Dulin hótun forsætisráðherra Höskuldur Kári Schram skrifar 22. febrúar 2014 09:00 Katrín Júlíusdóttir, varaformaður Samfylkingarinnar, segir að í gagnrýni Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra á Seðlabankann í ræðu á Viðskiptaþingi í síðustu viku hafi falist dulin hótun. Hún segir að skýrsla Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um Evrópusambandið gefi ekki tilefni til að slíta aðildarviðræðum. „Þessi skýrsla svarar ekki þeim lykilspurningum sem við höfum verið að bíða eftir varðandi niðurstöður aðildarviðræðna. Svona skýrsla getur aldrei verið niðurstaða aðildarviðræðna. Stóru málunum [sjávarútvegi og landbúnaði] hefur ekki verið lokið og það er engin skýrsla sem getur sagt okkur hvernig þeim mun lykta. Þess vegna finnst mér skrítið að vera að standa í því á Alþingi að karpa um það sem mögulega gæti komið út úr slíkum viðræðum við aðra þingmenn. Það kemur ekkert út úr því,“ segir Katrín. „Ef menn vilja nota þessa skýrslu sem afsökun til að slíta viðræðum þá geta menn gert það. En það er ekkert efnislegt í henni sem á að gefa mönnum tilefni til þess.“Ógætileg ummæli utanríkisráðherraGunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra sagði í umræðum um skýrsluna á Alþingi að Evrópusambandið væri úlfur í sauðargæru. Katrín gagnrýnir þessi ummæli. „ESB er ekki eitthvað fyrirbæri. Það samanstendur af ríkjum. Þetta eru ríki sem við eigum í daglegum samskiptum við í gegnum viðskipti eða í gegnum alls kyns styrkjakerfi. Við erum með börnin okkar í skólum út um alla Evrópu. Mér fannst hann [Gunnar Bragi] tala mjög ógætilega og ég var ekki stolt af því að vera Íslendingur undir þeirri ræðu. Þó að menn séu andsnúnir ESB þá hafa þeir ekkert leyfi til að tala það niður með þessum hætti,“ segir Katrín.Ómálefnaleg umræða Katrín segir að umræðan um ESB hafi verið ómálefnaleg og segist finna fyrir þreytu hjá aðildarsinnum vegna þessa. „Það er bara kýlt og sparkað í allar áttir. Menn eru ekki taka efnislega umræðu um málið. Það er bara talað um að menn séu óbilgjarnir og að einhver sé svona eða hinsegin. Þannig að stundum finnur maður fyrir þreytu og hugsar að kannski væri bara best að kæla þetta. En svo lendir maður í því sem stjórnmálamaður og sem ung manneskja á Íslandi að þurfa búa við afleiðingar af krónunni og þá kviknar aftur eldurinn í manni. Það eru einfaldlega of miklir hagsmunir í húfi hvað varðar gjaldmiðilsmálin og þess vegna verður að þaulkanna þessa leið sem heitir aðild að ESB og upptaka evru.“Dulin hótun Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra gagnrýndi Seðlabankann í ræðu sem hann hélt á Viðskiptaþingi í síðustu viku. Sigmundur sagði meðal annars að bankinn hefði óumbeðinn látið gera mat á efnahagsáhrifum skuldalækkunarinnar. „Það er allt í lagi að vera ósammála stofnunum hvort sem þær eru sjálfstæðar eins og Seðlabankinn eða ekki. En þegar menn eru að gagnrýna bankann á þeirri forsendu að hann sé gera eitthvað sem sjálfstæð stofnun, eins og gert var í þessu tilfelli, þá eru fólgin hættumerki í því. Sérstaklega þegar menn lýsa því yfir nokkrum dögum seinna að þeir séu að fara að gera breytingar á lögum um Seðlabankann,“ segir Katrín. Hún segir að í orðum forsætisráðherra hafi falist dulin hótun. „Hann var að reyna enn einu sinni að setja menn „på plads“. Þetta var klárlega tilraun til þess,“ segir Katrín. Hinsegin Mest lesið Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent Fleiri fréttir Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Sjá meira
Katrín Júlíusdóttir, varaformaður Samfylkingarinnar, segir að í gagnrýni Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra á Seðlabankann í ræðu á Viðskiptaþingi í síðustu viku hafi falist dulin hótun. Hún segir að skýrsla Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um Evrópusambandið gefi ekki tilefni til að slíta aðildarviðræðum. „Þessi skýrsla svarar ekki þeim lykilspurningum sem við höfum verið að bíða eftir varðandi niðurstöður aðildarviðræðna. Svona skýrsla getur aldrei verið niðurstaða aðildarviðræðna. Stóru málunum [sjávarútvegi og landbúnaði] hefur ekki verið lokið og það er engin skýrsla sem getur sagt okkur hvernig þeim mun lykta. Þess vegna finnst mér skrítið að vera að standa í því á Alþingi að karpa um það sem mögulega gæti komið út úr slíkum viðræðum við aðra þingmenn. Það kemur ekkert út úr því,“ segir Katrín. „Ef menn vilja nota þessa skýrslu sem afsökun til að slíta viðræðum þá geta menn gert það. En það er ekkert efnislegt í henni sem á að gefa mönnum tilefni til þess.“Ógætileg ummæli utanríkisráðherraGunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra sagði í umræðum um skýrsluna á Alþingi að Evrópusambandið væri úlfur í sauðargæru. Katrín gagnrýnir þessi ummæli. „ESB er ekki eitthvað fyrirbæri. Það samanstendur af ríkjum. Þetta eru ríki sem við eigum í daglegum samskiptum við í gegnum viðskipti eða í gegnum alls kyns styrkjakerfi. Við erum með börnin okkar í skólum út um alla Evrópu. Mér fannst hann [Gunnar Bragi] tala mjög ógætilega og ég var ekki stolt af því að vera Íslendingur undir þeirri ræðu. Þó að menn séu andsnúnir ESB þá hafa þeir ekkert leyfi til að tala það niður með þessum hætti,“ segir Katrín.Ómálefnaleg umræða Katrín segir að umræðan um ESB hafi verið ómálefnaleg og segist finna fyrir þreytu hjá aðildarsinnum vegna þessa. „Það er bara kýlt og sparkað í allar áttir. Menn eru ekki taka efnislega umræðu um málið. Það er bara talað um að menn séu óbilgjarnir og að einhver sé svona eða hinsegin. Þannig að stundum finnur maður fyrir þreytu og hugsar að kannski væri bara best að kæla þetta. En svo lendir maður í því sem stjórnmálamaður og sem ung manneskja á Íslandi að þurfa búa við afleiðingar af krónunni og þá kviknar aftur eldurinn í manni. Það eru einfaldlega of miklir hagsmunir í húfi hvað varðar gjaldmiðilsmálin og þess vegna verður að þaulkanna þessa leið sem heitir aðild að ESB og upptaka evru.“Dulin hótun Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra gagnrýndi Seðlabankann í ræðu sem hann hélt á Viðskiptaþingi í síðustu viku. Sigmundur sagði meðal annars að bankinn hefði óumbeðinn látið gera mat á efnahagsáhrifum skuldalækkunarinnar. „Það er allt í lagi að vera ósammála stofnunum hvort sem þær eru sjálfstæðar eins og Seðlabankinn eða ekki. En þegar menn eru að gagnrýna bankann á þeirri forsendu að hann sé gera eitthvað sem sjálfstæð stofnun, eins og gert var í þessu tilfelli, þá eru fólgin hættumerki í því. Sérstaklega þegar menn lýsa því yfir nokkrum dögum seinna að þeir séu að fara að gera breytingar á lögum um Seðlabankann,“ segir Katrín. Hún segir að í orðum forsætisráðherra hafi falist dulin hótun. „Hann var að reyna enn einu sinni að setja menn „på plads“. Þetta var klárlega tilraun til þess,“ segir Katrín.
Hinsegin Mest lesið Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent Fleiri fréttir Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent