Handbolti

Einar Ingi bikarmeistari

Anton Ingi Leifsson skrifar
Einar Ingi Hrafnsson.
Einar Ingi Hrafnsson. Vísir/Stefán
Einar Ingi Hrafnsson og félagar hans í Arendal urðu í gærkvöldi norskir bikarmeistarar, en frá þessu er greint á vef Morgunblaðsins.

Einar Ingi, sem er þessa daganna frá vegna meiðsla, var í liði Arendal sem tryggði sér sæti í úrslitaleiknum með 26-23 sigri á Elverum. Í gærkvöldi unnu svo Arendal lið Bodö í úrslitaleiknum sem var heldur betur spennandi, en lokatölur urðu 23-22.

Einar Ingi er Mosfellingur sem lék með Aftureldingu, Fram og HK áður en hann hélt til Nordhorn í Þýskalandi árið 2009. Hann var valinn í íslenska landsliðið haustið 2011 en handarbrotnaði á sinni fyrstu landsliðsæfingu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×