Vildu ekki að teflt væri á tvær hættur fyrir sjúklinga í sjúkraflugi Garðar Örn Úlfarsson skrifar 9. janúar 2014 07:30 Björn Gunnarsson læknir lýsti áhyggjum sem uppi voru af glannaskap Mýflugsmanna á sjúkraflugvél í Fréttablaðinu á þriðjudag. Björn starfar nú í Noregi. Heilbrigðisráðuneytið gerði að sinni þá túlkun Flugmálastjórnar að flugstjórar sjúkraflugvéla mættu fara út fyrir mörk öryggisreglna í neyð.Björn Gunnarsson, sem var læknisfræðilegur forsvarsmaður sjúkraflugs á Akureyri, sendi heilbrigðisráðuneytinu í október 2006 bréf með alvarlegum athugasemdum við framkvæmd Mýflugs á sjúkrafluginu. Mýflug tók við sjúkrafluginu frá 1. janúar það ár. Læknar og sjúkraflutningamenn höfðu áhyggjur af eigin öryggi um borð. „Á þeim fáu mánuðum sem félagið hefir sinnt þessu hafa komið upp fjölmörg atvik þar sem svo virðist sem viðhaldi og öryggismálum sé ábótavant,“ skrifar Björn heilbrigðisráðuneytinu. Vitnaði Björn til fundar á Sjúkrahúsi Akureyrar með Þorkeli Jónssyni, þjálfunarstjóra Mýflugs, 21. september 2006. „Í máli hans kom fram að flugmenn Mýflugs hafa endurtekið vísvitandi brotið ákvæði í reglugerðum um flugöryggi. Þetta hefði tíðkast hér áður fyrr, sérstaklega ef ástand sjúklings væri alvarlegt!“ útskýrði Björn.Hljóta að taka mið af ástandi sjúklinga Þá vísar Björn til að forveri hans í starfi hafi ítrekað undirstrikað við Leif Hallgrímsson, framkvæmdastjóra Mýflugs, að í sjúkraflugi giltu alltaf sömu öryggisreglur og í öðru flugi og að ástand sjúklings væri flugmönnum óviðkomandi þegar ákvörðun væri tekin um það hvort flogið væri eða ekki. Heilbrigðisráðneytið framsendi bréf Björns til Flugmálastjórnar sem sagði að í sjúkraflugi kynni „að vera um einstaka neyðarflug“ að ræða ef flugstjóri teldi ríka hagsmuni í að fara út fyrir gildandi mörk um flugrekstur, til dæmis varðandi ákvæði um hliðarvind og hvíldartíma. „Slíkar ákvarðanir eru þá á ábyrgð viðkomandi flugstjóra og hljóta að taka mið af upplýsingum um ástand sjúklinga og hvort um hugsanlega lífshættu sé að ræða,“ sagði í svari frá flugöryggissviði FMS.Ekki ásættanleg sagði læknirinn „Það er óásættanlegt fyrir mig að flugöryggissvið Flugmálastjórnar geti upp á sitt eindæmi með þessum hætti gefið flugrekanda heimild til að fara út fyrir leyfileg mörk,“ svaraði þá Björn í nýju bréfi til ráðuneytisins. Flugmálastjórn svaraði þá að flugstjóri ætti að hafa svigrúm til að meta aðstæður til flugs ef hann stæði frammi fyrir hjálparþurfi manni í lífsháska eða í hættu á að verða fyrir stórfelldu líkamstjóni. „Í þessu felst þó engin heimild frá Flugmálastjórn,“ ítrekaði stofnunin sem lýsti sig ósammála þeirri fullyrðingu Björns að ákvarðanir flugstjóra um flug ættu ekki að mótast af ástandi sjúklings. Vísaði Flugmálastjórn meðal annars í 221. grein hegningarlaga: „Láti maður farast fyrir að koma manni til hjálpar, sem staddur er í lífsháska, þótt hann gæti gert það án þess að stofna lífi eða heilbrigði annarra í háska þá varðar fangelsi allt að tveimur árum eða sektum.“ Heilbrigðisráðuneytið gerði svar Flugmálastjórnar að sínu og sendi sem svar til Björns í lok febrúar 2007. Akureyri Flugslys í Hlíðarfjalli Fréttir af flugi Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Sjá meira
Heilbrigðisráðuneytið gerði að sinni þá túlkun Flugmálastjórnar að flugstjórar sjúkraflugvéla mættu fara út fyrir mörk öryggisreglna í neyð.Björn Gunnarsson, sem var læknisfræðilegur forsvarsmaður sjúkraflugs á Akureyri, sendi heilbrigðisráðuneytinu í október 2006 bréf með alvarlegum athugasemdum við framkvæmd Mýflugs á sjúkrafluginu. Mýflug tók við sjúkrafluginu frá 1. janúar það ár. Læknar og sjúkraflutningamenn höfðu áhyggjur af eigin öryggi um borð. „Á þeim fáu mánuðum sem félagið hefir sinnt þessu hafa komið upp fjölmörg atvik þar sem svo virðist sem viðhaldi og öryggismálum sé ábótavant,“ skrifar Björn heilbrigðisráðuneytinu. Vitnaði Björn til fundar á Sjúkrahúsi Akureyrar með Þorkeli Jónssyni, þjálfunarstjóra Mýflugs, 21. september 2006. „Í máli hans kom fram að flugmenn Mýflugs hafa endurtekið vísvitandi brotið ákvæði í reglugerðum um flugöryggi. Þetta hefði tíðkast hér áður fyrr, sérstaklega ef ástand sjúklings væri alvarlegt!“ útskýrði Björn.Hljóta að taka mið af ástandi sjúklinga Þá vísar Björn til að forveri hans í starfi hafi ítrekað undirstrikað við Leif Hallgrímsson, framkvæmdastjóra Mýflugs, að í sjúkraflugi giltu alltaf sömu öryggisreglur og í öðru flugi og að ástand sjúklings væri flugmönnum óviðkomandi þegar ákvörðun væri tekin um það hvort flogið væri eða ekki. Heilbrigðisráðneytið framsendi bréf Björns til Flugmálastjórnar sem sagði að í sjúkraflugi kynni „að vera um einstaka neyðarflug“ að ræða ef flugstjóri teldi ríka hagsmuni í að fara út fyrir gildandi mörk um flugrekstur, til dæmis varðandi ákvæði um hliðarvind og hvíldartíma. „Slíkar ákvarðanir eru þá á ábyrgð viðkomandi flugstjóra og hljóta að taka mið af upplýsingum um ástand sjúklinga og hvort um hugsanlega lífshættu sé að ræða,“ sagði í svari frá flugöryggissviði FMS.Ekki ásættanleg sagði læknirinn „Það er óásættanlegt fyrir mig að flugöryggissvið Flugmálastjórnar geti upp á sitt eindæmi með þessum hætti gefið flugrekanda heimild til að fara út fyrir leyfileg mörk,“ svaraði þá Björn í nýju bréfi til ráðuneytisins. Flugmálastjórn svaraði þá að flugstjóri ætti að hafa svigrúm til að meta aðstæður til flugs ef hann stæði frammi fyrir hjálparþurfi manni í lífsháska eða í hættu á að verða fyrir stórfelldu líkamstjóni. „Í þessu felst þó engin heimild frá Flugmálastjórn,“ ítrekaði stofnunin sem lýsti sig ósammála þeirri fullyrðingu Björns að ákvarðanir flugstjóra um flug ættu ekki að mótast af ástandi sjúklings. Vísaði Flugmálastjórn meðal annars í 221. grein hegningarlaga: „Láti maður farast fyrir að koma manni til hjálpar, sem staddur er í lífsháska, þótt hann gæti gert það án þess að stofna lífi eða heilbrigði annarra í háska þá varðar fangelsi allt að tveimur árum eða sektum.“ Heilbrigðisráðuneytið gerði svar Flugmálastjórnar að sínu og sendi sem svar til Björns í lok febrúar 2007.
Akureyri Flugslys í Hlíðarfjalli Fréttir af flugi Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Sjá meira