Ferðamenn við Höfðatorg voru skelfingu lostnir yfir vindinum Aðalsteinn Kjartansson skrifar 10. desember 2014 16:35 „Hún kom bara fjúkandi frá Höfða undan vindinum og náði tangarhaldi á skiltinu og síðan kom eiginmaður hennar með bakpoka á bakinu og fauk til hennar. Þau héldu sér lífhaldi á skiltinu,“ segir Ari Sigurðsson sem kom ferðamönnum til aðstoðar fyrir utan Höfðatorg í dag. Parið sem hann hjálpaði fauk í miklum vindi og var í sjálfheldu á umferðareyju fyrir utan turninn. Vísir birti fyrr í dag myndband sem tekið var af tilraun Ara og kunningja hans til að bjarga ferðamönnunum en á því sést hvernig þau fjúka niður í bílakjallara Höfðatorgs. Ari, sem vinnur í Höfðatorgsturninum, fylgist með parinu í nokkrar mínútur áður en hann sá að ekki var annað í stöðunni en að fara út að hjálpa. Á sama tíma og hann var kominn út kom annar maður, sem er gamall skólabróðir hans, einnig að parinu. „Það var ekki annað að gera en að fara út að hjálpa,“ segir hann. „Svo létum við bara gossa. Við vorum alveg að ná inn á malbikið þegar vindurinn kom bara og tók okkur,“ segir hann. „Svo var húsvörðurinn kominn skömmu síðar með bíl til að stoppa fólk af að ganga þarna á milli.“ Enginn slasaðist í þessum átökum fyrir utan minniháttar skrámur að sögn Ara. Ferðamönnunum var þó brugðið. „Þau höfðu aldrei upplifað annað eins og þau voru bara skelfingu lostin, það verður að segjast alveg eins og er,“ segir Ari. Veður Tengdar fréttir Myndband: Fótgangandi í basli við Höfðatorg Gangandi vegfarendur eiga í miklum erfiðleikum vegna mikilla vindstrengja við háhýsin við Höfðatorg og í Borgartúni í dag. 10. desember 2014 11:41 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Fleiri fréttir Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Sjá meira
„Hún kom bara fjúkandi frá Höfða undan vindinum og náði tangarhaldi á skiltinu og síðan kom eiginmaður hennar með bakpoka á bakinu og fauk til hennar. Þau héldu sér lífhaldi á skiltinu,“ segir Ari Sigurðsson sem kom ferðamönnum til aðstoðar fyrir utan Höfðatorg í dag. Parið sem hann hjálpaði fauk í miklum vindi og var í sjálfheldu á umferðareyju fyrir utan turninn. Vísir birti fyrr í dag myndband sem tekið var af tilraun Ara og kunningja hans til að bjarga ferðamönnunum en á því sést hvernig þau fjúka niður í bílakjallara Höfðatorgs. Ari, sem vinnur í Höfðatorgsturninum, fylgist með parinu í nokkrar mínútur áður en hann sá að ekki var annað í stöðunni en að fara út að hjálpa. Á sama tíma og hann var kominn út kom annar maður, sem er gamall skólabróðir hans, einnig að parinu. „Það var ekki annað að gera en að fara út að hjálpa,“ segir hann. „Svo létum við bara gossa. Við vorum alveg að ná inn á malbikið þegar vindurinn kom bara og tók okkur,“ segir hann. „Svo var húsvörðurinn kominn skömmu síðar með bíl til að stoppa fólk af að ganga þarna á milli.“ Enginn slasaðist í þessum átökum fyrir utan minniháttar skrámur að sögn Ara. Ferðamönnunum var þó brugðið. „Þau höfðu aldrei upplifað annað eins og þau voru bara skelfingu lostin, það verður að segjast alveg eins og er,“ segir Ari.
Veður Tengdar fréttir Myndband: Fótgangandi í basli við Höfðatorg Gangandi vegfarendur eiga í miklum erfiðleikum vegna mikilla vindstrengja við háhýsin við Höfðatorg og í Borgartúni í dag. 10. desember 2014 11:41 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Fleiri fréttir Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Sjá meira
Myndband: Fótgangandi í basli við Höfðatorg Gangandi vegfarendur eiga í miklum erfiðleikum vegna mikilla vindstrengja við háhýsin við Höfðatorg og í Borgartúni í dag. 10. desember 2014 11:41