Bílaunnendur í Bandaríkjunum heillast af Kaleo Gunnar Leó Pálsson skrifar 25. febrúar 2014 09:30 Hljómsveitin Kaleo hrífur bílaunnendur í Bandaríkjunum en liðsmenn sveitarinnar eru ekkert sérstaklega miklir bílaunnendur. Mynd/Raggi Óla „Við vissum ekkert af þessu og rákumst bara á þetta á netinu,“ segir Jökull Júlíusson, söngvari og gítarleikari hljómsveitarinnar Kaleo, en sveitin og lag hennar Automoblie eru lofsömuð á virtri bandarískri bílavefsíðunni StreetLegaltv. Um er að ræða vefsíðu þar sem allt um bíla er að finna og bílaunnendur gera sig heimakæra. Síðan birti frétt um sveitina og lagið Automobile fyrir skömmu undir yfirskriftinni að íslensk hljómsveit sýndi og sannaði hversu almenn ást væri á bílum út um allan heim. „Þetta er auðvitað frekar amerískt lag en það er samið í sólinni á Spáni,“ segir Jökull. „Ég er ekki mikill bílakall og á ekki einu sinni bíl sjálfur,“ segir Jökull spurður út í bílaáhugann. Kaleo fjárfesti þó ekki alls fyrir löngu í bíl. „Við köllum hann Lárus, hann er að detta í sundur en er samt rúmgóður,“ segir Jökull. Sveitin er þó ekki á leiðinni til Bandaríkjanna þrátt fyrir áhugann frá bílaunnendunum. „Það er ekki planað eins og er að fara til Bandaríkjanna en við förum til Danmerkur í maí og svo förum við líklega til Grænlands í næsta mánuði.“ Tónlist Mest lesið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Lada Sport okkar tíma Lífið samstarf Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Lífið Fleiri fréttir „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
„Við vissum ekkert af þessu og rákumst bara á þetta á netinu,“ segir Jökull Júlíusson, söngvari og gítarleikari hljómsveitarinnar Kaleo, en sveitin og lag hennar Automoblie eru lofsömuð á virtri bandarískri bílavefsíðunni StreetLegaltv. Um er að ræða vefsíðu þar sem allt um bíla er að finna og bílaunnendur gera sig heimakæra. Síðan birti frétt um sveitina og lagið Automobile fyrir skömmu undir yfirskriftinni að íslensk hljómsveit sýndi og sannaði hversu almenn ást væri á bílum út um allan heim. „Þetta er auðvitað frekar amerískt lag en það er samið í sólinni á Spáni,“ segir Jökull. „Ég er ekki mikill bílakall og á ekki einu sinni bíl sjálfur,“ segir Jökull spurður út í bílaáhugann. Kaleo fjárfesti þó ekki alls fyrir löngu í bíl. „Við köllum hann Lárus, hann er að detta í sundur en er samt rúmgóður,“ segir Jökull. Sveitin er þó ekki á leiðinni til Bandaríkjanna þrátt fyrir áhugann frá bílaunnendunum. „Það er ekki planað eins og er að fara til Bandaríkjanna en við förum til Danmerkur í maí og svo förum við líklega til Grænlands í næsta mánuði.“
Tónlist Mest lesið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Lada Sport okkar tíma Lífið samstarf Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Lífið Fleiri fréttir „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira