefnari þessa kúltúrs hafi ekki verið þegar sest var í dómarasætin þegar íslenska réttarríkið þótti ekki standa sig nógu vel í því hlutverki. Upphrópanirnar sigruðu upplýsinguna og það var vont að horfa upp á saklaust fólk í mannheimum sakfellt í rafheimum. Þeir sem nú verjast hafa áður sótt og margir standast ekki freistinguna að hefna fyrir það; láta eitt rangt réttlæta annað. Verjendurnir biðja um að haft sé í huga að á málum sé fleiri en ein hlið og mannssálin sé margslungin og eigi að skoðast heildstætt. Sem er rétt og fallegt. En þá opinberast þetta umburðarlyndi í einstefnu. Hvar voru þessir málsvarar þegar aðrir fengu að finna fyrir refsivendinum? Voru þá ekki margar hliðar og heildstæðar mannssálir að taka tillit til? Mörgum svíður slíkur tvískinnungur og þeir vilja ekki sýna þeim mikla miskunn, sem átti enga handa öðrum. Þetta sorglega mál verður vonandi til þess að við höfum hugfast að ekkert er fyrirfram gefið um það hver er góður eða vondur, sama hvaða hópi hann tilheyrir eða hvað virðist við fyrstu sýn. Það er mikið unnið ef við erum umburðarlynd í hina áttina líka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Sverrisdóttir Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman Skoðun
Fyrrverandi hetja hefur nú valdið hneykslan. Það er skiljanlegt að margir hafi orðið reiðir þeim fréttum að kona sem barðist gegn hatursumræðu hafi ástundað hana sjálf. Facebook fer á hliðina, refsivendinum er deilt og lækin hrannast upp eins og svipuhögg. Kannski á hún sér bara alls engar málsbætur. En það er í öllu falli vert að reyna að sjá hvort eitt var kannski slitið úr samhengi á meðan annað skrifast á mannlegan breyskleika. Í þeim tilvikum er hægt að reyna að fyrirgefa; láta reyna á umburðarlyndið. Það vandmeðfarna við umburðarlyndi er að það er ekki umburðarlyndi ef það er í einstefnu, það er ekki hægt að nota það bara á sitt sjónarhorn tilverunnar. Við höfum nefnilega séð þetta áður. Ljót ummæli dregin fram og í kjölfarið rísa upp mismunandi fylkingar sem taka að sér sókn og vörn í rafræna réttarsalnum. Ætli lægsti samnefnari þessa kúltúrs hafi ekki verið þegar sest var í dómarasætin þegar íslenska réttarríkið þótti ekki standa sig nógu vel í því hlutverki. Upphrópanirnar sigruðu upplýsinguna og það var vont að horfa upp á saklaust fólk í mannheimum sakfellt í rafheimum. Þeir sem nú verjast hafa áður sótt og margir standast ekki freistinguna að hefna fyrir það; láta eitt rangt réttlæta annað. Verjendurnir biðja um að haft sé í huga að á málum sé fleiri en ein hlið og mannssálin sé margslungin og eigi að skoðast heildstætt. Sem er rétt og fallegt. En þá opinberast þetta umburðarlyndi í einstefnu. Hvar voru þessir málsvarar þegar aðrir fengu að finna fyrir refsivendinum? Voru þá ekki margar hliðar og heildstæðar mannssálir að taka tillit til? Mörgum svíður slíkur tvískinnungur og þeir vilja ekki sýna þeim mikla miskunn, sem átti enga handa öðrum. Þetta sorglega mál verður vonandi til þess að við höfum hugfast að ekkert er fyrirfram gefið um það hver er góður eða vondur, sama hvaða hópi hann tilheyrir eða hvað virðist við fyrstu sýn. Það er mikið unnið ef við erum umburðarlynd í hina áttina líka.
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun