Íslenskur djass frumfluttur á Björtuloftum Gunnar Leó Pálsson skrifar 26. febrúar 2014 10:00 ASA tríóið ætlar að frumflytja nýjan og íslenskan djass á Björtuloftum í kvöld. mynd/daníel starrason „Við erum að fara að leika mikið af tiltölulega nýju efni sem við ætlum að fara með í hljóðver á næstunni,“ segir Andrés Þór Gunnlaugsson, gítarleikari ASA tríósins sem kemur fram á næstu tónleikum Múlans á Björtuloftum í Hörpu sem fram fara í kvöld. ASA tríóið er skipað miklum fagmönnum í tónlistargeiranum og varð eiginlega til fyrir tilviljun, þegar Andrés Þór hóaði í Agnar Má Magnússon og Scott Mclemore fyrir lítið gigg á djasshátíð Reykjavíkur 2005. Hafa þeir getið sér gott orð síðan fyrir túlkun á afar fjölbreyttu efni, meðal annars frá Jimi Hendrix, Fionu Apple, John Coltrane og Thelonious Monk. „Við tökum þó bara frumsamið efni í kvöld þó að við höfum tekið efni eftir aðra áður. Við höfum meðal annars leikið efni eftir Red Hot Chili Peppers,“ segir Andrés léttur í lundu. Tónleikarnir eru eins og fyrr segir tónleikar á vegum djassklúbbsins Múlans og fara fram í Björtuloftum í Hörpu. „Þetta er nýr tónleikastaður sem hýsir tónleika Múlans. Mér líst vel á hann og ég held að það geti orðið ansi flott og góð djassstemning þarna.“ Tónleikarnir hefjast klukkan 21.00. Það kostar 1.500 krónur inn og 1.000 krónur fyrir námsmenn og eldri borgara en miðasalan fer fram á Midi.is. Tónlist Mest lesið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Lífið Lada Sport okkar tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
„Við erum að fara að leika mikið af tiltölulega nýju efni sem við ætlum að fara með í hljóðver á næstunni,“ segir Andrés Þór Gunnlaugsson, gítarleikari ASA tríósins sem kemur fram á næstu tónleikum Múlans á Björtuloftum í Hörpu sem fram fara í kvöld. ASA tríóið er skipað miklum fagmönnum í tónlistargeiranum og varð eiginlega til fyrir tilviljun, þegar Andrés Þór hóaði í Agnar Má Magnússon og Scott Mclemore fyrir lítið gigg á djasshátíð Reykjavíkur 2005. Hafa þeir getið sér gott orð síðan fyrir túlkun á afar fjölbreyttu efni, meðal annars frá Jimi Hendrix, Fionu Apple, John Coltrane og Thelonious Monk. „Við tökum þó bara frumsamið efni í kvöld þó að við höfum tekið efni eftir aðra áður. Við höfum meðal annars leikið efni eftir Red Hot Chili Peppers,“ segir Andrés léttur í lundu. Tónleikarnir eru eins og fyrr segir tónleikar á vegum djassklúbbsins Múlans og fara fram í Björtuloftum í Hörpu. „Þetta er nýr tónleikastaður sem hýsir tónleika Múlans. Mér líst vel á hann og ég held að það geti orðið ansi flott og góð djassstemning þarna.“ Tónleikarnir hefjast klukkan 21.00. Það kostar 1.500 krónur inn og 1.000 krónur fyrir námsmenn og eldri borgara en miðasalan fer fram á Midi.is.
Tónlist Mest lesið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Lífið Lada Sport okkar tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira