Morðið á Pétri Pan Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 11. janúar 2014 07:45 Ha, Jerome Jarr? Hver í andskotanum er Jerome Jarr? Um síðustu helgi breytti kanadíski strákurinn Jerome Jarr rólegu sunnudagsvaktinni hjá öryggisvörðunum í Smáralindinni upp í algjöra martröð – þeir vissu aldrei hvað kom og keyrði yfir þá. Jerome tókst upp á sitt eindæmi að búa til litla útgáfu af búsáhaldabyltingunni í Kópavogi – þúsundir öskrandi ungmenna eyðileggjandi jólatré og bíla. Reyndar var alltaf nokkuð ljóst af hverju flestir mættu á Austurvöll í búsáhaldabyltingunni – hins vegar skilur enginn hvað dró unglingana í Smáralindina. En Jerome gerði meira en stuðla að skemmdum á nokkrum kyrrstæðum bílum. Hann gjörsamlega eyðilagði Pétur Pan-heilkennið sem ég og svo margir aðrir þjáumst af. En eftir því sem aldurinn færist yfir reynum við, af veikum mætti, að sannfæra okkur um að við séum enn ung í anda og eigum mun meira sameiginlegt með unglingunum en fullorðna fólkinu. Í raun teljum við að unglingarnir séu sálufélagar okkar. Þessi sjálfsmynd okkar dó á sunnudaginn; enginn virðist vita hverjir þessi menn eru, hvernig þeir urðu frægir og hvað í ósköpunum samskiptaforritið Vine sem þeir hafa nýtt sér til að öðlast unglingaheimsfrægð er. Kannski ætti þetta ekki að koma á óvart; unga kynslóðin flýr Facebook, eins og rottur sökkvandi skip, til að forðast foreldra sína, eða jafnvel ömmur og afa. Nýir miðlar koma í staðinn; Vine er greinilega eitt þeirra, Instagram, Snapchat, Formspring og hvað þetta heitir allt saman. Þetta er hið umtalaða kynslóðabil og það virðist birtast í sinni skýrustu mynd á samfélagsmiðlunum.Pétur Pan hefði bara aldrei trúað að hann myndi lenda þarna megin við kynslóðabilið. Blessuð sé minning hans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fanney Birna Jónsdóttir Mest lesið Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Ha, Jerome Jarr? Hver í andskotanum er Jerome Jarr? Um síðustu helgi breytti kanadíski strákurinn Jerome Jarr rólegu sunnudagsvaktinni hjá öryggisvörðunum í Smáralindinni upp í algjöra martröð – þeir vissu aldrei hvað kom og keyrði yfir þá. Jerome tókst upp á sitt eindæmi að búa til litla útgáfu af búsáhaldabyltingunni í Kópavogi – þúsundir öskrandi ungmenna eyðileggjandi jólatré og bíla. Reyndar var alltaf nokkuð ljóst af hverju flestir mættu á Austurvöll í búsáhaldabyltingunni – hins vegar skilur enginn hvað dró unglingana í Smáralindina. En Jerome gerði meira en stuðla að skemmdum á nokkrum kyrrstæðum bílum. Hann gjörsamlega eyðilagði Pétur Pan-heilkennið sem ég og svo margir aðrir þjáumst af. En eftir því sem aldurinn færist yfir reynum við, af veikum mætti, að sannfæra okkur um að við séum enn ung í anda og eigum mun meira sameiginlegt með unglingunum en fullorðna fólkinu. Í raun teljum við að unglingarnir séu sálufélagar okkar. Þessi sjálfsmynd okkar dó á sunnudaginn; enginn virðist vita hverjir þessi menn eru, hvernig þeir urðu frægir og hvað í ósköpunum samskiptaforritið Vine sem þeir hafa nýtt sér til að öðlast unglingaheimsfrægð er. Kannski ætti þetta ekki að koma á óvart; unga kynslóðin flýr Facebook, eins og rottur sökkvandi skip, til að forðast foreldra sína, eða jafnvel ömmur og afa. Nýir miðlar koma í staðinn; Vine er greinilega eitt þeirra, Instagram, Snapchat, Formspring og hvað þetta heitir allt saman. Þetta er hið umtalaða kynslóðabil og það virðist birtast í sinni skýrustu mynd á samfélagsmiðlunum.Pétur Pan hefði bara aldrei trúað að hann myndi lenda þarna megin við kynslóðabilið. Blessuð sé minning hans.
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun