Tónlist

Frumsýning á Vísi: Nýtt myndband frá Unu Stef

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Vísir frumsýnir í dag nýtt myndband frá tónlistarkonunni Unu Stef við lagið Must Be a Dream. Lagið og texti er eftir Unu sjálfa en lagið er að finna á fyrstu plötu söngkonunnar, Songbook, sem kom út í sumar.

„Við tókum myndbandið upp í ljósmyndastúdíói hjá Birtu Rán Björgvinsdóttir sem leikstýrði og vann myndbandið allt saman. Snyrtifræðingurinn Vigdís Hallgrímsdóttir var einnig með okkur en við vorum bara þrjár saman í þessu stúdíói, seint um kvöld í einhverju listagyðjukasti. Úr því kom mjög persónulegt og einlægt myndband en við Birta höfðum upprunarlega haft aðra pælingu fyrir þetta verkefni en svo fannst okkur nándin passa vel við textann og skilaboð lagsins,“ segir Una sem er hæstánægð með myndbandið.

„Við erum allar mjög ánægðar með útkomuna, þó að ég sé örlítið kvíðin yfir því að senda þetta út í heiminn. Það er svo mikið af mér þarna einhvern veginn.“





Fleiri fréttir

Sjá meira


×