Mezzoforte spilar á Svalbarða Gunnar Leó Pálsson skrifar 7. febrúar 2014 10:30 Mezzoforte eru hér alsælir á Svalbarða en þeir þurfa að passa sig á ísbirnunum. mynd/einkasafn „Við verðum hér bara í einn dag, fljúgum svo til Óslóar og síðan förum við til Danmerkur,“ segir Gunnlaugur Briem, trommuleikari Mezzoforte, en hljómsveitin er nú stödd á Svalbarða, sem er einn viðkomustaða á tónleikaferðalagi hennar. Þar kemur hún fram á djasshátíðinni Polarjazz en þetta er nyrsta djasshátíð sem finnst í heiminum. Hún er jafnframt fyrsta íslenska sveitin til að koma fram á hátíðinni. „Aðbúnaðurinn er uppá það besta en það er reyndar frekar kalt hérna og svo myrkur allan sólarhringinn,“ útskýrir Gunnlaugur. Tónleikarnir eru hluti af Skandinavíu- og Þýskalandstúr Mezzoforte. „Við höfum spilað mikið í Noregi en höfum aldrei farið svona norðarlega,“ bætir Gunnlaugur við. Polarjazz-hátíðin fer fram í Longyearbyen sem er stærsta þorpið á Svalbarða. „Hér búa um 2.500 manns en þrjú þúsund ísbirnir,“ segir Gunnlaugur og bætir við að meðlimir sveitarinnar hafi enn ekki rekist á lifandi ísbjörn. „Við sáum bara uppstoppaðan ísbjörn í flugstöðinni.“ Mezzoforte klárar tónleikaferðalagið um miðjan mánuðinn en alls eru ellefu tónleikar bókaðir á tónleikaferðalaginu. Tónlist Mest lesið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Lada Sport okkar tíma Lífið samstarf Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Lífið Fleiri fréttir „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
„Við verðum hér bara í einn dag, fljúgum svo til Óslóar og síðan förum við til Danmerkur,“ segir Gunnlaugur Briem, trommuleikari Mezzoforte, en hljómsveitin er nú stödd á Svalbarða, sem er einn viðkomustaða á tónleikaferðalagi hennar. Þar kemur hún fram á djasshátíðinni Polarjazz en þetta er nyrsta djasshátíð sem finnst í heiminum. Hún er jafnframt fyrsta íslenska sveitin til að koma fram á hátíðinni. „Aðbúnaðurinn er uppá það besta en það er reyndar frekar kalt hérna og svo myrkur allan sólarhringinn,“ útskýrir Gunnlaugur. Tónleikarnir eru hluti af Skandinavíu- og Þýskalandstúr Mezzoforte. „Við höfum spilað mikið í Noregi en höfum aldrei farið svona norðarlega,“ bætir Gunnlaugur við. Polarjazz-hátíðin fer fram í Longyearbyen sem er stærsta þorpið á Svalbarða. „Hér búa um 2.500 manns en þrjú þúsund ísbirnir,“ segir Gunnlaugur og bætir við að meðlimir sveitarinnar hafi enn ekki rekist á lifandi ísbjörn. „Við sáum bara uppstoppaðan ísbjörn í flugstöðinni.“ Mezzoforte klárar tónleikaferðalagið um miðjan mánuðinn en alls eru ellefu tónleikar bókaðir á tónleikaferðalaginu.
Tónlist Mest lesið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Lada Sport okkar tíma Lífið samstarf Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Lífið Fleiri fréttir „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira