Land Rover á beltum í miðbænum Finnur Thorlacius skrifar 10. desember 2014 15:39 Tekur sig vel út í miðbænum. Vilhelm Eins og greint var frá hér í gær eru margir Land Rover jeppar staddir hér á landi vegna blaðamannakynningar á nýjum jeppa frá Land Rover. Ekki eru það eingöngu jeppar af þeirri nýju gerð sem kynnt er, Land Rover Discovery Sport, heldur einnig aðrar gerðir Land Rover og Range Rover bíla. Einn þeirra er þessi óvenjulegi Land Rover Defender á beltum, sem sést hér á ferð í miðbænum í dag. Leiða má getum að því að ekki hafi viðrað í dag fyrir fjallaferðir með þá blaðamenn sem nú eru staddir hér á landi og því hafi verið brugðið á það ráð að skreppa bara í bæinn og viðra bílana aðeins í leiðinni. Vafalaust hefur þá verið skemmtilegast að aka honum þessum, þó svo hann sé vanur erfiðari færð. Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent
Eins og greint var frá hér í gær eru margir Land Rover jeppar staddir hér á landi vegna blaðamannakynningar á nýjum jeppa frá Land Rover. Ekki eru það eingöngu jeppar af þeirri nýju gerð sem kynnt er, Land Rover Discovery Sport, heldur einnig aðrar gerðir Land Rover og Range Rover bíla. Einn þeirra er þessi óvenjulegi Land Rover Defender á beltum, sem sést hér á ferð í miðbænum í dag. Leiða má getum að því að ekki hafi viðrað í dag fyrir fjallaferðir með þá blaðamenn sem nú eru staddir hér á landi og því hafi verið brugðið á það ráð að skreppa bara í bæinn og viðra bílana aðeins í leiðinni. Vafalaust hefur þá verið skemmtilegast að aka honum þessum, þó svo hann sé vanur erfiðari færð.
Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent