Innlent

Embætti ríkislögreglustjóra tjáir sig ekki

Atli Ísleifsson skrifar
Hryðjuverkasamtökin ISIS hafa birt fjölda myndbanda síðustu mánuði, meðal annars þar sem gíslar eru teknir af lífi.
Hryðjuverkasamtökin ISIS hafa birt fjölda myndbanda síðustu mánuði, meðal annars þar sem gíslar eru teknir af lífi. Vísir/AFP
Jón Bjartmarz, yfirlögregluþjónn hjá embætti ríkislögreglustjóra, segir í samtali við Vísi að embættið muni ekki tjá sig um þær upplýsingar að Íslendingur hafi tekið upp myndbönd fyrir hryðjuverkahópinn ISIS.

Þetta var fullyrt á vefsíðunni The New York Review of Books í morgun.

Fréttastofa hafði samband við höfund greinarinnar, Sarah Birke, fréttaritara The Economist í Mið-Austurlöndum, og sagði hún að ekki sé hægt að ganga út frá því að fullyrðingar fyrrverandi liðsmanns ISIS, Abu Hanza, séu réttar. Mjög erfitt sé að sannreyna slíkar fullyrðingar. Birke segist þó hafa þráspurt manninn að þessu ákveðna atriði, hvort að Íslendingi hafi verið falið að taka upp myndbönd ISIS og vinna þau.

Birke greinir frá því í grein sinni að Abu Hamza hafi talað um Íslending í samtölum við hana og að hann hafi verið gengið til liðs við ISIS með það að leiðarljósi að laða að nýja meðlimi og hræða almenning í hinum vestræna heimi.

Markmið ISIS er að stofna íslamskt ríki með sjaría-lögum. Samtökin hafa náð tökum á stórum landsvæðum, bæði í Írak og Sýrlandi, síðustu mánuði.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×