Sævar og Helga María eru skíðafólk ársins 2014 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. desember 2014 11:55 Sævar Birgisson og Helga María Vilhjálmsdótti Vísir/Ernir Skíðagöngumaðurinn Sævar Birgisson og stórsvigskonan Helga María Vilhjálmsdóttir voru valin skíðafólk ársins 2014 af Skíðasambandi Íslands. Þetta er í fyrsta sinn sem Helga María Vilhjálmsdóttir er valin skíðakona ársins en Sævar var einnig valinn fyrir tveimur árum. Hér fyrir neðan má sjá rökstuðning Skíðasambands Íslands fyrir vali sínu í ár.Skíðamaður ársins er Sævar Birgisson Sævar Birgisson úr Skíðagöngufélagi Ólafsfjarðar er skíðamaður ársins 2014. Sævar náði þeim frábæra árangri á árinu að keppa fyrir hönd Íslands á Ólympíuleikunum í Sotsjí og er það í fyrsta skipti í 20 ár sem Ísland á skíðagöngumann á Ólympíuleikum. Árangur Sævars á Ólympíuleikunum var mjög góður en hann varð í 72. sæti í sprettgöngu og 74. sæti í 15km göngu. Sævar keppti á alþjóðlegum mótum víða erlendis auk þess að æfa af kappi á Íslandi, Ítalíu, Noregi og Svíþjóð. Sævar náði sínum besta árangri á ferlinum á World Cup móti í Toblach á Ítalíu í janúar. Sævar varð þar í 69 sæti aðeins 12 sekúndum á eftir fyrsta manni og fékk fyrir það 92 FIS punkta en lágmarkið fyrir Ólympíuleikana var 120 FIS punktar Sævar varð einnig fimmfaldur Íslandsmeistari í skíðagöngu en hann sigraði allar einstaklings-greinar á Skíðamóti Íslands sem fram fór á Akureyri. Auk þess að verða Íslandsmeistari í 20km skíðagöngu karla sem fram fór fyrr um veturinn. Sævar varð einnig bikarmeistari SKÍ á síðasta tímabili.Skíðakona ársins er Helga María Vilhjálmsdóttir Helga María Vilhjálmsdóttir úr ÍR er skíðakona ársins 2014. Helga átti gott ár og bætti punktastöðuna sína í öllum greinum sem telst frábært, en upp úr stendur að hún náði mjög góðum mótum í stórsvigi. Helga náði 2. sæti á móti í Norefjell þar sem hún fékk 28,23 punkta og svo 13. Sæti og 27,92 punkta á móti í Hemsedal. Helga æfði gríðarlega vel á árinu og tók miklum framförum. Hápunktur ársins hjá Helgu var auðvitað að keppa á Ólympíuleiknum í Sotsjí. Helga keppti í þremur greinum í Sotsjí þar sem hún varð í 29. sæti í risasvigi sem er góður árangur, 46. sæti í stórsvigi og 34. sæti í svigi. Helga síðan varð íslandsmeistari í stórsvigi og samhliðasvigi, einnig sigraði hún á Icelandair Cup mótaröðinni.Skíðafólk ársins undanfarin ár: 2014 - Helga María Vilhjálmsdóttir og Sævar Birgisson 2013 - María Guðmundsdóttir og Einar Kristinn Kristgeirsson 2012 - María Guðmundsdóttir og Sævar Birgisson 2011 - Íris Guðmundsdóttir og Björgvin Björgvinsson 2010 - Íris Guðmundsdóttir og Björgvin Björgvinsson 2009 - Íris Guðmundsdóttir og Björgvin Björgvinsson 2008 - Dagný Linda Kristjánsdóttir og Björgvin Björgvinsson 2007 - Dagný Linda Kristjánsdóttir og Björgvin Björgvinsson Fréttir ársins 2014 Íþróttir Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Enski boltinn Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Fleiri fréttir Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Ólympíumeistarinn hitti ekki dýnuna og missir af HM Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fóru af hjörunum eftir að ljósmyndari fór inn á „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Stjörnurnar samglöddust Fleetwood sem vann loks í 164. tilraun Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Dagskráin í dag: KR-ingar vilja slíta sig frá fallbaráttunni Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Sjá meira
Skíðagöngumaðurinn Sævar Birgisson og stórsvigskonan Helga María Vilhjálmsdóttir voru valin skíðafólk ársins 2014 af Skíðasambandi Íslands. Þetta er í fyrsta sinn sem Helga María Vilhjálmsdóttir er valin skíðakona ársins en Sævar var einnig valinn fyrir tveimur árum. Hér fyrir neðan má sjá rökstuðning Skíðasambands Íslands fyrir vali sínu í ár.Skíðamaður ársins er Sævar Birgisson Sævar Birgisson úr Skíðagöngufélagi Ólafsfjarðar er skíðamaður ársins 2014. Sævar náði þeim frábæra árangri á árinu að keppa fyrir hönd Íslands á Ólympíuleikunum í Sotsjí og er það í fyrsta skipti í 20 ár sem Ísland á skíðagöngumann á Ólympíuleikum. Árangur Sævars á Ólympíuleikunum var mjög góður en hann varð í 72. sæti í sprettgöngu og 74. sæti í 15km göngu. Sævar keppti á alþjóðlegum mótum víða erlendis auk þess að æfa af kappi á Íslandi, Ítalíu, Noregi og Svíþjóð. Sævar náði sínum besta árangri á ferlinum á World Cup móti í Toblach á Ítalíu í janúar. Sævar varð þar í 69 sæti aðeins 12 sekúndum á eftir fyrsta manni og fékk fyrir það 92 FIS punkta en lágmarkið fyrir Ólympíuleikana var 120 FIS punktar Sævar varð einnig fimmfaldur Íslandsmeistari í skíðagöngu en hann sigraði allar einstaklings-greinar á Skíðamóti Íslands sem fram fór á Akureyri. Auk þess að verða Íslandsmeistari í 20km skíðagöngu karla sem fram fór fyrr um veturinn. Sævar varð einnig bikarmeistari SKÍ á síðasta tímabili.Skíðakona ársins er Helga María Vilhjálmsdóttir Helga María Vilhjálmsdóttir úr ÍR er skíðakona ársins 2014. Helga átti gott ár og bætti punktastöðuna sína í öllum greinum sem telst frábært, en upp úr stendur að hún náði mjög góðum mótum í stórsvigi. Helga náði 2. sæti á móti í Norefjell þar sem hún fékk 28,23 punkta og svo 13. Sæti og 27,92 punkta á móti í Hemsedal. Helga æfði gríðarlega vel á árinu og tók miklum framförum. Hápunktur ársins hjá Helgu var auðvitað að keppa á Ólympíuleiknum í Sotsjí. Helga keppti í þremur greinum í Sotsjí þar sem hún varð í 29. sæti í risasvigi sem er góður árangur, 46. sæti í stórsvigi og 34. sæti í svigi. Helga síðan varð íslandsmeistari í stórsvigi og samhliðasvigi, einnig sigraði hún á Icelandair Cup mótaröðinni.Skíðafólk ársins undanfarin ár: 2014 - Helga María Vilhjálmsdóttir og Sævar Birgisson 2013 - María Guðmundsdóttir og Einar Kristinn Kristgeirsson 2012 - María Guðmundsdóttir og Sævar Birgisson 2011 - Íris Guðmundsdóttir og Björgvin Björgvinsson 2010 - Íris Guðmundsdóttir og Björgvin Björgvinsson 2009 - Íris Guðmundsdóttir og Björgvin Björgvinsson 2008 - Dagný Linda Kristjánsdóttir og Björgvin Björgvinsson 2007 - Dagný Linda Kristjánsdóttir og Björgvin Björgvinsson
Fréttir ársins 2014 Íþróttir Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Enski boltinn Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Fleiri fréttir Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Ólympíumeistarinn hitti ekki dýnuna og missir af HM Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fóru af hjörunum eftir að ljósmyndari fór inn á „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Stjörnurnar samglöddust Fleetwood sem vann loks í 164. tilraun Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Dagskráin í dag: KR-ingar vilja slíta sig frá fallbaráttunni Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Sjá meira