Hlutabréf í Tesla falla vegna lækkunar bensínsverðs Finnur Thorlacius skrifar 10. desember 2014 09:36 Verksmiðja Tesla í Kaliforníu. Hlutabréf í bandaríska rafmagnsbílaframleiðandanum Tesla lækkuðu talsvert í vikunni, en það eru nýmæli hvað varðar bréf þessa fyrirtækis. Síðustu 7 dagar eru þeir verstu hvað snertir verð í hlutabréfum í Tesla. Fóru bréf þess úr 255 dollurum á hlut niður í 206 dollara snemma í gær. Sú lækkun gekk þó örlítið til baka síðdegis og endaði í 216. Þessi lækkun er eingöngu rakin til lækkandi verðs á bensíni undanfarnar vikur og mánuði. Búist er við því að lágt verð á bensíni hvetji kaupendur nýrra bíla fremur til kaupa á bensín- og dísilbílum fremur en dýrari rafmagnsbílum. Spákaupmenn á bandaríska hlutabréfamarkaðnum hafa sumir spáð því að bréf í Tesla gætu lækkað hratt niður í 165 dollara á hlut. Oft hefur reyndar verið spáð lækkun á hlutabréfum í Tesla, en þau hafa einungis haft þá tilhneigingu að stíga hærra og hærra. Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent
Hlutabréf í bandaríska rafmagnsbílaframleiðandanum Tesla lækkuðu talsvert í vikunni, en það eru nýmæli hvað varðar bréf þessa fyrirtækis. Síðustu 7 dagar eru þeir verstu hvað snertir verð í hlutabréfum í Tesla. Fóru bréf þess úr 255 dollurum á hlut niður í 206 dollara snemma í gær. Sú lækkun gekk þó örlítið til baka síðdegis og endaði í 216. Þessi lækkun er eingöngu rakin til lækkandi verðs á bensíni undanfarnar vikur og mánuði. Búist er við því að lágt verð á bensíni hvetji kaupendur nýrra bíla fremur til kaupa á bensín- og dísilbílum fremur en dýrari rafmagnsbílum. Spákaupmenn á bandaríska hlutabréfamarkaðnum hafa sumir spáð því að bréf í Tesla gætu lækkað hratt niður í 165 dollara á hlut. Oft hefur reyndar verið spáð lækkun á hlutabréfum í Tesla, en þau hafa einungis haft þá tilhneigingu að stíga hærra og hærra.
Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent