Flughált á Suðurlandsvegi Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 10. desember 2014 15:02 „Hún hefði vel getað oltið því það er svo bjart þarna fram af,“ segir Guðmundur Vignir. Mynd/Guðmundur Vignir Steinsson Tvær rútur hafa farið út af Suðurlandsvegi í dag. Önnur fór út af við Kirkjubæjarklaustur í hádeginu með 20 farþega. „Það fór allt vel. Bílstjórinn náði að keyra rútuna þarna útaf,“ segir Guðmundur Vignir Steinsson, meðlimur í björgunarsveitinni Kyndli á Kirkjubæjarklaustri. Erlendu ferðamennirnir voru í Norðurljósaferð og segir Guðmundur að þeir hafi sloppið með skrekkinn. Verr hefði getað farið hefði bílstjóranum ekki tekist að stýra rútunni útaf veginum. „Hún hefði vel getað oltið því það er svo bjart þarna fram af.“ Önnur rúta fór útaf við Steina undir Eyjafjöllum með tólf farþega. Í seinni útafkeyrslunni slasaðist einn minniháttar.Hellisheiði og Þrengsli enn lokuð Hellisheiði, Mosfellsheiði og Þrengsli hafa verið lokuð frá því í morgun. Lýst hefur verið yfir óvissustigi vegna snjóflóða á norðanverðum Vestfjörðum en yfir hættustigi á Ísafirði. Reitur níu sem er iðnaðarhverfi hefur því verið rýmdur. Þá er Súðavíkurhlíð lokuð vegna snjóflóðahættu og lokað er til Flateyrar vegna snjóflóðs. Enn er óveður víðast hvar á landinu. Lægðardrög koma hvert af öðru úr norðri. Suðvestantil lægir heldur um stund en gengur aftur upp um tíma undir kvöld. Á Kjalarnesi er reiknað með vindhviðum, 30-40 metrum á sekúndu fram á kvöld, en þá lægir heldur. Eins byljótt undir Eyjafjöllum og í Mýrdal um tíma og nær hámarki um klukkan 18. Á Norðurlandi verður enn stórhríðaveður og 18-23 metrar á sekúndu fram á kvöld og smám saman einnig norðaustanlands. Á Austurlandi hvessir seint í kvöld af norðnorðvestur og þar verður kafaldsbylur fram á morgunn. Jafnframt byljótt og með snörpum vindhviðum suðaustanlands í nótt og í fyrramálið.vísir/valliFærð og aðstæður Vegagerðin varar við flughálku á milli Þorlákshafnar og Hveragerðis og á Suðurstrandarvegi úr Selvogi og upp á Krísuvíkurveg. Hálka eða snjóþekja er á flestum vegum á Suðurlandi og við Faxaflóa og óveður mjög víða. Lokað er um Mosfellsheiði þar er hálka og stórhríð og ekkert ferðaveður. Ófært er um Bröttubrekku, Svínadal og Laxárdalsheiði. Þæfingur og stórhríð á Holtavörðuheiði og þungfært um Fróðárheiði annars er hálka eða snjóþekja á Vesturlandi og víða er stórhríð. Á Vestfjörðum og Norðurlandi vestra er stórhríð og ekkert ferðaveður. Á Vestfjörðum er búið að opna um Mikladal og Hálfdán þar er hálka og skafrenningur. Súðavíkurhlíð er lokuð vegna snjóflóðahættu. Lokað er til Flateyrar vegna snjóflóðs. Á Norðurlandi vestra er búið að loka Þverárfjalli og Vatnsskarði. Lokað er á milli Dalvíkur og Ólafsfjarðar. Þæfingur er á Öxnadalsheiði. Lokað er um Víkurskarð og á milli Dalvíkur og Ólafsfjarðar. Á Eyjafjarðarsvæðinu er snjóþekja og snjókoma en austan við Víkurskarð er hálka, snjóþekja og éljagangur. Hálka og éljagangur er á Austurlandi en snjóþekja og éljagandur er með Suðausturströndinni. Flughált er frá Vík í Kirkjubæjarklaustur. Veður Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent Fleiri fréttir Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Sjá meira
