Eru konur öðruvísi en karlar? Teitur Guðmundsson skrifar 18. febrúar 2014 10:17 Samspil kynjanna og munurinn á milli þeirra er endalaus uppspretta nýrra greina, bóka, kvikmynda, leikrita, já, nefndu það bara. Við erum geysilega upptekin af því að bera kynin saman, sérstaklega að reyna að ráða gátur hvort annars. Gefa ráð um það hvernig okkur gæti tekist betur upp í samskiptum við hitt kynið, helst einhverjar skyndilausnir og leiðbeiningar sem geta auðsjáanlega ekki átt við alla einstaklinga. Samt virðist endalaus markaður fyrir slíkt, handbækur um hvaðeina og misgáfuleg ráð til einstaklinga af báðum kynjum. Fimm þetta, sjö hitt, tíu ráð til að ná árangri í lífinu, megrast, lifa góðu kynlífi eða missa ekki hárið, svo dæmi séu tekin. Sitt sýnist hverjum og eftir því sem umræðan er meiri og aðgengi að upplýsingum betra, eru minni líkur á að það sé hægt að plata okkur upp úr skónum. Við ættum öll að vita það að lífið er ekki einfalt og þá vitum við að hver einstaklingur er eins og orðið segir, einstakur. Af því leiðir að nálgun okkar á hlutina verður að taka mið af því. Engu að síður er stöðugt verið að gefa leiðbeiningar sem byggja á heildinni. Sennilega erum við ekki búin að rannsaka hlutina nægjanlega vel ennþá til að vera nákvæmari en raun ber vitni og sá tími mun að öllum líkindum aldrei koma að okkur fylgi handbækur.Munurinn milli kynjanna Það eru þó ákveðin atriði sem við vitum að eru mismunandi milli kynjanna og skipta máli þegar kemur að sjúkdómum og forvörnum. Þar er auðvitað hið augljósa sem tengist kyn- og æxlunarfærum sem eru ekki eins og því gjörólíkar áherslur sem eru lagðar til að mynda við krabbameinsforvarnir. Konur fara í skimun með tilliti til legháls- og brjóstakrabbameina. Karlar eru ekki skimaðir í dag vegna þess að við eigum ekki nægjanlega traustar aðferðir til þessa varðandi eistna- og blöðruhálskirtilskrabbamein. Allir eru þó sammála því að skima fyrir ristilkrabbameini hjá báðum kynjum, en svo virðist sem konur fái meinið eitthvað síðar á æviskeiðinu og að það finnist á öðrum stöðum í ristlinum en hjá körlunum. Nýlega var fjallað um að krabbameinslyf hefðu misgóða virkni í sömu æxlum milli kynja, svo það sýnir enn og aftur að við erum ekki eins. Ef við veltum þá fyrir okkur öðrum líffærakerfum kemur í ljós að mikill munur er á milli kynjanna í þróun ýmissa sjúkdóma. Við vitum að það er munur á samsetningu heilavefs karla og kvenna, þá einnig hvernig heilinn virðist notaður, en nýjasta tækni sýnir mikinn mun þar á. Það gæti skýrt muninn á því hvernig konum og körlum reiðir af eftir heilaáföll, hvaða einkenni þau sýna í bráðafasanum og hverjar eru undirliggjandi ástæður fyrir áfallinu sjálfu. Mun algengara er að karlar fái slík áföll á grunni æðakölkunar á meðan konur skjóta frekar blóðtöppum, ef marka má rannsóknir. Þá eru til tölur um það að astmi sé algengari hjá drengjum en stúlkum en það snýst við á eldri árum. Það kann að tengjast hormónastarfsemi en einnig öðrum þáttum sem við skiljum ekki fyllilega ennþá. Hluti af muninum milli kynjanna liggur örugglega í genunum og þá sérstaklega X og Y litningum. Rannsóknir sýna þessu til stuðnings að kynin virðast bregðast mismunandi við lyfjum, sem byggir ekki eingöngu á þyngd eða vöðvamassa heldur efnaskiptum og slíkt kann að verða mikilvægt í framtíðinni með tilliti til skammtastærða.Misjöfn einkenni Algengustu kvillarnir sem herja á Vesturlandabúa í dag eru hjarta- og æðasjúkdómar og enn er munur þar á milli kynjanna. Bæði hvað varðar tíðni, aldur við greiningu og síðast en ekki síst einkenni sem geta verið mjög misjöfn. Konur geta fundið fyrir þreytu, orkuleysi, magaverk, óróleika, spennu eða kvíða sem einu einkennum hjartaáfalls. En almennt er talað um verki eða þyngsl fyrir brjósti, leiðni í handlegg, háls, kjálka, sting á milli herðablaða, áreynslubundin óþægindi eða stöðugan verk og tilfinninguna að vera í lífshættu. Vitaskuld geta konur fundið fyrir öllum þessum einkennum en mikilvægt er að hvetja til vitundarvakningar á þeim mun sem er á milli kynjanna, sérstaklega hvað varðar þennan mikla vágest sem aðra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Teitur