Óvart í stjórn Pawel Bartoszek skrifar 28. febrúar 2014 06:00 Það er ákveðið rökrétt samhengi í afstöðu ríkisstjórnarinnar. ESB lítur ekki svo á að við séum „bara að skoða“. Aðildarumsókn að ESB felur í sér að landið vill ganga í ESB. Ríkisstjórn sem vill ekki ganga í ESB er ekki vel til þess fallin að semja um aðild að ESB. Þetta snýst ekki bara um að láta samningamenn Íslands sitja fundi í Brussel. Stjórnsýslan öll þarf að vinna að þessari umsókn. Nógu mikil flækja var að semja um aðild þegar hálf ríkisstjórnin var á móti aðild. Einn forhertur ráðherra gat tafið ferlið um marga mánuði. Varla mun þetta ganga betur ef öll stjórnin er á móti. Röksemdafærslan gengur upp að ákveðnu marki. En menn lofuðu samt öðru.Heimdellingarullan „Ég þekki alla þessa Heimdellingarullu,“ sagði forsætisráðherra í viðtali fyrir stuttu, spurður um hvort til stæði að slaka á ofurtollvernd íslenskrar landbúnaðarframleiðslu. Við skulum átta okkur á því að umræðan í þættinum var ekki um einkavæðingu Landspítalans eða sölu Ríkisútvarpsins. Umræðan var ekki um lögleiðingu fíkniefna eða vændis. Eða um uppboðsmarkað með líffæri. Umræðan var ekki einu sinni um lækkun áfengiskaupaaldurs eða vodkasölu í Bónus. Nei, „Heimdellingarullan“, níðyrðið sem forsætisráðherra bjó til út frá nafni ungliðahreyfingar samstarfsflokksins, er ekkert annað en hófleg krafa um frjáls viðskipti. Krafa um að neytendur geti ákveðið hvaða osta þeir borða í stað þess að nefndir pólitískt skipaðra hagsmunaðila geri það. Þetta er ástandið. Eðlileg krafa um að Ísland verði frjálst og opið er látin hljóma eins og mestu öfgar. Forsætisráðherran ranghvolfir augunum. „Var ekki búið að ræða þetta? Áætlunarbúskapur virkar!“ Síðan er sagt: „Við ætlum að efla tengsl okkar við Evrópu, bara ekki ganga í ESB.“ Hljómar massafínt. En ekkert af verkum ríkisstjórnarinnar bendir til að hún hafi nokkurn áhuga á slíkri eflingu. Ég hef það á tilfinningunni að sumir þar myndu ekki gráta það ef þeir „neyddust“ til að segja upp EES-samningnum. Losna við þetta fjórfrelsi. Losna við þennan sameiginlega markað. Sú fullyrðing að EES-samningurinn sé okkur of dýr heyrist þegar oft og oftast úr röðum stuðningsmanna stjórnarflokkanna. Þess vegna er ástæða til að vera uggandi.Ómöguleiki valdsins Ég skil rökin á bak við það að vilja ekki semja um aðild að einhverju sem menn vilja ekki ganga í. En þá situr eftir sú spurning: Hvers vegna ekki að segja það þá bara hreint beint út í kosningabaráttunni: „Við ætlum að draga umsóknina til baka. Við ætlum ekki að láta kjósa um framhaldið. Ef einhver annar vill sækja um aðild munum við leggja til að sú ákvörðun fari í þjóðaratkvæði, en sjálf munum við ekki hafa neitt frumkvæði að því að halda slíka þjóðaratkvæðagreiðslu. Við endurtökum: Ef við ráðum þessu ein verður viðræðum slitið, án þjóðaratkvæðagreiðslu.“ Næg tækifæri höfðu forystumenn Sjálfstæðisflokksins til að setja fram þessa afstöðu sína. Þeir gerðu það ekki. Hvers vegna ekki? Bjarni sagði: „Ég tel að það sé vel raunhæft að gera þetta á fyrri hluta kjörtímabilsins næsta. Jafnvel samhliða sveitarstjórnarkosningunum. Við verðum að sjá til, en Sjálfstæðisflokkurinn styður að fram fari þjóðaratkvæðagreiðsla um þetta mál.“ Hvers vegna töluðu hann og aðrir á sömu nótum? Hvers vegna voru loforð um þetta birt á heimasíðu flokksins og prentuð í bæklinga? Voru menn að vonast eftir atkvæðum fólks sem ellegar hefði ekki kosið þá? Eða kom Sjálfstæðisflokknum á óvart að hann skyldi komast í ríkisstjórn? Var þetta svona stjórnarandstöðuloforð? Fjölmargir andstæðingar ESB-aðildar innan Sjálfstæðisflokksins benda á að afturköllun ESB-umsóknar sé í samræmi við landsfundarályktanir. Það er rétt hjá þeim. Ég get því ekki beinlínis sagt að ég sé hissa eða sár yfir því sem nú á að gera. En það breytir því samt ekki að menn sögðust samt ætla að gera annað í kosningabaráttunni. Þingmenn eru kosnir til fjögurra ára og ekki er hægt skipta þeim út þess á milli. Þess vegna ættu þeir að forðast að lofa hlutum sem þeir hafa ekki í hyggju að standa við. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Mest lesið Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring Skoðun
Það er ákveðið rökrétt samhengi í afstöðu ríkisstjórnarinnar. ESB lítur ekki svo á að við séum „bara að skoða“. Aðildarumsókn að ESB felur í sér að landið vill ganga í ESB. Ríkisstjórn sem vill ekki ganga í ESB er ekki vel til þess fallin að semja um aðild að ESB. Þetta snýst ekki bara um að láta samningamenn Íslands sitja fundi í Brussel. Stjórnsýslan öll þarf að vinna að þessari umsókn. Nógu mikil flækja var að semja um aðild þegar hálf ríkisstjórnin var á móti aðild. Einn forhertur ráðherra gat tafið ferlið um marga mánuði. Varla mun þetta ganga betur ef öll stjórnin er á móti. Röksemdafærslan gengur upp að ákveðnu marki. En menn lofuðu samt öðru.Heimdellingarullan „Ég þekki alla þessa Heimdellingarullu,“ sagði forsætisráðherra í viðtali fyrir stuttu, spurður um hvort til stæði að slaka á ofurtollvernd íslenskrar landbúnaðarframleiðslu. Við skulum átta okkur á því að umræðan í þættinum var ekki um einkavæðingu Landspítalans eða sölu Ríkisútvarpsins. Umræðan var ekki um lögleiðingu fíkniefna eða vændis. Eða um uppboðsmarkað með líffæri. Umræðan var ekki einu sinni um lækkun áfengiskaupaaldurs eða vodkasölu í Bónus. Nei, „Heimdellingarullan“, níðyrðið sem forsætisráðherra bjó til út frá nafni ungliðahreyfingar samstarfsflokksins, er ekkert annað en hófleg krafa um frjáls viðskipti. Krafa um að neytendur geti ákveðið hvaða osta þeir borða í stað þess að nefndir pólitískt skipaðra hagsmunaðila geri það. Þetta er ástandið. Eðlileg krafa um að Ísland verði frjálst og opið er látin hljóma eins og mestu öfgar. Forsætisráðherran ranghvolfir augunum. „Var ekki búið að ræða þetta? Áætlunarbúskapur virkar!“ Síðan er sagt: „Við ætlum að efla tengsl okkar við Evrópu, bara ekki ganga í ESB.“ Hljómar massafínt. En ekkert af verkum ríkisstjórnarinnar bendir til að hún hafi nokkurn áhuga á slíkri eflingu. Ég hef það á tilfinningunni að sumir þar myndu ekki gráta það ef þeir „neyddust“ til að segja upp EES-samningnum. Losna við þetta fjórfrelsi. Losna við þennan sameiginlega markað. Sú fullyrðing að EES-samningurinn sé okkur of dýr heyrist þegar oft og oftast úr röðum stuðningsmanna stjórnarflokkanna. Þess vegna er ástæða til að vera uggandi.Ómöguleiki valdsins Ég skil rökin á bak við það að vilja ekki semja um aðild að einhverju sem menn vilja ekki ganga í. En þá situr eftir sú spurning: Hvers vegna ekki að segja það þá bara hreint beint út í kosningabaráttunni: „Við ætlum að draga umsóknina til baka. Við ætlum ekki að láta kjósa um framhaldið. Ef einhver annar vill sækja um aðild munum við leggja til að sú ákvörðun fari í þjóðaratkvæði, en sjálf munum við ekki hafa neitt frumkvæði að því að halda slíka þjóðaratkvæðagreiðslu. Við endurtökum: Ef við ráðum þessu ein verður viðræðum slitið, án þjóðaratkvæðagreiðslu.“ Næg tækifæri höfðu forystumenn Sjálfstæðisflokksins til að setja fram þessa afstöðu sína. Þeir gerðu það ekki. Hvers vegna ekki? Bjarni sagði: „Ég tel að það sé vel raunhæft að gera þetta á fyrri hluta kjörtímabilsins næsta. Jafnvel samhliða sveitarstjórnarkosningunum. Við verðum að sjá til, en Sjálfstæðisflokkurinn styður að fram fari þjóðaratkvæðagreiðsla um þetta mál.“ Hvers vegna töluðu hann og aðrir á sömu nótum? Hvers vegna voru loforð um þetta birt á heimasíðu flokksins og prentuð í bæklinga? Voru menn að vonast eftir atkvæðum fólks sem ellegar hefði ekki kosið þá? Eða kom Sjálfstæðisflokknum á óvart að hann skyldi komast í ríkisstjórn? Var þetta svona stjórnarandstöðuloforð? Fjölmargir andstæðingar ESB-aðildar innan Sjálfstæðisflokksins benda á að afturköllun ESB-umsóknar sé í samræmi við landsfundarályktanir. Það er rétt hjá þeim. Ég get því ekki beinlínis sagt að ég sé hissa eða sár yfir því sem nú á að gera. En það breytir því samt ekki að menn sögðust samt ætla að gera annað í kosningabaráttunni. Þingmenn eru kosnir til fjögurra ára og ekki er hægt skipta þeim út þess á milli. Þess vegna ættu þeir að forðast að lofa hlutum sem þeir hafa ekki í hyggju að standa við.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun