Gleðileg jól elsku vinir! Hurðaskellir og Skjóða eru svo sannarlega komin í jólaskap. Í þessum lokaþætti jóladagatalsins kenna þau okkur að blanda malt og appelsín sem er sannkallaður þjóðar jóladrykkur okkar íslendinga. Hurðaskellir lendir reyndar í stökustu vandræðum með sína blöndu en hann kemst vonandi upp á lag með þetta áður en jólin ganga í garð.