Guðmundsson Mest lesið „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Samspil kynjanna og munurinn á milli þeirra er endalaus uppspretta nýrra greina, bóka, kvikmynda, leikrita, já, nefndu það bara. Við erum geysilega upptekin af því að bera kynin saman, sérstaklega að reyna að ráða gátur hvort annars. Gefa ráð um það hvernig okkur gæti tekist betur upp í samskiptum við hitt kynið, helst einhverjar skyndilausnir og leiðbeiningar sem geta auðsjáanlega ekki átt við alla einstaklinga. Samt virðist endalaus markaður fyrir slíkt, handbækur um hvaðeina og misgáfuleg ráð til einstaklinga af báðum kynjum. Fimm þetta, sjö hitt, tíu ráð til að ná árangri í lífinu, megrast, lifa góðu kynlífi eða missa ekki hárið, svo dæmi séu tekin. Sitt sýnist hverjum og eftir því sem umræðan er meiri og aðgengi að upplýsingum betra, eru minni líkur á að það sé hægt að plata okkur upp úr skónum. Við ættum öll að vita það að lífið er ekki einfalt og þá vitum við að hver einstaklingur er eins og orðið segir, einstakur. Af því leiðir að nálgun okkar á hlutina verður að taka mið af því. Engu að síður er stöðugt verið að gefa leiðbeiningar sem byggja á heildinni. Sennilega erum við ekki búin að rannsaka hlutina nægjanlega vel ennþá til að vera nákvæmari en raun ber vitni og sá tími mun að öllum líkindum aldrei koma að okkur fylgi handbækur.Munurinn milli kynjanna Það eru þó ákveðin atriði sem við vitum að eru mismunandi milli kynjanna og skipta máli þegar kemur að sjúkdómum og forvörnum. Þar er auðvitað hið augljósa sem tengist kyn- og æxlunarfærum sem eru ekki eins og því gjörólíkar áherslur sem eru lagðar til að mynda við krabbameinsforvarnir. Konur fara í skimun með tilliti til legháls- og brjóstakrabbameina. Karlar eru ekki skimaðir í dag vegna þess að við eigum ekki nægjanlega traustar aðferðir til þessa varðandi eistna- og blöðruhálskirtilskrabbamein. Allir eru þó sammála því að skima fyrir ristilkrabbameini hjá báðum kynjum, en svo virðist sem konur fái meinið eitthvað síðar á æviskeiðinu og að það finnist á öðrum stöðum í ristlinum en hjá körlunum. Nýlega var fjallað um að krabbameinslyf hefðu misgóða virkni í sömu æxlum milli kynja, svo það sýnir enn og aftur að við erum ekki eins. Ef við veltum þá fyrir okkur öðrum líffærakerfum kemur í ljós að mikill munur er á milli kynjanna í þróun ýmissa sjúkdóma. Við vitum að það er munur á samsetningu heilavefs karla og kvenna, þá einnig hvernig heilinn virðist notaður, en nýjasta tækni sýnir mikinn mun þar á. Það gæti skýrt muninn á því hvernig konum og körlum reiðir af eftir heilaáföll, hvaða einkenni þau sýna í bráðafasanum og hverjar eru undirliggjandi ástæður fyrir áfallinu sjálfu. Mun algengara er að karlar fái slík áföll á grunni æðakölkunar á meðan konur skjóta frekar blóðtöppum, ef marka má rannsóknir. Þá eru til tölur um það að astmi sé algengari hjá drengjum en stúlkum en það snýst við á eldri árum. Það kann að tengjast hormónastarfsemi en einnig öðrum þáttum sem við skiljum ekki fyllilega ennþá. Hluti af muninum milli kynjanna liggur örugglega í genunum og þá sérstaklega X og Y litningum. Rannsóknir sýna þessu til stuðnings að kynin virðast bregðast mismunandi við lyfjum, sem byggir ekki eingöngu á þyngd eða vöðvamassa heldur efnaskiptum og slíkt kann að verða mikilvægt í framtíðinni með tilliti til skammtastærða.Misjöfn einkenni Algengustu kvillarnir sem herja á Vesturlandabúa í dag eru hjarta- og æðasjúkdómar og enn er munur þar á milli kynjanna. Bæði hvað varðar tíðni, aldur við greiningu og síðast en ekki síst einkenni sem geta verið mjög misjöfn. Konur geta fundið fyrir þreytu, orkuleysi, magaverk, óróleika, spennu eða kvíða sem einu einkennum hjartaáfalls. En almennt er talað um verki eða þyngsl fyrir brjósti, leiðni í handlegg, háls, kjálka, sting á milli herðablaða, áreynslubundin óþægindi eða stöðugan verk og tilfinninguna að vera í lífshættu. Vitaskuld geta konur fundið fyrir öllum þessum einkennum en mikilvægt er að hvetja til vitundarvakningar á þeim mun sem er á milli kynjanna, sérstaklega hvað varðar þennan mikla vágest sem aðra.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun