Átta á hausinn á korteri við Gullfoss Garðar Örn Úlfarsson skrifar 15. janúar 2014 09:00 Ferðamenn standa naumlega í fæturnar við Gullfoss nái þeir þangað klakklaust í hálkunni á annað borð. Mynd/JónKBS „Ég er að biðla til allra aðila að setjast niður og finna lausnir,“ segir Ásborg Arnþórsdóttir, ferðamálafulltrúi í uppsveitum Árnessýslu, sem kveður ferðafólki stafa mikil hætta af hálku og ófærð á svæðinu. Ásborg bendir á að ferðafólki hérlendis hafa fjölgað um 40 prósent í desember miðað við í desember 2012. Flestir skoði þeir Þingvelli og Gullfoss og Geysi. Sumir séu í rútum en margir á bílaleigubílum, jafnvel alls óvanir að aka í snjó og hálku.Ekki mokað alla daga „Við höfum verulegar áhyggjur af bæði hálku á vegum og fyrir gangandi fólk og ekki síður snjómokstri. Hér er aðeins mokað fimm daga vikunnar en laugardagar og þriðjudagar eru ekki mokstursdagar,“ segir Ásborg sem sent hefur sveitarstjórnarfólki í Bláskógabyggð ákall. „Mannslíf og heilsa eru í húfi,“ skrifar hún í bréfinu sem tekið var fyrir í sveitarstjórn fyrir helgi. „Nauðsynlegt er að bregðast við þeim aðstæðum sem nú hafa skapast þar sem mikil hálka er viðvarandi sem skapar mikla hættu fyrir ferðamenn,“ segir sveitarstjórnin sem kveður Drífu Kristjánsdóttur oddvita hafa fundað með Umhverfisstofnun um ástand göngustíga við Gullfoss og að Vegagerðin hafi fundað með oddvitanum, sveitarstjóranum og ferðamálafulltrúanum um öryggi ferðamanna.Ásborg Arnþórsdóttir er ferðamálafulltrúi uppsveita Árnessýslu.Mynd/JónKBSEkki benda hver á annan „Aðalatriðið er að menn ræði málin af alvöru og finni lausnir og framkvæmi í framhaldi af því,“ segir Ásborg við Fréttablaðið. Allir sýni málinu skilning en enginn segist hafa fjármagn. „Við megum ekki kveina og benda hver á annan heldur verðum við að finna saman lausnir og gera,“ undirstrikar hún. Í bréfi sínu til Bláaskógabyggðar vitnar Ásborg til ummæla af netinu. Þótt þau sé ekki alltaf málefnaleg þurfi að taka á þeim mark. „Taldi átta manns sem runnu á hausinn og einn sem datt í tröppunum. Ég var þarna í sirka 15 mínútur,“ segir í einum slíkum ummælum. Í Fréttablaðinu fyrir viku var haft eftir Gunnari Inga Valdimarssyni, framkvæmdastjóra Sterna Travel, að fimm erlendir ferðamenn hefðu beinbrotnað í hálku frá því í byrjun desember. Einhver þyrfti að bera ábyrgð á að þessi mál væru í lagi.Ummæli af netinu„Ég fór gullhring 30. og 31.12.2013 og var frekar hissa á því að engar hálkuvarnir voru á ís sem þakti alla gangstíga og bílastæðin við Gullfoss. Taldi átta manns sem runnu á hausinn ásamt einum sem datt í tröppunum. Ég var þarna í sirka 15 mínútur.“„Ég veit til að mynda um einn mann sem lærbrotnaði í dag eftir að hafa runnið til á svellinu. Það er gjörsamlega fáránlegt að verið sé hvetja fólk til að koma á þessa staði en á sama tíma lítið sem ekkert gert fyrir það. Það hefur ekki verið saltað né komið fyrir sand á svellinu við Gullfoss og hefur fólk verið í miklum vandræðum með að fóta sig.“ Veður Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Sjá meira
„Ég er að biðla til allra aðila að setjast niður og finna lausnir,“ segir Ásborg Arnþórsdóttir, ferðamálafulltrúi í uppsveitum Árnessýslu, sem kveður ferðafólki stafa mikil hætta af hálku og ófærð á svæðinu. Ásborg bendir á að ferðafólki hérlendis hafa fjölgað um 40 prósent í desember miðað við í desember 2012. Flestir skoði þeir Þingvelli og Gullfoss og Geysi. Sumir séu í rútum en margir á bílaleigubílum, jafnvel alls óvanir að aka í snjó og hálku.Ekki mokað alla daga „Við höfum verulegar áhyggjur af bæði hálku á vegum og fyrir gangandi fólk og ekki síður snjómokstri. Hér er aðeins mokað fimm daga vikunnar en laugardagar og þriðjudagar eru ekki mokstursdagar,“ segir Ásborg sem sent hefur sveitarstjórnarfólki í Bláskógabyggð ákall. „Mannslíf og heilsa eru í húfi,“ skrifar hún í bréfinu sem tekið var fyrir í sveitarstjórn fyrir helgi. „Nauðsynlegt er að bregðast við þeim aðstæðum sem nú hafa skapast þar sem mikil hálka er viðvarandi sem skapar mikla hættu fyrir ferðamenn,“ segir sveitarstjórnin sem kveður Drífu Kristjánsdóttur oddvita hafa fundað með Umhverfisstofnun um ástand göngustíga við Gullfoss og að Vegagerðin hafi fundað með oddvitanum, sveitarstjóranum og ferðamálafulltrúanum um öryggi ferðamanna.Ásborg Arnþórsdóttir er ferðamálafulltrúi uppsveita Árnessýslu.Mynd/JónKBSEkki benda hver á annan „Aðalatriðið er að menn ræði málin af alvöru og finni lausnir og framkvæmi í framhaldi af því,“ segir Ásborg við Fréttablaðið. Allir sýni málinu skilning en enginn segist hafa fjármagn. „Við megum ekki kveina og benda hver á annan heldur verðum við að finna saman lausnir og gera,“ undirstrikar hún. Í bréfi sínu til Bláaskógabyggðar vitnar Ásborg til ummæla af netinu. Þótt þau sé ekki alltaf málefnaleg þurfi að taka á þeim mark. „Taldi átta manns sem runnu á hausinn og einn sem datt í tröppunum. Ég var þarna í sirka 15 mínútur,“ segir í einum slíkum ummælum. Í Fréttablaðinu fyrir viku var haft eftir Gunnari Inga Valdimarssyni, framkvæmdastjóra Sterna Travel, að fimm erlendir ferðamenn hefðu beinbrotnað í hálku frá því í byrjun desember. Einhver þyrfti að bera ábyrgð á að þessi mál væru í lagi.Ummæli af netinu„Ég fór gullhring 30. og 31.12.2013 og var frekar hissa á því að engar hálkuvarnir voru á ís sem þakti alla gangstíga og bílastæðin við Gullfoss. Taldi átta manns sem runnu á hausinn ásamt einum sem datt í tröppunum. Ég var þarna í sirka 15 mínútur.“„Ég veit til að mynda um einn mann sem lærbrotnaði í dag eftir að hafa runnið til á svellinu. Það er gjörsamlega fáránlegt að verið sé hvetja fólk til að koma á þessa staði en á sama tíma lítið sem ekkert gert fyrir það. Það hefur ekki verið saltað né komið fyrir sand á svellinu við Gullfoss og hefur fólk verið í miklum vandræðum með að fóta sig.“
Veður Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Sjá meira