Innlent

Veðurstofan spáir ágætis flugeldaveðri

Atli Ísleifsson skrifar
Þorsteinn segir ljóst ekki eigi að koma upp nein vandamál tengd veðri þegar kemur að áramótabrennum.
Þorsteinn segir ljóst ekki eigi að koma upp nein vandamál tengd veðri þegar kemur að áramótabrennum. Vísir/Stefán
„Það lítur út fyrir þokkalegasta veður á morgun. Það verður slydda og rigning framan af degi sunnan og vestanlands og svo gæti alveg rofað eitthvað til með kvöldinu,“ segir Þorsteinn V. Jónsson veðurfræðingur hjá Veðurstofunni í samtali við Vísi.

Þorsteinn segir að öllu bjartara verði á Norður- og Austurlandi. „Besta veðrið verður fyrir norðan. Það verður bjartast þar. Annars fínasta veður þannig, frekar hægur vindur.“

Þorsteinn segir ljóst að áramótabrennurnar sleppi alveg. „Það verður ekkert vandamál með þær. Svo verður þokkalegasta flugeldaveður á höfuðborgarsvæðinu. Það mætti vera aðeins bjartara en þetta er ekkert slæmt. Það er einhver smá úrkoma með köflum en vindur frekar hægur. Þetta lítur bara vel út.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×