Íslendingar á meðal útnefndu Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 11. desember 2014 14:09 Fólk er að leggja sig í gífurlega hættu á hverjum einasta degi,“ segir Þórir Guðmundsson. Fimm Íslendingar eru á meðal þeirra þeirra sem bandaríska tímaritið TIME hefur útnefnt sem fólk ársins. Þeir sem útnefndir eru eru allir þeir sem barist hafa gegn útbreiðslu ebóluveirunnar í Vestur-Afríku, en sá hópur skiptir þúsundum. TIME veitir á ári hverju þeim manni eða hópi sem hefur haft mikil áhrif á heiminn og fréttirnar á árinu viðurkenningu, hvort sem það hafi verið til góðs eða ills. Frans Páfi var á síðasta ári valinn maður ársins. Íslendingarnir fimm eru Gunnhildur Árnadóttir, Magna Björk Ólafsdóttir, Elín Jónsdóttir, Gísli Rafn Ólafsson og Hlín Baldvinsdóttir. Fjórir þessara starfsmanna héldu utan á vegum Rauða krossins. „Mér finnst þetta frábær niðurstaða hjá þeim. Þá er ég ekki bara að hugsa um Íslendingana heldur alla sem hafa lagt sitt af mörgum þarna úti. Fólk er að leggja sig í gífurlega hættu á hverjum einasta degi,“ segir Þórir Guðmundsson, sviðsstjóri hjálpar- og mannúðarstarfssviðs. „Þetta er mikill heiður fyrir Rauða krossinn og aðra sem hafa unnið að ebólu frá upphafi,“ bætir hann við.Þórir Guðmundsson, sviðsstjóri hjálpar- og mannúðarstarfssviðs.vísir/hariVísir náði tali af Gunnhildi Árnadóttur hjúkrunarfræðingi sem starfað hefur í Vestur-Afríku síðustu mánuði, en hún er nú stödd í Genf. „Ég kenni á námskeiðum fyrir fólk sem er á leiðinni út að vinna í ebólu fyrir alþjóðasamband Rauða krossins í Genf. En það er gott að þeir sem hafa unnið hörðum höndum fái þennan heiður fyrir sín verk,“ segir hún. Stjórn Rauða krossins ákvað á 90 ára afmæli samtakanna í gær að auka framlag sitt til baráttunnar gegn ebólu um áttatíu milljónir. Samtökin hafa þá alls veitt 135 milljónir króna í baráttuna. Ebólaveiran geisar enn í Vestur-Afríku þar sem rúmlega 17 þúsund tilfelli hafa komið upp og rúmlega sex þúsund látist. Þó er talið að raunverulegur fjöldi sé mun hærri. Innlegg frá Gisli Rafn Olafsson. Fréttir ársins 2014 Mest lesið Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Sjá meira
Fimm Íslendingar eru á meðal þeirra þeirra sem bandaríska tímaritið TIME hefur útnefnt sem fólk ársins. Þeir sem útnefndir eru eru allir þeir sem barist hafa gegn útbreiðslu ebóluveirunnar í Vestur-Afríku, en sá hópur skiptir þúsundum. TIME veitir á ári hverju þeim manni eða hópi sem hefur haft mikil áhrif á heiminn og fréttirnar á árinu viðurkenningu, hvort sem það hafi verið til góðs eða ills. Frans Páfi var á síðasta ári valinn maður ársins. Íslendingarnir fimm eru Gunnhildur Árnadóttir, Magna Björk Ólafsdóttir, Elín Jónsdóttir, Gísli Rafn Ólafsson og Hlín Baldvinsdóttir. Fjórir þessara starfsmanna héldu utan á vegum Rauða krossins. „Mér finnst þetta frábær niðurstaða hjá þeim. Þá er ég ekki bara að hugsa um Íslendingana heldur alla sem hafa lagt sitt af mörgum þarna úti. Fólk er að leggja sig í gífurlega hættu á hverjum einasta degi,“ segir Þórir Guðmundsson, sviðsstjóri hjálpar- og mannúðarstarfssviðs. „Þetta er mikill heiður fyrir Rauða krossinn og aðra sem hafa unnið að ebólu frá upphafi,“ bætir hann við.Þórir Guðmundsson, sviðsstjóri hjálpar- og mannúðarstarfssviðs.vísir/hariVísir náði tali af Gunnhildi Árnadóttur hjúkrunarfræðingi sem starfað hefur í Vestur-Afríku síðustu mánuði, en hún er nú stödd í Genf. „Ég kenni á námskeiðum fyrir fólk sem er á leiðinni út að vinna í ebólu fyrir alþjóðasamband Rauða krossins í Genf. En það er gott að þeir sem hafa unnið hörðum höndum fái þennan heiður fyrir sín verk,“ segir hún. Stjórn Rauða krossins ákvað á 90 ára afmæli samtakanna í gær að auka framlag sitt til baráttunnar gegn ebólu um áttatíu milljónir. Samtökin hafa þá alls veitt 135 milljónir króna í baráttuna. Ebólaveiran geisar enn í Vestur-Afríku þar sem rúmlega 17 þúsund tilfelli hafa komið upp og rúmlega sex þúsund látist. Þó er talið að raunverulegur fjöldi sé mun hærri. Innlegg frá Gisli Rafn Olafsson.
Fréttir ársins 2014 Mest lesið Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Sjá meira