Hlusta eða fara Ólafur Þ. Stephensen skrifar 4. janúar 2014 06:00 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sagði í Kryddsíldinni á Stöð 2 á gamlársdag að hann væri afslappaður gagnvart tímasetningunni á þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna við Evrópusambandið, sem báðir stjórnarflokkarnir lofuðu fyrir kosningar. Forsætisráðherrann vitnaði síðan til samtals síns við tvo æðstu embættismenn Evrópusambandsins síðastliðið haust: „Ég spurði: Hvernig tækjuð þið í það ef það yrði haldin þjóðaratkvæðagreiðsla á Íslandi um hvort Ísland ætti að gerast aðili að sambandinu eða vera í þessum viðræðum og það yrði samþykkt, en ríkisstjórnin sem ætti að vera í þeim viðræðum væri á móti aðild? Hvorugur þeirra hafði nú nokkurn tímann heyrt um annað eins, báðir þurftu að hugsa sig dálítið um, en komust að sömu niðurstöðu, að það gengi bara ekki upp. Það væri ekki hægt að vera í viðræðum við ríkisstjórn um aðild að Evrópusambandinu ef sú ríkisstjórn væri ekki með það að markmiði að ganga í sambandið.“ Það er rétt að ríkisstjórn sem stýrir aðildarviðræðum ríkis við Evrópusambandið hlýtur að stefna að því að ná sem beztum samningi þannig að það geti orðið aðildarríki. Það eru reyndar engin fordæmi fyrir því að haldin sé þjóðaratkvæðagreiðsla um aðild að Evrópusambandinu eða aðildarviðræður áður en þær hefjast eða meðan á þeim stendur. Almenningur í ríkjum ESB hefur greitt atkvæði að viðræðum loknum, um fyrirliggjandi aðildarsamning. Þegar að því leyti væri þessi staða fáheyrð. Annars borgar sig ekki að leggja of mikið upp úr endursögn Sigmundar Davíðs á því sem leiðtogum ESB finnst; nýleg reynsla sýnir að slíkar frásagnir eru ónákvæmar. Leiðtogar Evrópusambandsins hafa margítrekað að Ísland sé velkomið og kallað eftir því að ákvörðun um framhald aðildarviðræðna verði tekin sem fyrst. Stöldrum frekar við þá afstöðu Sigmundar Davíðs sem felst í orðum hans. Hann sér fyrir sér ómögulega stöðu ef þjóðin kemst að niðurstöðu í atkvæðagreiðslu sem er þvert á stefnu stjórnarinnar. Hvað þýðir sú afstaða í víðara samhengi? Hvað þýðir hún til dæmis fyrir fallegu orðin, sem allir stjórnmálaflokkar kvitta upp á, um að setja eigi í stjórnarskrána að tiltekinn hluti kjósenda geti krafizt þjóðaratkvæðagreiðslu um tiltekin mál? Ef stjórnmálamenn meina á annað borð eitthvað með talinu um beint lýðræði, verða þeir að vera reiðubúnir að taka mark á þeim þjóðarvilja sem kemur fram í slíkum atkvæðagreiðslum. Ríkisstjórn sem fær niðurstöðu úr þjóðaratkvæðagreiðslu sem gengur gegn stefnu hennar á tvo kosti. Hún getur breytt stefnunni og starfað í samræmi við niðurstöðu atkvæðagreiðslunnar eða hún getur sagt af sér og boðað til kosninga. Núverandi ríkisstjórn má augljóslega ekki til þess hugsa að þurfa að breyta stefnu sinni gagnvart Evrópusambandinu ef meirihluti kjósenda kysi að halda aðildarviðræðunum áfram. Og ekki hugnast ráðherrunum heldur að þurfa þá að víkja úr stólunum. Þess vegna ætla þeir ekki að halda neina þjóðaratkvæðagreiðslu. Þeir geta þá sleppt fagurgalanum um beint lýðræði á meðan. