Fer fremst á sviðið á skemmtiferðaskipi Gunnar Leó Pálsson skrifar 12. febrúar 2014 09:00 Ragnar Zolberg kemur fram á útgáfutónleikum ásamt hljómsveit sinni, Sign í Austurbæ áður en hann heldur af stað í siglingu um Karíbahaf. F.v. Arnar Grétarsson, Ragnar Zolberg, Leo Margarit og Ragnar Ólafsson fréttablaðið/vilhelm „Þetta er geggjaður heiður en þetta er flókið efni og krefjandi,“ segir tónlistarmaðurinn Ragnar Zolberg sem þarf að bregða sér í hlutverk aðalsöngvara og aðalgítarleikara sænsku rokkhljómsveitarinnar Pain of Salvation. Fyrir stuttu fékk Daniel Gildenlöw, söngvari sveitarinnar, lífshættulega streptókokkasýkingu-a og hefur legið á gjörgæslu síðan. Ragnar hefur þó verið að vinna með hljómsveitinni undanfarin misseri en aldrei sem aðalsöngvari. Sveitin var bókuð á rokktónlistarhátíðina Progressive Nation at Sea, sem fram fer á skemmtiferðaskipi, þegar Gildenlöw veiktist. „Þetta er tónlistarhátíð sem fram fer á stóru skemmtiferðarskipi og það siglir frá Miami til Bahamaeyja í fjögurra daga siglingu,“ útskýrir Ragnar. Það varð ljóst að Daniel mundi ekki geta farið í siglinguna en hann spurði þá Ragnar hvort hann gæti fyllt í skarðið fyrir sig. „Þetta er mjög óvenjuleg beiðni þar sem Daniel er aðallagahöfundurinn og frontmaður hljómsveitarinnar. Hann er líka álitinn vera einn af hæfileikaríkari tónlistarmönnum innan prog-rokkgeirans og er þetta því stórt skarð að fylla.“ Ragnar nær að taka eina æfingu sem aðalsöngvari sveitarinnar áður haldið verður út. Gildenlöw er þekktur fyrir að geta sungið fimm áttundir en það eru ekki margir sem ná því. „Ég næ háu nótunum en næ ekki alveg bassaröddunum. Þetta verður eitthvert mix, ég fæ kannski smá hjálp frá hinum strákunum,“ segir Ragnar léttur í lundu. Ragnar heldur út til Bandaríkjanna í næstu viku og hefur þar með ekki langan tíma til að læra öll lögin að fullu. Í þessari tónlistarsiglingu koma fram meðal annars Jon Anderson, söngvari hljómsveitarinnar YES, Adrian Belew, sem unnið hefur með Frank Zappa, David Bowie og King Crimson, og eitt stærsta átrúnaðargoð Ragnars, Devin Townsend. Hljómsveit Ragnars, Sign, hefur undanfarna daga verið að æfa fyrir útgáfutónleika sveitarinnar sem fram fara í Austurbæ næstkomandi fimmtudag, til að fagna útgáfu fimmtu breiðskífu sinnar, Hermd. Leo Margarit, trommuleikari Pain of Salvation, sér um trommuleik á þessari plötu en hann mun einnig koma fram á útgáfutónleikum hljómsveitarinnar í Austurbæ. Tónleikarnir hefjast klukkan 21.00 og fer miðasala fram á midi.is. Tónlist Mest lesið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Lífið Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Fleiri fréttir Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
„Þetta er geggjaður heiður en þetta er flókið efni og krefjandi,“ segir tónlistarmaðurinn Ragnar Zolberg sem þarf að bregða sér í hlutverk aðalsöngvara og aðalgítarleikara sænsku rokkhljómsveitarinnar Pain of Salvation. Fyrir stuttu fékk Daniel Gildenlöw, söngvari sveitarinnar, lífshættulega streptókokkasýkingu-a og hefur legið á gjörgæslu síðan. Ragnar hefur þó verið að vinna með hljómsveitinni undanfarin misseri en aldrei sem aðalsöngvari. Sveitin var bókuð á rokktónlistarhátíðina Progressive Nation at Sea, sem fram fer á skemmtiferðaskipi, þegar Gildenlöw veiktist. „Þetta er tónlistarhátíð sem fram fer á stóru skemmtiferðarskipi og það siglir frá Miami til Bahamaeyja í fjögurra daga siglingu,“ útskýrir Ragnar. Það varð ljóst að Daniel mundi ekki geta farið í siglinguna en hann spurði þá Ragnar hvort hann gæti fyllt í skarðið fyrir sig. „Þetta er mjög óvenjuleg beiðni þar sem Daniel er aðallagahöfundurinn og frontmaður hljómsveitarinnar. Hann er líka álitinn vera einn af hæfileikaríkari tónlistarmönnum innan prog-rokkgeirans og er þetta því stórt skarð að fylla.“ Ragnar nær að taka eina æfingu sem aðalsöngvari sveitarinnar áður haldið verður út. Gildenlöw er þekktur fyrir að geta sungið fimm áttundir en það eru ekki margir sem ná því. „Ég næ háu nótunum en næ ekki alveg bassaröddunum. Þetta verður eitthvert mix, ég fæ kannski smá hjálp frá hinum strákunum,“ segir Ragnar léttur í lundu. Ragnar heldur út til Bandaríkjanna í næstu viku og hefur þar með ekki langan tíma til að læra öll lögin að fullu. Í þessari tónlistarsiglingu koma fram meðal annars Jon Anderson, söngvari hljómsveitarinnar YES, Adrian Belew, sem unnið hefur með Frank Zappa, David Bowie og King Crimson, og eitt stærsta átrúnaðargoð Ragnars, Devin Townsend. Hljómsveit Ragnars, Sign, hefur undanfarna daga verið að æfa fyrir útgáfutónleika sveitarinnar sem fram fara í Austurbæ næstkomandi fimmtudag, til að fagna útgáfu fimmtu breiðskífu sinnar, Hermd. Leo Margarit, trommuleikari Pain of Salvation, sér um trommuleik á þessari plötu en hann mun einnig koma fram á útgáfutónleikum hljómsveitarinnar í Austurbæ. Tónleikarnir hefjast klukkan 21.00 og fer miðasala fram á midi.is.
Tónlist Mest lesið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Lífið Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Fleiri fréttir Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira