Jöklar eiga í vök að verjast Jóhanna Margrét Einarsdóttir skrifar 20. febrúar 2014 17:00 Breiðamerkurjökull í Jökulsárlóni á það til að brotna upp mjög ört en getur þó stundum gengið fram þótt afkoma hans gefi ekki tilefni til.Fréttablaðið/Heiða „Lengstu skriðjöklarnir styttast mest,“ segir Oddur Sigurðsson jarðfræðingur. Hlýnun jarðar gerir það að verkum að jöklar eiga í vök að verjast. Því er spáð að jöklar Íslands verði horfnir innan tveggja alda. Fyrst fara skriðjöklarnir og svo meginjöklarnir. Á síðustu öld hvarf einn jökull, Okjökull. „Hann hefur rýrnað svo mikið að hann er kominn niður fyrir tíu prósent af því sem hann var um aldamótin 1900. Nú er einungis eftir smá svellstykki. Það er svo þunnt að það skríður ekki og því er ekki lengur hægt að kalla þetta jökul,“ segir Oddur. Oddur hefur mælt framskrið og hopun skriðjökla síðastliðinn aldarfjórðung eða svo. Jökulsporða var vitjað á 46 mælistöðum síðastliðið sumar. Á nær öllum mælistöðvunum höfðu skriðjöklarnir hopað, mismikið þó. „Hitastigið ræður mestu um afkomu jöklanna, mun meiru en úrkoma. Einn af þeim jöklum sem ég hef fylgst hvað lengst og mest með er Sólheimajökull sem gengur út úr Mýrdalsjökli. Ég hef lært mikið af honum. Hann sýnir mjög skýr viðbrögð við loftslaginu,“ segir Oddur og bætir við að þegar hann setji saman á línurit sumarhitann í Stykkishólmi og sporðabreytingar á Sólheimajökli sé mikil fylgni þar á milli. Sá jökull sem minnkaði mest síðastliðið ár var Heinabergsjökull. Hann hopaði um hátt í kílómetra en ýmislegt getur haft áhrif á mælingarnar. „Vegna þess að undirlag jökla er ekki alls staðar slétt og jafnt koma rykkir í mælinguna þegar jökulsporðurinn liggur fram á hæð eða er í lægð í landslaginu. Einnig eru sumir jöklar huldir einangrandi aurkápu í sporðinn og þá gengur mjög hægt á þá um skeið en að lokum slitnar einangraði ísbunkinn framan af jöklinum og þá styttist jökullinn skyndilega,“ segir Oddur. Hann segir að jöklar sem eru á floti í sporðinn, til dæmis Breiðamerkurjökull í Jökulsárlóni, eigi það til að brotna upp mjög ört en geti þó stundum gengið fram þó að afkoma þeirra gefi ekki tilefni til. Svo eru framhlaupsjöklar eins og Tungnárjökull. Þeir styttast að jafnaði mikið miðað við aðra jökla en svo hlaupa þeir skyndilega fram langar leiðir á örskömmum tíma án þess að menn hafi fundið fullnægjandi skýringu á því háttalagi. Loftslagsmál Mest lesið Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þrír handteknir eftir að myndskeið fór í dreifingu Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Fleiri fréttir Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Verndartollar í Evrópu og kortavelta eykst Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Skotvopnin reyndust eftirlíkingar Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Sjá meira
„Lengstu skriðjöklarnir styttast mest,“ segir Oddur Sigurðsson jarðfræðingur. Hlýnun jarðar gerir það að verkum að jöklar eiga í vök að verjast. Því er spáð að jöklar Íslands verði horfnir innan tveggja alda. Fyrst fara skriðjöklarnir og svo meginjöklarnir. Á síðustu öld hvarf einn jökull, Okjökull. „Hann hefur rýrnað svo mikið að hann er kominn niður fyrir tíu prósent af því sem hann var um aldamótin 1900. Nú er einungis eftir smá svellstykki. Það er svo þunnt að það skríður ekki og því er ekki lengur hægt að kalla þetta jökul,“ segir Oddur. Oddur hefur mælt framskrið og hopun skriðjökla síðastliðinn aldarfjórðung eða svo. Jökulsporða var vitjað á 46 mælistöðum síðastliðið sumar. Á nær öllum mælistöðvunum höfðu skriðjöklarnir hopað, mismikið þó. „Hitastigið ræður mestu um afkomu jöklanna, mun meiru en úrkoma. Einn af þeim jöklum sem ég hef fylgst hvað lengst og mest með er Sólheimajökull sem gengur út úr Mýrdalsjökli. Ég hef lært mikið af honum. Hann sýnir mjög skýr viðbrögð við loftslaginu,“ segir Oddur og bætir við að þegar hann setji saman á línurit sumarhitann í Stykkishólmi og sporðabreytingar á Sólheimajökli sé mikil fylgni þar á milli. Sá jökull sem minnkaði mest síðastliðið ár var Heinabergsjökull. Hann hopaði um hátt í kílómetra en ýmislegt getur haft áhrif á mælingarnar. „Vegna þess að undirlag jökla er ekki alls staðar slétt og jafnt koma rykkir í mælinguna þegar jökulsporðurinn liggur fram á hæð eða er í lægð í landslaginu. Einnig eru sumir jöklar huldir einangrandi aurkápu í sporðinn og þá gengur mjög hægt á þá um skeið en að lokum slitnar einangraði ísbunkinn framan af jöklinum og þá styttist jökullinn skyndilega,“ segir Oddur. Hann segir að jöklar sem eru á floti í sporðinn, til dæmis Breiðamerkurjökull í Jökulsárlóni, eigi það til að brotna upp mjög ört en geti þó stundum gengið fram þó að afkoma þeirra gefi ekki tilefni til. Svo eru framhlaupsjöklar eins og Tungnárjökull. Þeir styttast að jafnaði mikið miðað við aðra jökla en svo hlaupa þeir skyndilega fram langar leiðir á örskömmum tíma án þess að menn hafi fundið fullnægjandi skýringu á því háttalagi.
Loftslagsmál Mest lesið Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þrír handteknir eftir að myndskeið fór í dreifingu Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Fleiri fréttir Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Verndartollar í Evrópu og kortavelta eykst Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Skotvopnin reyndust eftirlíkingar Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Sjá meira
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“