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sagði í Kryddsíldinni á Stöð 2 á gamlársdag að hann væri afslappaður gagnvart tímasetningunni á þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna við Evrópusambandið, sem báðir stjórnarflokkarnir lofuðu fyrir kosningar. Forsætisráðherrann vitnaði síðan til samtals síns við tvo æðstu embættismenn Evrópusambandsins síðastliðið haust: „Ég spurði: Hvernig tækjuð þið í það ef það yrði haldin þjóðaratkvæðagreiðsla á Íslandi um hvort Ísland ætti að gerast aðili að sambandinu eða vera í þessum viðræðum og það yrði samþykkt, en ríkisstjórnin sem ætti að vera í þeim viðræðum væri á móti aðild? Hvorugur þeirra hafði nú nokkurn tímann heyrt um annað eins, báðir þurftu að hugsa sig dálítið um, en komust að sömu niðurstöðu, að það gengi bara ekki upp. Það væri ekki hægt að vera í viðræðum við ríkisstjórn um aðild að Evrópusambandinu ef sú ríkisstjórn væri ekki með það að markmiði að ganga í sambandið.“ Það er rétt að ríkisstjórn sem stýrir aðildarviðræðum ríkis við Evrópusambandið hlýtur að stefna að því að ná sem beztum samningi þannig að það geti orðið aðildarríki. Það eru reyndar engin fordæmi fyrir því að haldin sé þjóðaratkvæðagreiðsla um aðild að Evrópusambandinu eða aðildarviðræður áður en þær hefjast eða meðan á þeim stendur. Almenningur í ríkjum ESB hefur greitt atkvæði að viðræðum loknum, um fyrirliggjandi aðildarsamning. Þegar að því leyti væri þessi staða fáheyrð. Annars borgar sig ekki að leggja of mikið upp úr endursögn Sigmundar Davíðs á því sem leiðtogum ESB finnst; nýleg reynsla sýnir að slíkar frásagnir eru ónákvæmar. Leiðtogar Evrópusambandsins hafa margítrekað að Ísland sé velkomið og kallað eftir því að ákvörðun um framhald aðildarviðræðna verði tekin sem fyrst. Stöldrum frekar við þá afstöðu Sigmundar Davíðs sem felst í orðum hans. Hann sér fyrir sér ómögulega stöðu ef þjóðin kemst að niðurstöðu í atkvæðagreiðslu sem er þvert á stefnu stjórnarinnar. Hvað þýðir sú afstaða í víðara samhengi? Hvað þýðir hún til dæmis fyrir fallegu orðin, sem allir stjórnmálaflokkar kvitta upp á, um að setja eigi í stjórnarskrána að tiltekinn hluti kjósenda geti krafizt þjóðaratkvæðagreiðslu um tiltekin mál? Ef stjórnmálamenn meina á annað borð eitthvað með talinu um beint lýðræði, verða þeir að vera reiðubúnir að taka mark á þeim þjóðarvilja sem kemur fram í slíkum atkvæðagreiðslum. Ríkisstjórn sem fær niðurstöðu úr þjóðaratkvæðagreiðslu sem gengur gegn stefnu hennar á tvo kosti. Hún getur breytt stefnunni og starfað í samræmi við niðurstöðu atkvæðagreiðslunnar eða hún getur sagt af sér og boðað til kosninga. Núverandi ríkisstjórn má augljóslega ekki til þess hugsa að þurfa að breyta stefnu sinni gagnvart Evrópusambandinu ef meirihluti kjósenda kysi að halda aðildarviðræðunum áfram. Og ekki hugnast ráðherrunum heldur að þurfa þá að víkja úr stólunum. Þess vegna ætla þeir ekki að halda neina þjóðaratkvæðagreiðslu. Þeir geta þá sleppt fagurgalanum um beint lýðræði á meðan.
Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun
Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun