Umfjöllun og viðtöl: ÍR - Afturelding 20-26 | Markmennirnir í stuði í sigri Aftureldingar Anton Ingi Leifsson í Strandgötu skrifar 27. desember 2014 00:01 Björgvin Hólmgeirsson, skytta ÍR. vísir/stefán Afturelding vann ÍR í fjörugum leik í Flugfélag Íslands bikarnum og tryggði sér þar af leiðandi sæti í úrslitum bikarsins þar sem liðið mætir Val. Leikurinn var jafn og spennandi, en Afturelding leiddi í hálfleik 13-10. Þeir sigldu svo sigrinum heim eftir hraðan og fjörugan síðari hálfleik. Lokatölur 26-20. Liðin héldust í hendur í upphafi leiks, en þrjú mörk í röð frá ÍR breyttu stöðunni úr 3-3 í 6-3. Þá var sóknarleikur Aftureldingar dálítið stirður og Einar Andri Einarsson þjálfari Aftureldingar brá á það ráð að taka leikhlé. Eftir það varð sóknarleikurinn betri og boltinn flaut betur milli manna. Þeir komust hægt og rólega nær ÍR-ingum og náðu svo forustunni eftir tuttugu mínútna leik þegar Ágúst Birgisson kom þeim í 9-8. ÍR-ingar urðu heldur betur fyrir áfalli þegar níu mínútur voru eftir af fyrri hálfleik þegar Björgvin Hólmgeirsson hneig niður um leið og hann var að fara undirbúa sig undir skot. Hann var síðan studdur af velli. Afturelding náði svo þriggja marka forskoti undir lok fyrri hálfleiks og leiddu með þremur mörkum í hálfleik, 13-10. Í síðari hálfleik var þetta svo erfitt fyrir ÍR, en liðið var eins og fyrr segir án Björgvins og svo stýrði Bjarni Fritzon liðinu af hliðarlínunni, en hann glímir einnig við meiðsli. Leikmenn Aftureldingar gáfu aldrei forystuna frá sér og í síðari hálfleik leiddu þeir alltaf. ÍR-ingar reyndu allt hvað þeir gátu, en sóknarleikur þeirra var oft nokkuð einhæfur. Brynjar Valgeir Steinarsson var sá eini sem var að taka almennilega á skarið og ungu strákarnir, sem fengu dýrmætan spiltíma, náðu ekki að leysa varnarleik Aftureldingar. Lokatölur urðu svo 26-20. Davíð Hlíðdal Svansson var algjörlega magnaður í markinu og var með um 50% markvörslu. Hinu megin voru þeir Arnór Freyr Stefánsson og Svavar Már Ólafsson ekkert síðri. Þeir Kristinn Bjarkason, Jóhann Jóhannsson, Árni Bragi Eyjólfsson og Birkir Benediktsson voru allir markahæstir hjá Aftureldingu með fjögur. Brynjar Valgeir var markahæstur úr Breiðholtinu með sex mörk.Davíð: Hamborgarahryggur í mönnum „Þetta er bara gaman. Við fáum að taka þátt hérna í skemmtilegu hraðmóti milli jóla og nýárs og við ætlum að hafa gaman að því," sagði Davíð Svansson, markvörður Aftureldingar, í leikslok, en hann varði og varði í marki Aftureldingar. „Ég held að það hafi bara verið meiri leikgleði hjá okkur, eigum við ekki að segja það? Þetta var nátturlega ekki fallegur handbolti á löngum köflum, en svona leikur er bara til þess að hafa gaman að þessu." „Ætli það sé ekki smá hamborgarahryggur í skrokknum á mönnum sem er að fara með menn. Það vantaði líka mikið af mönnum í bæði lið og það eru nýjir menn að fá tækifæri." „Það myndast mikill hávaði hérna í Strandgötunni og það er ótrúlega gaman að spila í þessu húsi. Það myndast mikil læti, þrátt fyrir að það sé lítið af fólki. Þetta er stressandi fyrir menn sem eru að stíga sín fyrstu skref." „Menn voru að næra sig virkilega vel. Rétt áður en ég kom var ég að klár aog er svo á leiðinni aftur núna. Það er búið að borða vel og það verður borðað vel þangað til jólin eru búin." „Okkur langar auðvitað í titil. Þetta getur verið fyrsti titill sem Afturelding fær í handbolta síðan 1999, þannig titill er titill. Við myndum taka fagnandi við honum," sagði Davíð í leikslok. Íslenski handboltinn Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti Fannar sagði sannleikann um „hrákufimmuna“ sem vakti heimsathygli Fótbolti Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Enski boltinn Fleiri fréttir Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ Sjá meira
Afturelding vann ÍR í fjörugum leik í Flugfélag Íslands bikarnum og tryggði sér þar af leiðandi sæti í úrslitum bikarsins þar sem liðið mætir Val. Leikurinn var jafn og spennandi, en Afturelding leiddi í hálfleik 13-10. Þeir sigldu svo sigrinum heim eftir hraðan og fjörugan síðari hálfleik. Lokatölur 26-20. Liðin héldust í hendur í upphafi leiks, en þrjú mörk í röð frá ÍR breyttu stöðunni úr 3-3 í 6-3. Þá var sóknarleikur Aftureldingar dálítið stirður og Einar Andri Einarsson þjálfari Aftureldingar brá á það ráð að taka leikhlé. Eftir það varð sóknarleikurinn betri og boltinn flaut betur milli manna. Þeir komust hægt og rólega nær ÍR-ingum og náðu svo forustunni eftir tuttugu mínútna leik þegar Ágúst Birgisson kom þeim í 9-8. ÍR-ingar urðu heldur betur fyrir áfalli þegar níu mínútur voru eftir af fyrri hálfleik þegar Björgvin Hólmgeirsson hneig niður um leið og hann var að fara undirbúa sig undir skot. Hann var síðan studdur af velli. Afturelding náði svo þriggja marka forskoti undir lok fyrri hálfleiks og leiddu með þremur mörkum í hálfleik, 13-10. Í síðari hálfleik var þetta svo erfitt fyrir ÍR, en liðið var eins og fyrr segir án Björgvins og svo stýrði Bjarni Fritzon liðinu af hliðarlínunni, en hann glímir einnig við meiðsli. Leikmenn Aftureldingar gáfu aldrei forystuna frá sér og í síðari hálfleik leiddu þeir alltaf. ÍR-ingar reyndu allt hvað þeir gátu, en sóknarleikur þeirra var oft nokkuð einhæfur. Brynjar Valgeir Steinarsson var sá eini sem var að taka almennilega á skarið og ungu strákarnir, sem fengu dýrmætan spiltíma, náðu ekki að leysa varnarleik Aftureldingar. Lokatölur urðu svo 26-20. Davíð Hlíðdal Svansson var algjörlega magnaður í markinu og var með um 50% markvörslu. Hinu megin voru þeir Arnór Freyr Stefánsson og Svavar Már Ólafsson ekkert síðri. Þeir Kristinn Bjarkason, Jóhann Jóhannsson, Árni Bragi Eyjólfsson og Birkir Benediktsson voru allir markahæstir hjá Aftureldingu með fjögur. Brynjar Valgeir var markahæstur úr Breiðholtinu með sex mörk.Davíð: Hamborgarahryggur í mönnum „Þetta er bara gaman. Við fáum að taka þátt hérna í skemmtilegu hraðmóti milli jóla og nýárs og við ætlum að hafa gaman að því," sagði Davíð Svansson, markvörður Aftureldingar, í leikslok, en hann varði og varði í marki Aftureldingar. „Ég held að það hafi bara verið meiri leikgleði hjá okkur, eigum við ekki að segja það? Þetta var nátturlega ekki fallegur handbolti á löngum köflum, en svona leikur er bara til þess að hafa gaman að þessu." „Ætli það sé ekki smá hamborgarahryggur í skrokknum á mönnum sem er að fara með menn. Það vantaði líka mikið af mönnum í bæði lið og það eru nýjir menn að fá tækifæri." „Það myndast mikill hávaði hérna í Strandgötunni og það er ótrúlega gaman að spila í þessu húsi. Það myndast mikil læti, þrátt fyrir að það sé lítið af fólki. Þetta er stressandi fyrir menn sem eru að stíga sín fyrstu skref." „Menn voru að næra sig virkilega vel. Rétt áður en ég kom var ég að klár aog er svo á leiðinni aftur núna. Það er búið að borða vel og það verður borðað vel þangað til jólin eru búin." „Okkur langar auðvitað í titil. Þetta getur verið fyrsti titill sem Afturelding fær í handbolta síðan 1999, þannig titill er titill. Við myndum taka fagnandi við honum," sagði Davíð í leikslok.
Íslenski handboltinn Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti Fannar sagði sannleikann um „hrákufimmuna“ sem vakti heimsathygli Fótbolti Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Enski boltinn Fleiri fréttir Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ Sjá meira