Danirnir kolféllu aftur á prófinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. janúar 2014 06:00 Fyrirliðinn Jérôme Fernandez lyftir bikarnum á loft umkringdur frönsku hetjunum sem spila aldrei betur en í úrslitaleikjum. Vísir/AFP „Jafnvel í okkar villtustu draumum hefðum við ekki getað ímyndað okkur atburðarás sem þessa,“ sagði Claude Onesta, landsliðsþjálfari Frakka, eftir að strákarnir hans tóku Dani í kennslustund í úrslitaleiknum í Boxinu í Herning. Lokatölurnar urðu 41-32 fyrir Frakka sem komust í 7-2 snemma leiks og slepptu aldrei takinu á taugaveikluðum Dönum. „Danir höfðu undirbúið veislu en lið þeirra er ungt, komst aldrei upp á yfirborðið og í rauninni drukknaði það. Reynsla okkar gerði gæfumuninn,“ bætti Onesta við. Franski landsliðsþjálfarinn bætti enn einni rósinni í hnappagat sitt en hann tók við liðinu árið 2001 eftir að Frakkar urðu heimsmeistarar í annað skipti. Síðan þá hefur heimsmeistaratitillinn farið einu sinni til Frakklands, Evrópumeistaratitillinn var sá þriðji auk tveggja Ólympíumeistaratitla. Onesta er annar tveggja þjálfara í karlahandboltanum til að vinna öll þrjú stórmótin með landslið. Hinn er Vladimir Maximov sem gerði hið sama með Rússa á tíunda áratug síðustu aldar. Frakkar kepptu í fyrsta sinn til úrslita á stórmóti á HM í Svíþjóð árið 1993. Þá töpuðu þeir stórt fyrir Rússum en urðu svo heimsmeistarar hér á Íslandi árið 1995. Síðan hefur liðið keppt átta sinnum í úrslitum á stórmóti og alltaf staðið uppi sem sigurvegari. Risatap Dana vekur upp spurningar um taugar liðsins þegar mikið liggur við. Fyrir ári síðan fóru Danir í úrslit gegn Spánverjum á HM og steinlágu 35-19. Mótið var hið síðasta undir stjórn Ulriks Wilbek sem gerði liðið að Evrópumeisturum árið 2008 og aftur 2010. Það var titillinn sem verja átti nú.Guðmundur Þórður Guðmundsson tekur við þjálfun danska liðsins og er kannski pressu að einhverju leyti létt af honum að þurfa ekki að taka við Evrópumeisturum. Mannskapurinn er til staðar en líkt og í Barcelona í fyrra brugðust leikmennirnir á ögurstundu. Spánverjinn Joan Canellas skoraði átta mörk í bronsleiknum þar sem Króatar lágu í valnum 29-28. Mörkin dugðu Canellas til markakóngstitilsins með 50 mörk en Guðjón Valur Sigurðsson, sem spilaði leik færra en Spánverjinn, varð næstmarkahæstur með 44 mörk. EM 2014 karla Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Fleiri fréttir Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Sjá meira
„Jafnvel í okkar villtustu draumum hefðum við ekki getað ímyndað okkur atburðarás sem þessa,“ sagði Claude Onesta, landsliðsþjálfari Frakka, eftir að strákarnir hans tóku Dani í kennslustund í úrslitaleiknum í Boxinu í Herning. Lokatölurnar urðu 41-32 fyrir Frakka sem komust í 7-2 snemma leiks og slepptu aldrei takinu á taugaveikluðum Dönum. „Danir höfðu undirbúið veislu en lið þeirra er ungt, komst aldrei upp á yfirborðið og í rauninni drukknaði það. Reynsla okkar gerði gæfumuninn,“ bætti Onesta við. Franski landsliðsþjálfarinn bætti enn einni rósinni í hnappagat sitt en hann tók við liðinu árið 2001 eftir að Frakkar urðu heimsmeistarar í annað skipti. Síðan þá hefur heimsmeistaratitillinn farið einu sinni til Frakklands, Evrópumeistaratitillinn var sá þriðji auk tveggja Ólympíumeistaratitla. Onesta er annar tveggja þjálfara í karlahandboltanum til að vinna öll þrjú stórmótin með landslið. Hinn er Vladimir Maximov sem gerði hið sama með Rússa á tíunda áratug síðustu aldar. Frakkar kepptu í fyrsta sinn til úrslita á stórmóti á HM í Svíþjóð árið 1993. Þá töpuðu þeir stórt fyrir Rússum en urðu svo heimsmeistarar hér á Íslandi árið 1995. Síðan hefur liðið keppt átta sinnum í úrslitum á stórmóti og alltaf staðið uppi sem sigurvegari. Risatap Dana vekur upp spurningar um taugar liðsins þegar mikið liggur við. Fyrir ári síðan fóru Danir í úrslit gegn Spánverjum á HM og steinlágu 35-19. Mótið var hið síðasta undir stjórn Ulriks Wilbek sem gerði liðið að Evrópumeisturum árið 2008 og aftur 2010. Það var titillinn sem verja átti nú.Guðmundur Þórður Guðmundsson tekur við þjálfun danska liðsins og er kannski pressu að einhverju leyti létt af honum að þurfa ekki að taka við Evrópumeisturum. Mannskapurinn er til staðar en líkt og í Barcelona í fyrra brugðust leikmennirnir á ögurstundu. Spánverjinn Joan Canellas skoraði átta mörk í bronsleiknum þar sem Króatar lágu í valnum 29-28. Mörkin dugðu Canellas til markakóngstitilsins með 50 mörk en Guðjón Valur Sigurðsson, sem spilaði leik færra en Spánverjinn, varð næstmarkahæstur með 44 mörk.
EM 2014 karla Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Fleiri fréttir Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Sjá meira