Óréttlæti í styrkjakerfi milli kartöfluræktar og mjólkuriðnaðar Þorgils Jónsson skrifar 21. janúar 2014 09:27 Bergvin Jóhannsson á Áshóli í Grýtubakkahreppi segir uppskerubrest vegna veðurs síðustu ár og lágt verð til bænda hafa gengið nærri stétt kartöflubænda. mynd/Heiða.is Staða kartöflubænda hér á landi er erfið og hefur verið um nokkra hríð, aðallega vegna lágs verðs og uppskerubrests vegna veðurs. Bergvin Jóhannsson, bóndi á Áshóli og formaður Félags kartöflubænda, segir bændum hafa fækkað verulega síðustu ár og það sé óréttlátt að á meðan ríkið niðurgreiði mjólkurframleiðslu sé ekkert gert fyrir kartöflubændur.Haraldur Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, vakti máls á stöðu greinarinnar í umræðum um landbúnaðarafurðir á þingi í síðustu viku. Þar sagði Haraldur að búgreinin sem slík væri að komast á „válista“ vegna uppskerubrests og langvarandi lágra verða. Bergvin segir að sú mynd sem þarna var dregin upp sé nærri lagi. Samkvæmt nýjustu tölum eru 32 kartöflubændur á landinu, en fyrir rúmum áratug voru þeir um 200 talsins. Það verður þó vart mikil fækkun í þessum hópi á næstunni, að sögn Bergvins, þar sem flestir þeirra sem enn eru í framleiðslu myndu missa allt sitt ævistarf við að hætta rekstri. Bergvin segir að verðið til bænda hafi verið svo lágt um árabil að framleiðslan hafi ekki skilað nægum tekjum. „Og svo koma þessi ár með þessum áföllum,“ bætir hann við og á þar við uppskerubresti vegna veðurs síðustu ár. Verð til bænda er ákvarðað með samningum milli bænda og kaupenda, en Bergvin segir að síðustu ár hafi kaupendur ráðið ferðinni nærri einhliða, þó bændur hafi mætt aðeins meiri skilningi síðustu eitt eða tvö ár. Hann segir að kílóverð til bænda hafi jafnan verið um 30 til 40 krónum undir því sem þurfi til að koma rekstri kartöflubúa í eðlilegt horf. Það var lengi um 40 til 50 krónur og fór upp í 70, en á sama tíma tvöfaldaðist verð á áburði. Núna er verðið þó að þokast upp undir 100 krónur á kíló, en Bergvin segir það engu að síður svo lágt að það hamli framþróun. „Menn hafa ekki getað byggt nýjar geymslur, endurnýjað tól eða tæki eða fylgt tímanum í þessu. Þannig að það er ekki ofsagt að stéttin sé að komast á válista.“ Varðandi hvað ríkið geti gert til að koma til móts við kartöflubændur segist Bergvin hafa stungið upp á styrkjum til nýbygginga og fjárfestinga. Þær uppástungur hafi þó ekki hlotið mikinn hljómgrunn. „Ég sótti um styrk til Framleiðnisjóðs í fyrra vegna kaupa á nýrri tegund af arfaeyðingarvél sem gerir öll lyf óþörf, en þeir harðneituðu að styrkja það. Vélin kom þó mjög vel út í sumar og mér finnst ég sjá framtíð í því þó að þeir geri það ekki hjá Framleiðnisjóði.“ Bergvin segist hafa bent landbúnaðarráðherra á að það kosti um það bil það sama að framleiða eitt kíló af kartöflum og einn lítra af mjólk, en misjöfnu sé þó saman að líkja í þeim efnum. „Þeir styrkja mjólkurbændur með beingreiðslum um næstum helming af þeirri upphæð sem þeir fá frá samlögunum. Okkur finnst það óréttlátt að bú sem framleiðir mjólk í svipuðum tonnafjölda og við gerum af kartöflum skuli fá ríkisstyrk sem nemur hærri upphæð en það sem við fáum fyrir okkar vöru.“ Tengdar fréttir Kartöfluuppskeran klárast fyrr en áður Kartöflubændum fækkar vegna lágs verðs og uppskerubrests vegna veðurs. Þingmaður segir búgreinina vera að komast á válista. Kallað er eftir ríkisstyrkjum. 21. janúar 2014 07:00 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Fleiri fréttir Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Sjá meira
Staða kartöflubænda hér á landi er erfið og hefur verið um nokkra hríð, aðallega vegna lágs verðs og uppskerubrests vegna veðurs. Bergvin Jóhannsson, bóndi á Áshóli og formaður Félags kartöflubænda, segir bændum hafa fækkað verulega síðustu ár og það sé óréttlátt að á meðan ríkið niðurgreiði mjólkurframleiðslu sé ekkert gert fyrir kartöflubændur.Haraldur Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, vakti máls á stöðu greinarinnar í umræðum um landbúnaðarafurðir á þingi í síðustu viku. Þar sagði Haraldur að búgreinin sem slík væri að komast á „válista“ vegna uppskerubrests og langvarandi lágra verða. Bergvin segir að sú mynd sem þarna var dregin upp sé nærri lagi. Samkvæmt nýjustu tölum eru 32 kartöflubændur á landinu, en fyrir rúmum áratug voru þeir um 200 talsins. Það verður þó vart mikil fækkun í þessum hópi á næstunni, að sögn Bergvins, þar sem flestir þeirra sem enn eru í framleiðslu myndu missa allt sitt ævistarf við að hætta rekstri. Bergvin segir að verðið til bænda hafi verið svo lágt um árabil að framleiðslan hafi ekki skilað nægum tekjum. „Og svo koma þessi ár með þessum áföllum,“ bætir hann við og á þar við uppskerubresti vegna veðurs síðustu ár. Verð til bænda er ákvarðað með samningum milli bænda og kaupenda, en Bergvin segir að síðustu ár hafi kaupendur ráðið ferðinni nærri einhliða, þó bændur hafi mætt aðeins meiri skilningi síðustu eitt eða tvö ár. Hann segir að kílóverð til bænda hafi jafnan verið um 30 til 40 krónum undir því sem þurfi til að koma rekstri kartöflubúa í eðlilegt horf. Það var lengi um 40 til 50 krónur og fór upp í 70, en á sama tíma tvöfaldaðist verð á áburði. Núna er verðið þó að þokast upp undir 100 krónur á kíló, en Bergvin segir það engu að síður svo lágt að það hamli framþróun. „Menn hafa ekki getað byggt nýjar geymslur, endurnýjað tól eða tæki eða fylgt tímanum í þessu. Þannig að það er ekki ofsagt að stéttin sé að komast á válista.“ Varðandi hvað ríkið geti gert til að koma til móts við kartöflubændur segist Bergvin hafa stungið upp á styrkjum til nýbygginga og fjárfestinga. Þær uppástungur hafi þó ekki hlotið mikinn hljómgrunn. „Ég sótti um styrk til Framleiðnisjóðs í fyrra vegna kaupa á nýrri tegund af arfaeyðingarvél sem gerir öll lyf óþörf, en þeir harðneituðu að styrkja það. Vélin kom þó mjög vel út í sumar og mér finnst ég sjá framtíð í því þó að þeir geri það ekki hjá Framleiðnisjóði.“ Bergvin segist hafa bent landbúnaðarráðherra á að það kosti um það bil það sama að framleiða eitt kíló af kartöflum og einn lítra af mjólk, en misjöfnu sé þó saman að líkja í þeim efnum. „Þeir styrkja mjólkurbændur með beingreiðslum um næstum helming af þeirri upphæð sem þeir fá frá samlögunum. Okkur finnst það óréttlátt að bú sem framleiðir mjólk í svipuðum tonnafjölda og við gerum af kartöflum skuli fá ríkisstyrk sem nemur hærri upphæð en það sem við fáum fyrir okkar vöru.“
Tengdar fréttir Kartöfluuppskeran klárast fyrr en áður Kartöflubændum fækkar vegna lágs verðs og uppskerubrests vegna veðurs. Þingmaður segir búgreinina vera að komast á válista. Kallað er eftir ríkisstyrkjum. 21. janúar 2014 07:00 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Fleiri fréttir Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Sjá meira
Kartöfluuppskeran klárast fyrr en áður Kartöflubændum fækkar vegna lágs verðs og uppskerubrests vegna veðurs. Þingmaður segir búgreinina vera að komast á válista. Kallað er eftir ríkisstyrkjum. 21. janúar 2014 07:00