Frumskógarleikur foreldra Álfrún Pálsdóttir skrifar 28. janúar 2014 06:00 Því miður, við getum ekki lofað neinu,“ heyrist hinum megin á línunni og kvíðahnúturinn í maganum stækkar. Hugurinn fer á fullt við að búa til excel-skjal yfir komandi mánuði og púsluspilið fram undan. Allir stórfjölskyldumeðlimir fá hlutverk og ströng tímatafla fest upp á ísskáp. Ástæðan fyrir þessum hernaðaraðgerðum næstu mánuði er einföld. Sex mánaða lögbundnu fæðingarorlofi mínu er að ljúka. Faðirinn tekur vissulega við en svo dettur einkasonurinn inn í ákveðið tómarúm þar sem hvorki ríkið né bæjarfélagið virðast taka ábyrgð á dagvistunarúrræðum. Foreldrar eru sendir út í óvissuna þar sem sá hæfasti lifir af. Í örvæntingu sinni, til þess eins og geta snúið aftur til vinnu og séð fyrir fjölskyldunni, ljúga sumir sig í nám eða borga á við heila húsaleigu á mánuði fyrir barnið í pössun. Ég hafði fengið fregnir af þessum frumskógarleik foreldra eftir fæðingarorlof og ætlaði aldeilis að hafa vaðið fyrir neðan mig. Í brjóstagjafaþokunni kortér eftir fæðingu sótti ég því um dagvistunarpláss fyrir hvítvoðunginn, dreng Viktorsson. En allt kom fyrir ekki. Hefði ég viljað forðast dagvistunarvesen hefði ég átt að plana getnaðinn í þaula. Mér skilst að september-október sé hentugur fyrir fæðingu barns vilji maður eiga einhvern möguleika á dagvistun strax að loknu orlofi. Af hverju er ekki hægt að koma á fót almennilegu fjölskyldukerfi með það að markmiði að koma til móts við barnafjölskyldur? Þar sem fæðingarorlof og leikskólapláss haldast í hendur. Hver er ástæðan fyrir þessu tómarúmi? Peningaleysi líklega, en það ætti að vera allra hagur að foreldrar snúi aftur á vinnumarkaðinn eða í nám og að barnið fái góða umönnun á meðan? Andvökunætur foreldra í orlofi eru nógu margar fyrir, þótt ekki bætist við þær áhyggjur vegna leikskólamála. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Álfrún Pálsdóttir Mest lesið Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun
Því miður, við getum ekki lofað neinu,“ heyrist hinum megin á línunni og kvíðahnúturinn í maganum stækkar. Hugurinn fer á fullt við að búa til excel-skjal yfir komandi mánuði og púsluspilið fram undan. Allir stórfjölskyldumeðlimir fá hlutverk og ströng tímatafla fest upp á ísskáp. Ástæðan fyrir þessum hernaðaraðgerðum næstu mánuði er einföld. Sex mánaða lögbundnu fæðingarorlofi mínu er að ljúka. Faðirinn tekur vissulega við en svo dettur einkasonurinn inn í ákveðið tómarúm þar sem hvorki ríkið né bæjarfélagið virðast taka ábyrgð á dagvistunarúrræðum. Foreldrar eru sendir út í óvissuna þar sem sá hæfasti lifir af. Í örvæntingu sinni, til þess eins og geta snúið aftur til vinnu og séð fyrir fjölskyldunni, ljúga sumir sig í nám eða borga á við heila húsaleigu á mánuði fyrir barnið í pössun. Ég hafði fengið fregnir af þessum frumskógarleik foreldra eftir fæðingarorlof og ætlaði aldeilis að hafa vaðið fyrir neðan mig. Í brjóstagjafaþokunni kortér eftir fæðingu sótti ég því um dagvistunarpláss fyrir hvítvoðunginn, dreng Viktorsson. En allt kom fyrir ekki. Hefði ég viljað forðast dagvistunarvesen hefði ég átt að plana getnaðinn í þaula. Mér skilst að september-október sé hentugur fyrir fæðingu barns vilji maður eiga einhvern möguleika á dagvistun strax að loknu orlofi. Af hverju er ekki hægt að koma á fót almennilegu fjölskyldukerfi með það að markmiði að koma til móts við barnafjölskyldur? Þar sem fæðingarorlof og leikskólapláss haldast í hendur. Hver er ástæðan fyrir þessu tómarúmi? Peningaleysi líklega, en það ætti að vera allra hagur að foreldrar snúi aftur á vinnumarkaðinn eða í nám og að barnið fái góða umönnun á meðan? Andvökunætur foreldra í orlofi eru nógu margar fyrir, þótt ekki bætist við þær áhyggjur vegna leikskólamála.
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun