Sex rétta jólaævintýri fyrir 4900 krónur 11. desember 2014 09:57 Ylfa Helgadóttir meistarakokkur er eigandi veitingahússins Kopar sem er staðsettur í gömlu verbúðunum við höfnina. Mynd/Stefán Veitingahúsið Kopar er á fallegum stað við hafnarbakkann á Geirsgötu. Þar ræður ríkjum Ylfa Helgadóttir landsliðskokkur. Hún býður upp á sannkallað jólaævintýri í hádeginu og á kvöldin til áramóta. Kopar sérhæfir sig í fiskréttum og jólaævintýrið ber keim af því. „Ég vil sérstaklega mæla með hádegis jólaævintýrinu okkar. Í boði er sex rétta veisla fyrir aðeins 4900 krónur. Í forrétt eru djúpsteiktar gellur í orly-deigi, grilluð grafin önd með confit andalæri með döðlusósu og íslensk hörpuskel úr Breiðafirði með dillkremi og salati. Í aðalrétt er boðið upp á blálöngu úr Atlantshafinu með humar- og kampavínsósu og síðan karfi með hnetusmjörsósu og mangó. Loks er Daim-ostakaka í eftirrétt,“ segir Ylfa og bætir því við að þetta sé styttri útgáfa af kvöldseðlinum. „Við bjóðum þessa ódýru veislu í hádeginu alla daga nema sunnudaga frá kl. 11.30 - 14. Við leggjum mikla áherslu á að hráefnið sé ferskt og gott en við eigum marga fastagesti. Í hádeginu er til dæmis alltaf fiskréttur dagsins sem er mjög vinsæll,“ segir Ylfa sem er nýkomin heim frá Lúxemborg þar sem Íslenska kokkalandsliðið náði 5. sæti á Heimsmeistaramóti. Í fyrri hluta keppninnar fékk liðið gullverðlaun fyrir heita rétti. Þetta er besti árangur sem Ísland hefur náð í þessari keppni. „Við erum varla komin niður á jörðina eftir þessa upplifun,“ segir meistarakokkurinn. Nú er í boði að kaupa gjafabréf á Kopar með 15% afslætti til 20. desember. Hægt er að velja um að kaupa bréf fyrir ákveðna upphæð eða gjafabréf á ævintýraferð sem er smakkseðill með eða án víns. „Gjafabréf frá okkur er ævintýraleg gjöf, enda bjóðum við upp á yndislegt útsýni á frábærum stað. Við erum í gömlu verbúðunum, grænu húsunum við höfnina. Staðurinn verður tveggja ára í maí á næsta ári og þá verður örugglega haldið upp á það með góðu partíi. Mottóið mitt er að ef tilefni gefst til samveru skal nýta það.“ Hægt er að skoða matseðil Kopar á heimasíðunni koparrestaurant.is og fylgjast með tilboðum og fleiru á Facebook-síðu staðarins. Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Fann ástina í örlagaríkum kjól Tíska og hönnun Heimatilbúið „corny“ Lífið Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Lífið Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Lífið Keeping Up Appearances-leikkona látin Lífið Fleiri fréttir Frank Sinatra, Dean Martin og Sammy Davis Jr. lifna við í Hörpu Eldhúspartý KVIK er á laugardaginn Hug-A-Lums þyngdarbangsar sem allir elska The Ultimate Eagles halda tónleika í Hörpu Ætla að syngja sig hás og dansa við Komdu um jólin Stjörnurnar flyktust á frumsýningu einnar mest spennandi bíómyndar ársins Serumið sem snýr öldrun húðarinnar við Heilbrigður hársvörður er lykillinn að fallegu hári Ógleymanlegar skíðaferðir með Bændaferðum Fékk sterkari bein án lyfja Sjö rétta líbönsk veisla sem þú mátt alls ekki missa af! Hlaupaæfing með Rakel Maríu á Heilsudögum í Hagkaup tókst afar vel Uppselt, uppselt og aukatónleikum bætt við Sumar á Sýrlandi Skapaðu góðar minningar með Heimsferðum Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lærðu að tala við gervigreindina og fá svör sem virka! Þykkari augnhár og augabrúnir – vísindin á bak við UKLASH Opnunarhátíð í Ríteil Kids „við erum að drukkna í fötum“ Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Ný svefnlína sem hjálpar þér að sofna, sofa og vakna hress! Með stimpil upp á ekta spænska matarmenningu Með stimpil upp á ekta spænska matarmenningu Sjá meira
Veitingahúsið Kopar er á fallegum stað við hafnarbakkann á Geirsgötu. Þar ræður ríkjum Ylfa Helgadóttir landsliðskokkur. Hún býður upp á sannkallað jólaævintýri í hádeginu og á kvöldin til áramóta. Kopar sérhæfir sig í fiskréttum og jólaævintýrið ber keim af því. „Ég vil sérstaklega mæla með hádegis jólaævintýrinu okkar. Í boði er sex rétta veisla fyrir aðeins 4900 krónur. Í forrétt eru djúpsteiktar gellur í orly-deigi, grilluð grafin önd með confit andalæri með döðlusósu og íslensk hörpuskel úr Breiðafirði með dillkremi og salati. Í aðalrétt er boðið upp á blálöngu úr Atlantshafinu með humar- og kampavínsósu og síðan karfi með hnetusmjörsósu og mangó. Loks er Daim-ostakaka í eftirrétt,“ segir Ylfa og bætir því við að þetta sé styttri útgáfa af kvöldseðlinum. „Við bjóðum þessa ódýru veislu í hádeginu alla daga nema sunnudaga frá kl. 11.30 - 14. Við leggjum mikla áherslu á að hráefnið sé ferskt og gott en við eigum marga fastagesti. Í hádeginu er til dæmis alltaf fiskréttur dagsins sem er mjög vinsæll,“ segir Ylfa sem er nýkomin heim frá Lúxemborg þar sem Íslenska kokkalandsliðið náði 5. sæti á Heimsmeistaramóti. Í fyrri hluta keppninnar fékk liðið gullverðlaun fyrir heita rétti. Þetta er besti árangur sem Ísland hefur náð í þessari keppni. „Við erum varla komin niður á jörðina eftir þessa upplifun,“ segir meistarakokkurinn. Nú er í boði að kaupa gjafabréf á Kopar með 15% afslætti til 20. desember. Hægt er að velja um að kaupa bréf fyrir ákveðna upphæð eða gjafabréf á ævintýraferð sem er smakkseðill með eða án víns. „Gjafabréf frá okkur er ævintýraleg gjöf, enda bjóðum við upp á yndislegt útsýni á frábærum stað. Við erum í gömlu verbúðunum, grænu húsunum við höfnina. Staðurinn verður tveggja ára í maí á næsta ári og þá verður örugglega haldið upp á það með góðu partíi. Mottóið mitt er að ef tilefni gefst til samveru skal nýta það.“ Hægt er að skoða matseðil Kopar á heimasíðunni koparrestaurant.is og fylgjast með tilboðum og fleiru á Facebook-síðu staðarins.
Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Fann ástina í örlagaríkum kjól Tíska og hönnun Heimatilbúið „corny“ Lífið Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Lífið Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Lífið Keeping Up Appearances-leikkona látin Lífið Fleiri fréttir Frank Sinatra, Dean Martin og Sammy Davis Jr. lifna við í Hörpu Eldhúspartý KVIK er á laugardaginn Hug-A-Lums þyngdarbangsar sem allir elska The Ultimate Eagles halda tónleika í Hörpu Ætla að syngja sig hás og dansa við Komdu um jólin Stjörnurnar flyktust á frumsýningu einnar mest spennandi bíómyndar ársins Serumið sem snýr öldrun húðarinnar við Heilbrigður hársvörður er lykillinn að fallegu hári Ógleymanlegar skíðaferðir með Bændaferðum Fékk sterkari bein án lyfja Sjö rétta líbönsk veisla sem þú mátt alls ekki missa af! Hlaupaæfing með Rakel Maríu á Heilsudögum í Hagkaup tókst afar vel Uppselt, uppselt og aukatónleikum bætt við Sumar á Sýrlandi Skapaðu góðar minningar með Heimsferðum Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lærðu að tala við gervigreindina og fá svör sem virka! Þykkari augnhár og augabrúnir – vísindin á bak við UKLASH Opnunarhátíð í Ríteil Kids „við erum að drukkna í fötum“ Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Ný svefnlína sem hjálpar þér að sofna, sofa og vakna hress! Með stimpil upp á ekta spænska matarmenningu Með stimpil upp á ekta spænska matarmenningu Sjá meira