Handbolti

Evrópumeistari hætti í viðtali, tók lagið og hellti sér í glas | Myndband

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Camilla Herrem í fullu fjöri.
Camilla Herrem í fullu fjöri. Mynd/VG
Norska kvennalandsliðið í handbolta, undir stjórn Þóris Hergeirssonar, varð Evrópumeistari í gær eftir sigur á Spáni, 28-25, í úrslitaleik í Búdapest.

Eftir leikinn og verðlaunaafhendinguna hélt norska landsliðið mikla veislu þar sem sigrinum var fagnað og var þar eðlilega mikið fjör.

Fáir voru þó í meira stuði en Camilla Herrem, leikmaður norska liðsins, sem yfirgaf viðtal þegar hún heyrði lagið Tore Tang byrja að óma um salinn.

„Ég vil biðja alla hérna inni afsökunar að ég sé að syngja,“ sagði Herrem, en hún söng lagið af lífi og sál.

Hún tók meira að segja hljóðnemann af einum fréttamanninum og söng lagið í beinni útsendingu með kampavínsglas í hönd.


Tengdar fréttir

Þórir: Ég átti aldrei von á þessu

Þórir Hergeirsson, þjálfari Evrópumeistara Noregs, segir ungu stelpurnar í norska kvennalandsliðinu hafa þroskast mikið á meðan Evrópumótinu stóð en Þórir gerði norska liðið að Evrópumeisturum í annað skiptið í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×