Tugir á slysadeild á dag vegna hálkuslysa Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar 30. janúar 2014 07:45 Erfitt getur verið að fóta sig á svellinu sem er víða á gangstéttum og götum. fréttablaðið/gva Gríðarlegt annríki hefur verið á slysadeild, röntgendeild og bæklunarskurðdeildum Landspítalans í Fossvogi vegna hálkuslysa að undanförnu. Nokkrir tugir einstaklinga hafa leitað þangað flesta daga síðastliðnar vikur eftir að hafa misst fótanna og skollið á svellbunka á götum og gangstéttum á höfuðborgarsvæðinu, að sögn Bryndísar Guðjónsdóttur, deildarstjóra á bráða- og göngudeild. „Á þriðjudaginn voru tíu manns lagðir inn til aðgerðar vegna ýmissa áverka af völdum hálkuslysa. Átta sem þurftu að fara í aðgerð voru sendir heim en áttu að koma í aðgerð í dag [gær]. Þetta voru til dæmis meiðsl á ökklum, hnjám, öxlum og annars staðar. Það er því mikið að gera á bæklunarskurðdeildum.“ Bryndís segir þá sem detta á öllum aldri og af báðum kynjum. „Þetta eru börn, fólk á miðjum aldri og aldraðir. Margir skella á höfuðið þegar þeir missa fótanna. Meiðsl á höfði og útlimabrot eru algengustu áverkarnir. Það þarf að sauma skurði og gifsa útlimi.“ Slysadeildin hefur ekki orðið uppiskroppa með gifs þótt beinbrotin hafi verið mörg. „Við eigum alltaf nægar birgðir,“ segir deildarstjórinn.Bryndís Guðjónsdóttir, deildarstjóri á bráða- og göngudeild Landspítalans í Fossvogi, segir marga skella á höfuðið þegar þeir missa fótanna í hálkunni. Höfuðmeiðsl og útlimabrot eru algengustu áverkarnir.Fréttablaðið/PjeturBiðtíminn getur orðið töluverður þegar svona margir leita aðstoðar. „Allir sem koma á bráðamóttöku eru forflokkaðir eftir alvarleika áverka eða veikinda þannig að þeir fara í forgang sem eru alvarlega slasaðir, með augljós brot, slæma verki og mest veikir. Það getur verið erfitt að áætla biðtíma en lengst hefur biðin verið fjórar til fimm klukkustundir.“ Bryndís leggur áherslu á að mikilvægt sé að huga að hálkuvörnum. „Á meðan það heldur áfram að rigna og frysta til skiptis sér ekki fyrir endann á þessu. Fólk þarf að huga vel að öllum hálkuvörnum. Gæta þarf þess að vera í réttum skófatnaði og með mannbrodda. Það má ekki gleyma hálkuvörnum barna. Nokkuð hefur borið á því að börn hafa verið að koma eftir fall á leiksvæðum við skóla, leikskóla og öðrum leiksvæðum. Það þarf að salta og sanda vel þessi svæði sem og heimreiðar.“ Að sögn Bryndísar hefur einnig verið töluvert um komur á bráðamóttöku síðastliðnar vikur vegna útafaksturs og umferðaróhappa vegna hálku á vegum. Veður Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Gríðarlegt annríki hefur verið á slysadeild, röntgendeild og bæklunarskurðdeildum Landspítalans í Fossvogi vegna hálkuslysa að undanförnu. Nokkrir tugir einstaklinga hafa leitað þangað flesta daga síðastliðnar vikur eftir að hafa misst fótanna og skollið á svellbunka á götum og gangstéttum á höfuðborgarsvæðinu, að sögn Bryndísar Guðjónsdóttur, deildarstjóra á bráða- og göngudeild. „Á þriðjudaginn voru tíu manns lagðir inn til aðgerðar vegna ýmissa áverka af völdum hálkuslysa. Átta sem þurftu að fara í aðgerð voru sendir heim en áttu að koma í aðgerð í dag [gær]. Þetta voru til dæmis meiðsl á ökklum, hnjám, öxlum og annars staðar. Það er því mikið að gera á bæklunarskurðdeildum.“ Bryndís segir þá sem detta á öllum aldri og af báðum kynjum. „Þetta eru börn, fólk á miðjum aldri og aldraðir. Margir skella á höfuðið þegar þeir missa fótanna. Meiðsl á höfði og útlimabrot eru algengustu áverkarnir. Það þarf að sauma skurði og gifsa útlimi.“ Slysadeildin hefur ekki orðið uppiskroppa með gifs þótt beinbrotin hafi verið mörg. „Við eigum alltaf nægar birgðir,“ segir deildarstjórinn.Bryndís Guðjónsdóttir, deildarstjóri á bráða- og göngudeild Landspítalans í Fossvogi, segir marga skella á höfuðið þegar þeir missa fótanna í hálkunni. Höfuðmeiðsl og útlimabrot eru algengustu áverkarnir.Fréttablaðið/PjeturBiðtíminn getur orðið töluverður þegar svona margir leita aðstoðar. „Allir sem koma á bráðamóttöku eru forflokkaðir eftir alvarleika áverka eða veikinda þannig að þeir fara í forgang sem eru alvarlega slasaðir, með augljós brot, slæma verki og mest veikir. Það getur verið erfitt að áætla biðtíma en lengst hefur biðin verið fjórar til fimm klukkustundir.“ Bryndís leggur áherslu á að mikilvægt sé að huga að hálkuvörnum. „Á meðan það heldur áfram að rigna og frysta til skiptis sér ekki fyrir endann á þessu. Fólk þarf að huga vel að öllum hálkuvörnum. Gæta þarf þess að vera í réttum skófatnaði og með mannbrodda. Það má ekki gleyma hálkuvörnum barna. Nokkuð hefur borið á því að börn hafa verið að koma eftir fall á leiksvæðum við skóla, leikskóla og öðrum leiksvæðum. Það þarf að salta og sanda vel þessi svæði sem og heimreiðar.“ Að sögn Bryndísar hefur einnig verið töluvert um komur á bráðamóttöku síðastliðnar vikur vegna útafaksturs og umferðaróhappa vegna hálku á vegum.
Veður Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira