Tónlist

Ásgeir Trausti á eina bestu plötu ársins

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Ásgeir Trausti er ein skærasta stjarna Íslendinga.
Ásgeir Trausti er ein skærasta stjarna Íslendinga. vísir/getty
Sænsk finnska útvarpsstöðin X3M hefur tekið saman lista yfir bestu plötur ársins. Útvarpskonan Anka segir plötuna In the Silence með Ásgeiri Trausta, sem er ensk útgáfa af plötunni Dýrð í dauðaþögn, vera þá bestu.

„Ég fann hann í gegnum æðislegu síðuna Nordic playlist og ánetjaðist honum strax,“ segir Anka um hvernig hún komst á snoðir um tónlist Ásgeirs.

In the Silence kom út á þessu ári en Dýrð í dauðaþögn kom hins vegar út fyrir tveimur árum og var langmest selda platan það árið á Íslandi.

Anka bætir við að hennar uppáhaldslag sé Nýfallið regn og lætur lagið af YouTube fylgja með skrifunum.


Tengdar fréttir

Ásgeir Trausti leikur undir fyrir pabba sinn

Á dögunum gaf Forlagið út ljóðabók Einars Georgs, Hverafugla. Einar Georg hefur einkum orðið kunnur af textagerð fyrir syni sína, Þorstein í hljómsveitinni Hjálmum og Ásgeir Trausta.

Góðir dómar í Ástralíu

Tónlistarmaðurinn Ásgeir Trausti fær mjög góða dóma fyrir tónleika sína í áströlsku borginni Melbourne á þriðjudagskvöld.

Nýtt myndband frá Ásgeiri Trausta

Myndband við lagið King And Cross er komið út en Ásgeir er einnig á leið í langt tónleikaferðalag um Bandaríkin.

Órafmagnaður Ásgeir Trausti

Ásgeir Trausti og Júlíus Aðalsteinn Róbertsson fluttu lagið Going Home fyrir utan tónlistarhúsið Botanique í Brussel á dögunum






Fleiri fréttir

Sjá meira


×