Dagforeldrastéttin í hættu Eva Bjarnadóttir skrifar 4. janúar 2014 07:00 Sigrún Edda Lövdal á vinnustað sínum. Dagforeldrar telja um 470 á landinu. Fréttablaðið/Vilhelm Dagforeldrar eru ósáttir við hugmyndir um að bjóða börnum leikskólavist eftir fæðingarorlof. Alþingi samþykkti nú fyrir áramótin þingsályktun um að skipaður verði starfshópur sem greini sjónarmið með því að sveitarfélög bjóði börnum leikskólavist frá eins árs aldri. Barnið – félag dagforeldra í Reykjavík lýsti sig alfarið á móti hugmyndum Alþingis í umsögn sem félagið veitti þingsályktunartillögunni. „Þetta hefði þær afleiðingar að dagforeldrastéttin legðist af,“ segir Sigrún Edda Lövdal, formaður Barnsins. Hún bendir á að meirihluti þeirra 470 dagforeldra sem starfa í landinu sé konur, sem nú séu farnar að huga að öðrum starfsvettvangi. „Það er verið að herja á þessa starfstétt og við ætlum ekki að bíða eftir að hugmyndir eins og þær sem koma fram í þingsályktuninni verði að veruleika,“ segir hún, en margir dagforeldrar sækja nú fjarnám og námskeið til þess að undirbúa breytingarnar. Sigrún Edda reiknar með að hún hætti sjálf störfum á árinu. „Dagforeldrum hefur fækkað mikið. Bara á síðasta ári fækkaði þeim um fjörutíu og aðeins sextán bættust við. Það er mjög vont að missa þessa reynslubolta út,“ segir hún, en auk hugmynda um leikskóla að loknu fæðingarorlofi hefur stefna Reykjavíkurborgar um að bjóða börnum leikskólapláss allt árið um kring haft áhrif á starf dagforeldra. „Starfsöryggið er þar af leiðandi ekkert. Við vitum aldrei hversu mörg börn eru hjá okkur í næsta mánuði því leikskólarnir bjóða pláss með stuttum fyrirvara. Við getum því staðið uppi um mánaðamót með einungis hluta af laununum sem við gerðum ráð fyrir að hafa,“ útskýrir Sigrún Edda. Í könnun sem gerð var árið 2012 á viðhorfum foreldra til þjónustu dagforeldra, kemur fram að helmingur foreldra telur dagforeldra henta vel börnum yngri en 18 mánaða. Þá voru yfir 90 prósent foreldra ánægðir með þjónustu dagforeldra. Sigrún Edda segir að umhverfið sem dagforeldrar bjóða upp á henti ungum börnum betur en leikskólar. „Það er alltaf sama manneskjan með börnin, sem veitir þeim vellíðan og öryggi. Ef það eru endalausa mannabreytingar kemur það inn öryggisleysi hjá svona ungum börnum,“ segir hún. Í þingsályktuninni er gert ráð fyrir að leikskólavist hefjist við eins árs aldur, en aftur á móti var horfið frá áformum um að lengja fæðingarorlof í tólf mánuði. „Við skiljum þetta því ekki alveg. Nema það sé ætlunin að börn hefji leikskólavist um níu mánaða aldur, en það er varla,“ segir Sigrún Edda og telur hún útilokað að dagforeldrar myndu brúa þriggja mánaða bil milli fæðingarorlofs og leikskólavistar. Meirihluti vill börn í leikskóla eftir 18 mánaða aldur48% Tæpur helmingur foreldra taldi að börn ættu að hefja leikskólagöngu á aldrinum 12 til 18 mánaða.93% Meirihluti foreldra taldi að börn ættu að hefja leikskólagöngu á aldrinum 18 til 24 mánaða.Heimild: Viðhorf foreldra barna hjá dagforeldrum vorið 2012, Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar. Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Fleiri fréttir Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Sjá meira
Dagforeldrar eru ósáttir við hugmyndir um að bjóða börnum leikskólavist eftir fæðingarorlof. Alþingi samþykkti nú fyrir áramótin þingsályktun um að skipaður verði starfshópur sem greini sjónarmið með því að sveitarfélög bjóði börnum leikskólavist frá eins árs aldri. Barnið – félag dagforeldra í Reykjavík lýsti sig alfarið á móti hugmyndum Alþingis í umsögn sem félagið veitti þingsályktunartillögunni. „Þetta hefði þær afleiðingar að dagforeldrastéttin legðist af,“ segir Sigrún Edda Lövdal, formaður Barnsins. Hún bendir á að meirihluti þeirra 470 dagforeldra sem starfa í landinu sé konur, sem nú séu farnar að huga að öðrum starfsvettvangi. „Það er verið að herja á þessa starfstétt og við ætlum ekki að bíða eftir að hugmyndir eins og þær sem koma fram í þingsályktuninni verði að veruleika,“ segir hún, en margir dagforeldrar sækja nú fjarnám og námskeið til þess að undirbúa breytingarnar. Sigrún Edda reiknar með að hún hætti sjálf störfum á árinu. „Dagforeldrum hefur fækkað mikið. Bara á síðasta ári fækkaði þeim um fjörutíu og aðeins sextán bættust við. Það er mjög vont að missa þessa reynslubolta út,“ segir hún, en auk hugmynda um leikskóla að loknu fæðingarorlofi hefur stefna Reykjavíkurborgar um að bjóða börnum leikskólapláss allt árið um kring haft áhrif á starf dagforeldra. „Starfsöryggið er þar af leiðandi ekkert. Við vitum aldrei hversu mörg börn eru hjá okkur í næsta mánuði því leikskólarnir bjóða pláss með stuttum fyrirvara. Við getum því staðið uppi um mánaðamót með einungis hluta af laununum sem við gerðum ráð fyrir að hafa,“ útskýrir Sigrún Edda. Í könnun sem gerð var árið 2012 á viðhorfum foreldra til þjónustu dagforeldra, kemur fram að helmingur foreldra telur dagforeldra henta vel börnum yngri en 18 mánaða. Þá voru yfir 90 prósent foreldra ánægðir með þjónustu dagforeldra. Sigrún Edda segir að umhverfið sem dagforeldrar bjóða upp á henti ungum börnum betur en leikskólar. „Það er alltaf sama manneskjan með börnin, sem veitir þeim vellíðan og öryggi. Ef það eru endalausa mannabreytingar kemur það inn öryggisleysi hjá svona ungum börnum,“ segir hún. Í þingsályktuninni er gert ráð fyrir að leikskólavist hefjist við eins árs aldur, en aftur á móti var horfið frá áformum um að lengja fæðingarorlof í tólf mánuði. „Við skiljum þetta því ekki alveg. Nema það sé ætlunin að börn hefji leikskólavist um níu mánaða aldur, en það er varla,“ segir Sigrún Edda og telur hún útilokað að dagforeldrar myndu brúa þriggja mánaða bil milli fæðingarorlofs og leikskólavistar. Meirihluti vill börn í leikskóla eftir 18 mánaða aldur48% Tæpur helmingur foreldra taldi að börn ættu að hefja leikskólagöngu á aldrinum 12 til 18 mánaða.93% Meirihluti foreldra taldi að börn ættu að hefja leikskólagöngu á aldrinum 18 til 24 mánaða.Heimild: Viðhorf foreldra barna hjá dagforeldrum vorið 2012, Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar.
Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Fleiri fréttir Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Sjá meira