Handbolti

Erfitt verkefni bíður Íslands

Anton Ingi Leifsson skrifar
Vonandi fagna stelpurnar í júní.
Vonandi fagna stelpurnar í júní. Vísir/Stefán
Íslenska kvennalandsliðið í handknattleik fær heldur betur verðugt verkefni í umspilsleikjunum fyrir HM kvenna sem haldið verður í Danmörku á næsta ári.

Svartfjallaland kom upp úr pottinum, en Svartfjallaland er ríkjandi Evrópumeistari í kvennahandbolta.

Dregið var í Búdapest, en leikirnir fara fram í byrjun júni. Ísland mun leika síðari leikinn í Laugardalshöll 13. eða 14. júní.

Leikirnir:

Frakkland - Slóvenía

Þýskaland - Rússland

Serbía - Rúmenía

Holland - Tékkland

Úkraína - Pólland

Svartfjalla­land - Ísland

Austurríki - Ungverjaland

Króatía - Svíþjóð

Noregur/​Spánn - Slóvakía




Fleiri fréttir

Sjá meira


×