Mikil gleði og kraftur í kringum Floru Stefán Árni Pálsson skrifar 16. janúar 2014 07:30 Florentina Stanciu, sem sést hér í landsleik með Íslandi, hefur verið ótrúleg í marki Stjörnunnar á tímabilinu. Mynd/Vilhelm Fréttablaðið fékk þjálfara Olís-deildar kvenna til að velja þá leikmenn sem skara fram úr í deildinni. Í dag skoðum við hver er mikilvægasti leikmaður deildarinnar að mati þjálfaranna tólf en sami leikmaður er einnig besti markvörður deildarinnar. Florentina Stanciu eða Flora eins og hún er oftast kölluð er mikilvægasti leikmaður deildarinnar að mati þjálfaranna en hún stendur í marki Stjörnunnar á ný eftir nokkra fjarveru frá liðinu. Florentina er einnig besti markvörður deildarinnar. Valið kemur þjálfara hennar, Skúla Gunnsteinssyni, ekki á óvart. „Flora hefur allt að bera sem afreksíþróttamaður þarf að hafa til þess að ná langt í sinni grein,“ segir Skúli. „Hún leggur rosalega hart að sér og æfir ekki bara vel heldur einnig mjög skynsamlega. Hún hugsar mjög vel um sig og æfir aukalega sjálf. Flora er mjög svo fagleg í sinni nálgun á íþróttinni og er gríðarlegur keppnismaður í öllu,“ segir Skúli en Stjarnan er í efsta sæti deildarinnar eins og er. Skúli segir að það skipti engu máli hvort um sé að ræða upphitunarfótboltann eða alvöru keppnisleiki, Flora verður alltaf að fara með sigur af hólmi.Mikilvæg liðinu „Fyrir liðið er hún ótrúlega mikilvæg og það er ávallt ofboðslega mikil gleði og kraftur í kringum hana. Hún hefur jákvæð áhrif á liðið og gerir í leiðinni verkefni okkar mun skemmtilegri. Hún skilar mun meira til liðsins en bara að vera góð í marki og hvetur liðsfélaga sína alltaf áfram.“ Florentina lék fyrst með ÍBV á Íslandi áður en hún gekk til liðs við Stjörnuna árið 2006. Hún gekk síðan aftur í raðir ÍBV árið 2011 en fyrir núverandi tímabil kom markvörðurinn síðan aftur í Stjörnuna. Florentina hefur einnig leikið erlendis með Handball Metz Metropole í Frakklandi og Uni Ursus Cluj í Rúmeníu. Á ferlinum hefur hún unnið marga titla og orðið Íslandsmeistari bæði með ÍBV og Stjörnunni. „Ég held að flestir séu sammála því að markmannsstaðan sé mikilvægasta staðan á vellinum. Ef markmaðurinn ver öll skot andstæðingsins þá er ekki hægt að tapa og Flora er ótrúlega öflugur markvörður. Hún á mikinn þátt í því að liðinu gengur vel. Varnarleikur liðsins í heild sinni hefur verið góður í vetur og það hefur sitt að segja upp á markvörslu. Florentina er klárlega gríðarlega mikilvæg liðinu en ég myndi segja að andlegir og félagslegir eiginleikar hennar séu það sem gerir hana í raun ómissandi fyrir liðið.“ Flott fyrirmynd Að mati þjálfarans er Florentina mikill sigurvegari og ungum handknattleikskonum frábær fyrirmynd. „Hún er rosalega góð auglýsing fyrir handboltann og hefur mjög jákvæð áhrif hér á landi. Ég er ekki í nokkrum vafa um að hún eigi eftir að verða mjög skemmtileg í úrslitakeppninni fyrir alla þá sem fylgjast með handbolta.“ Olís-deild kvenna Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Í beinni: Wolves - Manchester United | Án sigurs mæta Úlfarnir Rauðu djöflunum Enski boltinn Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Fleiri fréttir Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM Sjá meira
Fréttablaðið fékk þjálfara Olís-deildar kvenna til að velja þá leikmenn sem skara fram úr í deildinni. Í dag skoðum við hver er mikilvægasti leikmaður deildarinnar að mati þjálfaranna tólf en sami leikmaður er einnig besti markvörður deildarinnar. Florentina Stanciu eða Flora eins og hún er oftast kölluð er mikilvægasti leikmaður deildarinnar að mati þjálfaranna en hún stendur í marki Stjörnunnar á ný eftir nokkra fjarveru frá liðinu. Florentina er einnig besti markvörður deildarinnar. Valið kemur þjálfara hennar, Skúla Gunnsteinssyni, ekki á óvart. „Flora hefur allt að bera sem afreksíþróttamaður þarf að hafa til þess að ná langt í sinni grein,“ segir Skúli. „Hún leggur rosalega hart að sér og æfir ekki bara vel heldur einnig mjög skynsamlega. Hún hugsar mjög vel um sig og æfir aukalega sjálf. Flora er mjög svo fagleg í sinni nálgun á íþróttinni og er gríðarlegur keppnismaður í öllu,“ segir Skúli en Stjarnan er í efsta sæti deildarinnar eins og er. Skúli segir að það skipti engu máli hvort um sé að ræða upphitunarfótboltann eða alvöru keppnisleiki, Flora verður alltaf að fara með sigur af hólmi.Mikilvæg liðinu „Fyrir liðið er hún ótrúlega mikilvæg og það er ávallt ofboðslega mikil gleði og kraftur í kringum hana. Hún hefur jákvæð áhrif á liðið og gerir í leiðinni verkefni okkar mun skemmtilegri. Hún skilar mun meira til liðsins en bara að vera góð í marki og hvetur liðsfélaga sína alltaf áfram.“ Florentina lék fyrst með ÍBV á Íslandi áður en hún gekk til liðs við Stjörnuna árið 2006. Hún gekk síðan aftur í raðir ÍBV árið 2011 en fyrir núverandi tímabil kom markvörðurinn síðan aftur í Stjörnuna. Florentina hefur einnig leikið erlendis með Handball Metz Metropole í Frakklandi og Uni Ursus Cluj í Rúmeníu. Á ferlinum hefur hún unnið marga titla og orðið Íslandsmeistari bæði með ÍBV og Stjörnunni. „Ég held að flestir séu sammála því að markmannsstaðan sé mikilvægasta staðan á vellinum. Ef markmaðurinn ver öll skot andstæðingsins þá er ekki hægt að tapa og Flora er ótrúlega öflugur markvörður. Hún á mikinn þátt í því að liðinu gengur vel. Varnarleikur liðsins í heild sinni hefur verið góður í vetur og það hefur sitt að segja upp á markvörslu. Florentina er klárlega gríðarlega mikilvæg liðinu en ég myndi segja að andlegir og félagslegir eiginleikar hennar séu það sem gerir hana í raun ómissandi fyrir liðið.“ Flott fyrirmynd Að mati þjálfarans er Florentina mikill sigurvegari og ungum handknattleikskonum frábær fyrirmynd. „Hún er rosalega góð auglýsing fyrir handboltann og hefur mjög jákvæð áhrif hér á landi. Ég er ekki í nokkrum vafa um að hún eigi eftir að verða mjög skemmtileg í úrslitakeppninni fyrir alla þá sem fylgjast með handbolta.“
Olís-deild kvenna Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Í beinni: Wolves - Manchester United | Án sigurs mæta Úlfarnir Rauðu djöflunum Enski boltinn Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Fleiri fréttir Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM Sjá meira