Tvær rútur hafa farið út af Suðurlandsvegi í dag. Önnur fór út af við Kirkjubæjarklaustur í hádeginu með 20 farþega. „Það fór allt vel. Bílstjórinn náði að keyra rútuna þarna útaf,“ segir Guðmundur Vignir Steinsson, meðlimur í björgunarsveitinni Kyndli á Kirkjubæjarklaustri. Erlendu ferðamennirnir voru í Norðurljósaferð og segir Guðmundur að þeir hafi sloppið með skrekkinn. Verr hefði getað farið hefði bílstjóranum ekki tekist að stýra rútunni útaf veginum. „Hún hefði vel getað oltið því það er svo bjart þarna fram af.“ Önnur rúta fór útaf við Steina undir Eyjafjöllum með tólf farþega. Í seinni útafkeyrslunni slasaðist einn minniháttar.Hellisheiði og Þrengsli enn lokuð Hellisheiði, Mosfellsheiði og Þrengsli hafa verið lokuð frá því í morgun. Lýst hefur verið yfir óvissustigi vegna snjóflóða á norðanverðum Vestfjörðum en yfir hættustigi á Ísafirði. Reitur níu sem er iðnaðarhverfi hefur því verið rýmdur. Þá er Súðavíkurhlíð lokuð vegna snjóflóðahættu og lokað er til Flateyrar vegna snjóflóðs. Enn er óveður víðast hvar á landinu. Lægðardrög koma hvert af öðru úr norðri. Suðvestantil lægir heldur um stund en gengur aftur upp um tíma undir kvöld. Á Kjalarnesi er reiknað með vindhviðum, 30-40 metrum á sekúndu fram á kvöld, en þá lægir heldur. Eins byljótt undir Eyjafjöllum og í Mýrdal um tíma og nær hámarki um klukkan 18. Á Norðurlandi verður enn stórhríðaveður og 18-23 metrar á sekúndu fram á kvöld og smám saman einnig norðaustanlands. Á Austurlandi hvessir seint í kvöld af norðnorðvestur og þar verður kafaldsbylur fram á morgunn. Jafnframt byljótt og með snörpum vindhviðum suðaustanlands í nótt og í fyrramálið.vísir/valliFærð og aðstæður Vegagerðin varar við flughálku á milli Þorlákshafnar og Hveragerðis og á Suðurstrandarvegi úr Selvogi og upp á Krísuvíkurveg. Hálka eða snjóþekja er á flestum vegum á Suðurlandi og við Faxaflóa og óveður mjög víða. Lokað er um Mosfellsheiði þar er hálka og stórhríð og ekkert ferðaveður. Ófært er um Bröttubrekku, Svínadal og Laxárdalsheiði. Þæfingur og stórhríð á Holtavörðuheiði og þungfært um Fróðárheiði annars er hálka eða snjóþekja á Vesturlandi og víða er stórhríð. Á Vestfjörðum og Norðurlandi vestra er stórhríð og ekkert ferðaveður. Á Vestfjörðum er búið að opna um Mikladal og Hálfdán þar er hálka og skafrenningur. Súðavíkurhlíð er lokuð vegna snjóflóðahættu. Lokað er til Flateyrar vegna snjóflóðs. Á Norðurlandi vestra er búið að loka Þverárfjalli og Vatnsskarði. Lokað er á milli Dalvíkur og Ólafsfjarðar. Þæfingur er á Öxnadalsheiði. Lokað er um Víkurskarð og á milli Dalvíkur og Ólafsfjarðar. Á Eyjafjarðarsvæðinu er snjóþekja og snjókoma en austan við Víkurskarð er hálka, snjóþekja og éljagangur. Hálka og éljagangur er á Austurlandi en snjóþekja og éljagandur er með Suðausturströndinni. Flughált er frá Vík í Kirkjubæjarklaustur.
Veður Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent Fleiri fréttir Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Sjá meira