Sýrt myndband Starwalker hressir Ólöf Skaftadóttir skrifar 19. febrúar 2014 00:01 Úr tökunum MYNDIR/Jeaneen Lund „Myndbandið hefur fengið frábærar viðtökur,“ segir Barði Jóhannsson, sem skipar hljómsveitina Starwalker, ásamt JB Dunckel, sem er best þekktur úr hljómsveitinni Air. Þeir félagar frumsýndu sitt annað myndband á vefsíðu Rolling Stone Magazine á dögunum, við lagið Losers Can Win. „Okkur langaði að gera eitthvað sem væri ólíkt því sem við höfum gert áður og eitthvað sem fólk myndi ekki búast við frá okkur. Myndband sem myndi hressa, en væri samt smá sýrt með vísun í áttunda og níunda áratuginn. Planið var að vera á mörkum þess að vera „loser“ og „winner“. Eins og segir í textanum þá þarf ekkert endilega að vera flókið það sem er gott, þú getur gert einfalt lag, en þá er bara málið að velja réttu nóturnar. Svo sér karma lögreglan um að láta taparana vinna!“ heldur Barði áfram.Sævar og JB Dunckel„Við höfum verið með kúlur í báðum vídeóunum okkar, og ég held við höldum því bara. Svo vildum við að stelpurnar væru rokkstjörnurnar og við meira eins hljóðfæraleikarar.“Leikstjóri myndbandsins er Sævar Guðmundsson, sem hefur leikstýrði einnig fyrsta myndbandi sveitarinnar við lagið Bad Weather. „Myndbandið við Losers Can Win var tekið í París og við ætluðum að skjóta utandyra, við kastala og hallir og hafa þetta dálítið flott. En þegar til Parísar var komið var svo kalt, að það var ekki hægt að bjóða Parísarbúum upp á útiveruna, þannig að við enduðum á að taka myndbandið inni í Air-hljóðverinu,“ segir Sævar, og bætir við að þeir hafi skemmt sér konunglega við tökurnar, þó að eitt og annað hafi farið úrskeiðis í tökunum. „Eitt skotið var þannig að við létum Barða liggja á hliðinni og svo átti glimmer að koma í gusum og detta ofan á hann í frekar miklu magni. Það gekk ekki betur en svo að þegar fyrsta gusan kom fór allt glimmerið beint inn í augað á Barða. Við eyddum hálfum tökudegi í að reyna að plokka þetta úr augunum á honum,“ segir Sævar, léttur í bragði. Sævar og Barði hafa unnið mikið saman, meðal annars við gerð íslensku þáttaraðarinnar Réttur, en Sævar leikstýrði fyrstu tveimur seríunum, þar sem Barði sá um tónlistina. Starwalker gefa út sína fyrstu smáskífu, sem heitir einnig Losers Can Win, þann átjánda mars næstkomandi. Hér að neðan má sjá myndbandið við Losers Can Win. Tónlist Mest lesið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Lífið Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Lífið PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Menning Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Fleiri fréttir „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
„Myndbandið hefur fengið frábærar viðtökur,“ segir Barði Jóhannsson, sem skipar hljómsveitina Starwalker, ásamt JB Dunckel, sem er best þekktur úr hljómsveitinni Air. Þeir félagar frumsýndu sitt annað myndband á vefsíðu Rolling Stone Magazine á dögunum, við lagið Losers Can Win. „Okkur langaði að gera eitthvað sem væri ólíkt því sem við höfum gert áður og eitthvað sem fólk myndi ekki búast við frá okkur. Myndband sem myndi hressa, en væri samt smá sýrt með vísun í áttunda og níunda áratuginn. Planið var að vera á mörkum þess að vera „loser“ og „winner“. Eins og segir í textanum þá þarf ekkert endilega að vera flókið það sem er gott, þú getur gert einfalt lag, en þá er bara málið að velja réttu nóturnar. Svo sér karma lögreglan um að láta taparana vinna!“ heldur Barði áfram.Sævar og JB Dunckel„Við höfum verið með kúlur í báðum vídeóunum okkar, og ég held við höldum því bara. Svo vildum við að stelpurnar væru rokkstjörnurnar og við meira eins hljóðfæraleikarar.“Leikstjóri myndbandsins er Sævar Guðmundsson, sem hefur leikstýrði einnig fyrsta myndbandi sveitarinnar við lagið Bad Weather. „Myndbandið við Losers Can Win var tekið í París og við ætluðum að skjóta utandyra, við kastala og hallir og hafa þetta dálítið flott. En þegar til Parísar var komið var svo kalt, að það var ekki hægt að bjóða Parísarbúum upp á útiveruna, þannig að við enduðum á að taka myndbandið inni í Air-hljóðverinu,“ segir Sævar, og bætir við að þeir hafi skemmt sér konunglega við tökurnar, þó að eitt og annað hafi farið úrskeiðis í tökunum. „Eitt skotið var þannig að við létum Barða liggja á hliðinni og svo átti glimmer að koma í gusum og detta ofan á hann í frekar miklu magni. Það gekk ekki betur en svo að þegar fyrsta gusan kom fór allt glimmerið beint inn í augað á Barða. Við eyddum hálfum tökudegi í að reyna að plokka þetta úr augunum á honum,“ segir Sævar, léttur í bragði. Sævar og Barði hafa unnið mikið saman, meðal annars við gerð íslensku þáttaraðarinnar Réttur, en Sævar leikstýrði fyrstu tveimur seríunum, þar sem Barði sá um tónlistina. Starwalker gefa út sína fyrstu smáskífu, sem heitir einnig Losers Can Win, þann átjánda mars næstkomandi. Hér að neðan má sjá myndbandið við Losers Can Win.
Tónlist Mest lesið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Lífið Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Lífið PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Menning Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Fleiri fréttir „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira