Dulin hótun forsætisráðherra Höskuldur Kári Schram skrifar 22. febrúar 2014 09:00 Katrín Júlíusdóttir, varaformaður Samfylkingarinnar, segir að í gagnrýni Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra á Seðlabankann í ræðu á Viðskiptaþingi í síðustu viku hafi falist dulin hótun. Hún segir að skýrsla Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um Evrópusambandið gefi ekki tilefni til að slíta aðildarviðræðum. „Þessi skýrsla svarar ekki þeim lykilspurningum sem við höfum verið að bíða eftir varðandi niðurstöður aðildarviðræðna. Svona skýrsla getur aldrei verið niðurstaða aðildarviðræðna. Stóru málunum [sjávarútvegi og landbúnaði] hefur ekki verið lokið og það er engin skýrsla sem getur sagt okkur hvernig þeim mun lykta. Þess vegna finnst mér skrítið að vera að standa í því á Alþingi að karpa um það sem mögulega gæti komið út úr slíkum viðræðum við aðra þingmenn. Það kemur ekkert út úr því,“ segir Katrín. „Ef menn vilja nota þessa skýrslu sem afsökun til að slíta viðræðum þá geta menn gert það. En það er ekkert efnislegt í henni sem á að gefa mönnum tilefni til þess.“Ógætileg ummæli utanríkisráðherraGunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra sagði í umræðum um skýrsluna á Alþingi að Evrópusambandið væri úlfur í sauðargæru. Katrín gagnrýnir þessi ummæli. „ESB er ekki eitthvað fyrirbæri. Það samanstendur af ríkjum. Þetta eru ríki sem við eigum í daglegum samskiptum við í gegnum viðskipti eða í gegnum alls kyns styrkjakerfi. Við erum með börnin okkar í skólum út um alla Evrópu. Mér fannst hann [Gunnar Bragi] tala mjög ógætilega og ég var ekki stolt af því að vera Íslendingur undir þeirri ræðu. Þó að menn séu andsnúnir ESB þá hafa þeir ekkert leyfi til að tala það niður með þessum hætti,“ segir Katrín.Ómálefnaleg umræða Katrín segir að umræðan um ESB hafi verið ómálefnaleg og segist finna fyrir þreytu hjá aðildarsinnum vegna þessa. „Það er bara kýlt og sparkað í allar áttir. Menn eru ekki taka efnislega umræðu um málið. Það er bara talað um að menn séu óbilgjarnir og að einhver sé svona eða hinsegin. Þannig að stundum finnur maður fyrir þreytu og hugsar að kannski væri bara best að kæla þetta. En svo lendir maður í því sem stjórnmálamaður og sem ung manneskja á Íslandi að þurfa búa við afleiðingar af krónunni og þá kviknar aftur eldurinn í manni. Það eru einfaldlega of miklir hagsmunir í húfi hvað varðar gjaldmiðilsmálin og þess vegna verður að þaulkanna þessa leið sem heitir aðild að ESB og upptaka evru.“Dulin hótun Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra gagnrýndi Seðlabankann í ræðu sem hann hélt á Viðskiptaþingi í síðustu viku. Sigmundur sagði meðal annars að bankinn hefði óumbeðinn látið gera mat á efnahagsáhrifum skuldalækkunarinnar. „Það er allt í lagi að vera ósammála stofnunum hvort sem þær eru sjálfstæðar eins og Seðlabankinn eða ekki. En þegar menn eru að gagnrýna bankann á þeirri forsendu að hann sé gera eitthvað sem sjálfstæð stofnun, eins og gert var í þessu tilfelli, þá eru fólgin hættumerki í því. Sérstaklega þegar menn lýsa því yfir nokkrum dögum seinna að þeir séu að fara að gera breytingar á lögum um Seðlabankann,“ segir Katrín. Hún segir að í orðum forsætisráðherra hafi falist dulin hótun. „Hann var að reyna enn einu sinni að setja menn „på plads“. Þetta var klárlega tilraun til þess,“ segir Katrín. Hinsegin Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Fleiri fréttir Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Sjá meira
Katrín Júlíusdóttir, varaformaður Samfylkingarinnar, segir að í gagnrýni Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra á Seðlabankann í ræðu á Viðskiptaþingi í síðustu viku hafi falist dulin hótun. Hún segir að skýrsla Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um Evrópusambandið gefi ekki tilefni til að slíta aðildarviðræðum. „Þessi skýrsla svarar ekki þeim lykilspurningum sem við höfum verið að bíða eftir varðandi niðurstöður aðildarviðræðna. Svona skýrsla getur aldrei verið niðurstaða aðildarviðræðna. Stóru málunum [sjávarútvegi og landbúnaði] hefur ekki verið lokið og það er engin skýrsla sem getur sagt okkur hvernig þeim mun lykta. Þess vegna finnst mér skrítið að vera að standa í því á Alþingi að karpa um það sem mögulega gæti komið út úr slíkum viðræðum við aðra þingmenn. Það kemur ekkert út úr því,“ segir Katrín. „Ef menn vilja nota þessa skýrslu sem afsökun til að slíta viðræðum þá geta menn gert það. En það er ekkert efnislegt í henni sem á að gefa mönnum tilefni til þess.“Ógætileg ummæli utanríkisráðherraGunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra sagði í umræðum um skýrsluna á Alþingi að Evrópusambandið væri úlfur í sauðargæru. Katrín gagnrýnir þessi ummæli. „ESB er ekki eitthvað fyrirbæri. Það samanstendur af ríkjum. Þetta eru ríki sem við eigum í daglegum samskiptum við í gegnum viðskipti eða í gegnum alls kyns styrkjakerfi. Við erum með börnin okkar í skólum út um alla Evrópu. Mér fannst hann [Gunnar Bragi] tala mjög ógætilega og ég var ekki stolt af því að vera Íslendingur undir þeirri ræðu. Þó að menn séu andsnúnir ESB þá hafa þeir ekkert leyfi til að tala það niður með þessum hætti,“ segir Katrín.Ómálefnaleg umræða Katrín segir að umræðan um ESB hafi verið ómálefnaleg og segist finna fyrir þreytu hjá aðildarsinnum vegna þessa. „Það er bara kýlt og sparkað í allar áttir. Menn eru ekki taka efnislega umræðu um málið. Það er bara talað um að menn séu óbilgjarnir og að einhver sé svona eða hinsegin. Þannig að stundum finnur maður fyrir þreytu og hugsar að kannski væri bara best að kæla þetta. En svo lendir maður í því sem stjórnmálamaður og sem ung manneskja á Íslandi að þurfa búa við afleiðingar af krónunni og þá kviknar aftur eldurinn í manni. Það eru einfaldlega of miklir hagsmunir í húfi hvað varðar gjaldmiðilsmálin og þess vegna verður að þaulkanna þessa leið sem heitir aðild að ESB og upptaka evru.“Dulin hótun Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra gagnrýndi Seðlabankann í ræðu sem hann hélt á Viðskiptaþingi í síðustu viku. Sigmundur sagði meðal annars að bankinn hefði óumbeðinn látið gera mat á efnahagsáhrifum skuldalækkunarinnar. „Það er allt í lagi að vera ósammála stofnunum hvort sem þær eru sjálfstæðar eins og Seðlabankinn eða ekki. En þegar menn eru að gagnrýna bankann á þeirri forsendu að hann sé gera eitthvað sem sjálfstæð stofnun, eins og gert var í þessu tilfelli, þá eru fólgin hættumerki í því. Sérstaklega þegar menn lýsa því yfir nokkrum dögum seinna að þeir séu að fara að gera breytingar á lögum um Seðlabankann,“ segir Katrín. Hún segir að í orðum forsætisráðherra hafi falist dulin hótun. „Hann var að reyna enn einu sinni að setja menn „på plads“. Þetta var klárlega tilraun til þess,“ segir Katrín.
Hinsegin Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Fleiri fréttir Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Sjá meira