Sævar og Helga María eru skíðafólk ársins 2014 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. desember 2014 11:55 Sævar Birgisson og Helga María Vilhjálmsdótti Vísir/Ernir Skíðagöngumaðurinn Sævar Birgisson og stórsvigskonan Helga María Vilhjálmsdóttir voru valin skíðafólk ársins 2014 af Skíðasambandi Íslands. Þetta er í fyrsta sinn sem Helga María Vilhjálmsdóttir er valin skíðakona ársins en Sævar var einnig valinn fyrir tveimur árum. Hér fyrir neðan má sjá rökstuðning Skíðasambands Íslands fyrir vali sínu í ár.Skíðamaður ársins er Sævar Birgisson Sævar Birgisson úr Skíðagöngufélagi Ólafsfjarðar er skíðamaður ársins 2014. Sævar náði þeim frábæra árangri á árinu að keppa fyrir hönd Íslands á Ólympíuleikunum í Sotsjí og er það í fyrsta skipti í 20 ár sem Ísland á skíðagöngumann á Ólympíuleikum. Árangur Sævars á Ólympíuleikunum var mjög góður en hann varð í 72. sæti í sprettgöngu og 74. sæti í 15km göngu. Sævar keppti á alþjóðlegum mótum víða erlendis auk þess að æfa af kappi á Íslandi, Ítalíu, Noregi og Svíþjóð. Sævar náði sínum besta árangri á ferlinum á World Cup móti í Toblach á Ítalíu í janúar. Sævar varð þar í 69 sæti aðeins 12 sekúndum á eftir fyrsta manni og fékk fyrir það 92 FIS punkta en lágmarkið fyrir Ólympíuleikana var 120 FIS punktar Sævar varð einnig fimmfaldur Íslandsmeistari í skíðagöngu en hann sigraði allar einstaklings-greinar á Skíðamóti Íslands sem fram fór á Akureyri. Auk þess að verða Íslandsmeistari í 20km skíðagöngu karla sem fram fór fyrr um veturinn. Sævar varð einnig bikarmeistari SKÍ á síðasta tímabili.Skíðakona ársins er Helga María Vilhjálmsdóttir Helga María Vilhjálmsdóttir úr ÍR er skíðakona ársins 2014. Helga átti gott ár og bætti punktastöðuna sína í öllum greinum sem telst frábært, en upp úr stendur að hún náði mjög góðum mótum í stórsvigi. Helga náði 2. sæti á móti í Norefjell þar sem hún fékk 28,23 punkta og svo 13. Sæti og 27,92 punkta á móti í Hemsedal. Helga æfði gríðarlega vel á árinu og tók miklum framförum. Hápunktur ársins hjá Helgu var auðvitað að keppa á Ólympíuleiknum í Sotsjí. Helga keppti í þremur greinum í Sotsjí þar sem hún varð í 29. sæti í risasvigi sem er góður árangur, 46. sæti í stórsvigi og 34. sæti í svigi. Helga síðan varð íslandsmeistari í stórsvigi og samhliðasvigi, einnig sigraði hún á Icelandair Cup mótaröðinni.Skíðafólk ársins undanfarin ár: 2014 - Helga María Vilhjálmsdóttir og Sævar Birgisson 2013 - María Guðmundsdóttir og Einar Kristinn Kristgeirsson 2012 - María Guðmundsdóttir og Sævar Birgisson 2011 - Íris Guðmundsdóttir og Björgvin Björgvinsson 2010 - Íris Guðmundsdóttir og Björgvin Björgvinsson 2009 - Íris Guðmundsdóttir og Björgvin Björgvinsson 2008 - Dagný Linda Kristjánsdóttir og Björgvin Björgvinsson 2007 - Dagný Linda Kristjánsdóttir og Björgvin Björgvinsson Fréttir ársins 2014 Íþróttir Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Vélmennið leiðir Opna breska Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Reyndi allt til að koma kúlunni niður Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Sjá meira
Skíðagöngumaðurinn Sævar Birgisson og stórsvigskonan Helga María Vilhjálmsdóttir voru valin skíðafólk ársins 2014 af Skíðasambandi Íslands. Þetta er í fyrsta sinn sem Helga María Vilhjálmsdóttir er valin skíðakona ársins en Sævar var einnig valinn fyrir tveimur árum. Hér fyrir neðan má sjá rökstuðning Skíðasambands Íslands fyrir vali sínu í ár.Skíðamaður ársins er Sævar Birgisson Sævar Birgisson úr Skíðagöngufélagi Ólafsfjarðar er skíðamaður ársins 2014. Sævar náði þeim frábæra árangri á árinu að keppa fyrir hönd Íslands á Ólympíuleikunum í Sotsjí og er það í fyrsta skipti í 20 ár sem Ísland á skíðagöngumann á Ólympíuleikum. Árangur Sævars á Ólympíuleikunum var mjög góður en hann varð í 72. sæti í sprettgöngu og 74. sæti í 15km göngu. Sævar keppti á alþjóðlegum mótum víða erlendis auk þess að æfa af kappi á Íslandi, Ítalíu, Noregi og Svíþjóð. Sævar náði sínum besta árangri á ferlinum á World Cup móti í Toblach á Ítalíu í janúar. Sævar varð þar í 69 sæti aðeins 12 sekúndum á eftir fyrsta manni og fékk fyrir það 92 FIS punkta en lágmarkið fyrir Ólympíuleikana var 120 FIS punktar Sævar varð einnig fimmfaldur Íslandsmeistari í skíðagöngu en hann sigraði allar einstaklings-greinar á Skíðamóti Íslands sem fram fór á Akureyri. Auk þess að verða Íslandsmeistari í 20km skíðagöngu karla sem fram fór fyrr um veturinn. Sævar varð einnig bikarmeistari SKÍ á síðasta tímabili.Skíðakona ársins er Helga María Vilhjálmsdóttir Helga María Vilhjálmsdóttir úr ÍR er skíðakona ársins 2014. Helga átti gott ár og bætti punktastöðuna sína í öllum greinum sem telst frábært, en upp úr stendur að hún náði mjög góðum mótum í stórsvigi. Helga náði 2. sæti á móti í Norefjell þar sem hún fékk 28,23 punkta og svo 13. Sæti og 27,92 punkta á móti í Hemsedal. Helga æfði gríðarlega vel á árinu og tók miklum framförum. Hápunktur ársins hjá Helgu var auðvitað að keppa á Ólympíuleiknum í Sotsjí. Helga keppti í þremur greinum í Sotsjí þar sem hún varð í 29. sæti í risasvigi sem er góður árangur, 46. sæti í stórsvigi og 34. sæti í svigi. Helga síðan varð íslandsmeistari í stórsvigi og samhliðasvigi, einnig sigraði hún á Icelandair Cup mótaröðinni.Skíðafólk ársins undanfarin ár: 2014 - Helga María Vilhjálmsdóttir og Sævar Birgisson 2013 - María Guðmundsdóttir og Einar Kristinn Kristgeirsson 2012 - María Guðmundsdóttir og Sævar Birgisson 2011 - Íris Guðmundsdóttir og Björgvin Björgvinsson 2010 - Íris Guðmundsdóttir og Björgvin Björgvinsson 2009 - Íris Guðmundsdóttir og Björgvin Björgvinsson 2008 - Dagný Linda Kristjánsdóttir og Björgvin Björgvinsson 2007 - Dagný Linda Kristjánsdóttir og Björgvin Björgvinsson
Fréttir ársins 2014 Íþróttir Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Vélmennið leiðir Opna breska Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Reyndi allt til að koma kúlunni niður Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Sjá meira