Handbolti

KIF Kolding styrkti stöðu sína á toppnum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Aron fagnar stöðu KIF.
Aron fagnar stöðu KIF. Vísir/Daníel
Aron Kristjánsson og félagar í KIF Kolding Köbenhavn styrku stöðu sína á toppi dönsku úrvalsdeildarinnar með fjögurra marka sigri á Bjerringbro-Silkeborg.

Meistararnir í KIF voru þremur mörkum yfir í hálfleik 11-8 eftir að hafa verið undir mest allan fyrri hálfleikinn.

Að lokum unnu þeir fjögurra marka sigur 24-20 eins og fyrr segir og styrktu stöðu sína á toppnum.

Kim Andersson og Bo Spellerberg voru markahæstir hjá KIF með sex mörk hvor, en Nikolaj Øris Nielsen var í sérflokki hjá Silkeborg með tíu mörk. Sigvaldi Guðjónsson komst ekki á blað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×