Aðgerðasinnar á lyklaborðunum Friðrika Benónýsdóttir skrifar 20. febrúar 2014 07:00 Mikið hefur verið rætt um þá byltingu sem samfélagsmiðlarnir hafa í för með sér þegar kemur að því að taka virkan þátt í mótmælum og andófi gegn yfirgangi og valdníðslu stjórnvalda víðs vegar um heiminn. Því hefur jafnvel verið haldið fram að þeir komist næst því að geta kallast virkt lýðræði af öllum þeim tækjum sem hinn almenni borgari hefur haft á valdi sínu til mótmæla í gegnum söguna. Og vissulega geta þeir verið öflug verkfæri í því að koma upp um alls kyns svínarí og hópa fólki saman til að mótmæla því. En virka þeir í raun til þess að hafa hemil á stjórnvöldum eða eru þeir einungis enn ein dúsan sem við huggum okkur við í stað þess að taka virkan þátt í þjóðfélaginu? Á hverjum einasta degi fyllast fréttaveitur Facebook-notenda af fréttum og greinum um einhver umdeild mál sem hæst ber þann daginn. Fólk deilir þessu í gríð og erg með misgáfulegum kommentum og þykist þar með hafa lagt sitt af mörkum til þjóðfélagsumræðunnar. Æsingurinn stendur í mesta lagi í tvo til þrjá daga en þá veldur offramboðið því að fólk er orðið hundleitt á viðkomandi umræðuefni eða æsingamáli og kapphlaupið snýst um að finna nýtt æsingaefni til að deila. Þannig virðast Facebook, Twitter og aðrir samfélagsmiðlar í raun oft fremur stuðla að því að kæfa umræðuna en hvetja hana og þeir sem lifa í þeirri sælu trú að þeir séu virkir í andófinu eru í raun aðeins virkir á eigin lyklaborði. Annað sem samfélagsmiðlunum hefur verið hrósað fyrir er hversu auðvelt er að láta boð út ganga um alls kyns viðburði og þá ekki síst mótmælaaðgerðir gegn ákveðnum málum, stefnum og atburðum. Það er alveg rétt að með einum smelli er hægt að senda boð á þúsundir manna og láta vita af fyrirhuguðum aðgerðum, safna jákvæðum viðbrögðum og fá fjölda manns til að staðfesta þátttöku í mótmælum eða umræðufundum um umdeild mál. Neikvæða hliðin á þeirri þróun er hins vegar sú að ansi margir virðast álíta að með því að staðfesta þátttöku sína í viðkomandi aðgerð á Facebook sé fólk búið að gera skyldu sína og frekari aðgerða sé ekki þörf. Það geti hallað sér aftur í makindum og klappað sjálfu sér á bakið fyrir að vera aktífir og ábyrgir þjóðfélagsþegnar. Gott dæmi um það eru nýleg mótmæli við innanríkisráðuneytið þar sem um tvö hundruð manns höfðu staðfest mætingu á Facebook-viðburðinn en einungis örfáir mættu í raun. Þar virkaði dreifing viðburðarins á samfélagsmiðlum alveg öfugt og það virðist verða æ algengara að fólk láti stafræna nærveru nægja á viðburði sem dreift er á samfélagsmiðlum. Við lifum lífi okkar í sífellt meiri mæli í stafrænum heimi en stafræn þátttaka í samfélaginu kemur ekki í staðinn fyrir virka þátttöku og virkilega er ástæða til að vera vakandi fyrir því að fylgja málum eftir í raunheimum. Að öðrum kosti er hætta á að samfélagsmiðlarnir geri meira ógagn en gagn í baráttunni fyrir betri heimi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Friðrika Benónýsdóttir Mest lesið Aðför að réttindum verkafólks Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson Skoðun Halldór 28.12.2024 Halldór Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Vilja Ísland í evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Mikið hefur verið rætt um þá byltingu sem samfélagsmiðlarnir hafa í för með sér þegar kemur að því að taka virkan þátt í mótmælum og andófi gegn yfirgangi og valdníðslu stjórnvalda víðs vegar um heiminn. Því hefur jafnvel verið haldið fram að þeir komist næst því að geta kallast virkt lýðræði af öllum þeim tækjum sem hinn almenni borgari hefur haft á valdi sínu til mótmæla í gegnum söguna. Og vissulega geta þeir verið öflug verkfæri í því að koma upp um alls kyns svínarí og hópa fólki saman til að mótmæla því. En virka þeir í raun til þess að hafa hemil á stjórnvöldum eða eru þeir einungis enn ein dúsan sem við huggum okkur við í stað þess að taka virkan þátt í þjóðfélaginu? Á hverjum einasta degi fyllast fréttaveitur Facebook-notenda af fréttum og greinum um einhver umdeild mál sem hæst ber þann daginn. Fólk deilir þessu í gríð og erg með misgáfulegum kommentum og þykist þar með hafa lagt sitt af mörkum til þjóðfélagsumræðunnar. Æsingurinn stendur í mesta lagi í tvo til þrjá daga en þá veldur offramboðið því að fólk er orðið hundleitt á viðkomandi umræðuefni eða æsingamáli og kapphlaupið snýst um að finna nýtt æsingaefni til að deila. Þannig virðast Facebook, Twitter og aðrir samfélagsmiðlar í raun oft fremur stuðla að því að kæfa umræðuna en hvetja hana og þeir sem lifa í þeirri sælu trú að þeir séu virkir í andófinu eru í raun aðeins virkir á eigin lyklaborði. Annað sem samfélagsmiðlunum hefur verið hrósað fyrir er hversu auðvelt er að láta boð út ganga um alls kyns viðburði og þá ekki síst mótmælaaðgerðir gegn ákveðnum málum, stefnum og atburðum. Það er alveg rétt að með einum smelli er hægt að senda boð á þúsundir manna og láta vita af fyrirhuguðum aðgerðum, safna jákvæðum viðbrögðum og fá fjölda manns til að staðfesta þátttöku í mótmælum eða umræðufundum um umdeild mál. Neikvæða hliðin á þeirri þróun er hins vegar sú að ansi margir virðast álíta að með því að staðfesta þátttöku sína í viðkomandi aðgerð á Facebook sé fólk búið að gera skyldu sína og frekari aðgerða sé ekki þörf. Það geti hallað sér aftur í makindum og klappað sjálfu sér á bakið fyrir að vera aktífir og ábyrgir þjóðfélagsþegnar. Gott dæmi um það eru nýleg mótmæli við innanríkisráðuneytið þar sem um tvö hundruð manns höfðu staðfest mætingu á Facebook-viðburðinn en einungis örfáir mættu í raun. Þar virkaði dreifing viðburðarins á samfélagsmiðlum alveg öfugt og það virðist verða æ algengara að fólk láti stafræna nærveru nægja á viðburði sem dreift er á samfélagsmiðlum. Við lifum lífi okkar í sífellt meiri mæli í stafrænum heimi en stafræn þátttaka í samfélaginu kemur ekki í staðinn fyrir virka þátttöku og virkilega er ástæða til að vera vakandi fyrir því að fylgja málum eftir í raunheimum. Að öðrum kosti er hætta á að samfélagsmiðlarnir geri meira ógagn en gagn í baráttunni fyrir betri heimi.
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun