Íslendingar á meðal útnefndu Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 11. desember 2014 14:09 Fólk er að leggja sig í gífurlega hættu á hverjum einasta degi,“ segir Þórir Guðmundsson. Fimm Íslendingar eru á meðal þeirra þeirra sem bandaríska tímaritið TIME hefur útnefnt sem fólk ársins. Þeir sem útnefndir eru eru allir þeir sem barist hafa gegn útbreiðslu ebóluveirunnar í Vestur-Afríku, en sá hópur skiptir þúsundum. TIME veitir á ári hverju þeim manni eða hópi sem hefur haft mikil áhrif á heiminn og fréttirnar á árinu viðurkenningu, hvort sem það hafi verið til góðs eða ills. Frans Páfi var á síðasta ári valinn maður ársins. Íslendingarnir fimm eru Gunnhildur Árnadóttir, Magna Björk Ólafsdóttir, Elín Jónsdóttir, Gísli Rafn Ólafsson og Hlín Baldvinsdóttir. Fjórir þessara starfsmanna héldu utan á vegum Rauða krossins. „Mér finnst þetta frábær niðurstaða hjá þeim. Þá er ég ekki bara að hugsa um Íslendingana heldur alla sem hafa lagt sitt af mörgum þarna úti. Fólk er að leggja sig í gífurlega hættu á hverjum einasta degi,“ segir Þórir Guðmundsson, sviðsstjóri hjálpar- og mannúðarstarfssviðs. „Þetta er mikill heiður fyrir Rauða krossinn og aðra sem hafa unnið að ebólu frá upphafi,“ bætir hann við.Þórir Guðmundsson, sviðsstjóri hjálpar- og mannúðarstarfssviðs.vísir/hariVísir náði tali af Gunnhildi Árnadóttur hjúkrunarfræðingi sem starfað hefur í Vestur-Afríku síðustu mánuði, en hún er nú stödd í Genf. „Ég kenni á námskeiðum fyrir fólk sem er á leiðinni út að vinna í ebólu fyrir alþjóðasamband Rauða krossins í Genf. En það er gott að þeir sem hafa unnið hörðum höndum fái þennan heiður fyrir sín verk,“ segir hún. Stjórn Rauða krossins ákvað á 90 ára afmæli samtakanna í gær að auka framlag sitt til baráttunnar gegn ebólu um áttatíu milljónir. Samtökin hafa þá alls veitt 135 milljónir króna í baráttuna. Ebólaveiran geisar enn í Vestur-Afríku þar sem rúmlega 17 þúsund tilfelli hafa komið upp og rúmlega sex þúsund látist. Þó er talið að raunverulegur fjöldi sé mun hærri. Innlegg frá Gisli Rafn Olafsson. Fréttir ársins 2014 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Fundu Guð í App store Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Sjá meira
Fimm Íslendingar eru á meðal þeirra þeirra sem bandaríska tímaritið TIME hefur útnefnt sem fólk ársins. Þeir sem útnefndir eru eru allir þeir sem barist hafa gegn útbreiðslu ebóluveirunnar í Vestur-Afríku, en sá hópur skiptir þúsundum. TIME veitir á ári hverju þeim manni eða hópi sem hefur haft mikil áhrif á heiminn og fréttirnar á árinu viðurkenningu, hvort sem það hafi verið til góðs eða ills. Frans Páfi var á síðasta ári valinn maður ársins. Íslendingarnir fimm eru Gunnhildur Árnadóttir, Magna Björk Ólafsdóttir, Elín Jónsdóttir, Gísli Rafn Ólafsson og Hlín Baldvinsdóttir. Fjórir þessara starfsmanna héldu utan á vegum Rauða krossins. „Mér finnst þetta frábær niðurstaða hjá þeim. Þá er ég ekki bara að hugsa um Íslendingana heldur alla sem hafa lagt sitt af mörgum þarna úti. Fólk er að leggja sig í gífurlega hættu á hverjum einasta degi,“ segir Þórir Guðmundsson, sviðsstjóri hjálpar- og mannúðarstarfssviðs. „Þetta er mikill heiður fyrir Rauða krossinn og aðra sem hafa unnið að ebólu frá upphafi,“ bætir hann við.Þórir Guðmundsson, sviðsstjóri hjálpar- og mannúðarstarfssviðs.vísir/hariVísir náði tali af Gunnhildi Árnadóttur hjúkrunarfræðingi sem starfað hefur í Vestur-Afríku síðustu mánuði, en hún er nú stödd í Genf. „Ég kenni á námskeiðum fyrir fólk sem er á leiðinni út að vinna í ebólu fyrir alþjóðasamband Rauða krossins í Genf. En það er gott að þeir sem hafa unnið hörðum höndum fái þennan heiður fyrir sín verk,“ segir hún. Stjórn Rauða krossins ákvað á 90 ára afmæli samtakanna í gær að auka framlag sitt til baráttunnar gegn ebólu um áttatíu milljónir. Samtökin hafa þá alls veitt 135 milljónir króna í baráttuna. Ebólaveiran geisar enn í Vestur-Afríku þar sem rúmlega 17 þúsund tilfelli hafa komið upp og rúmlega sex þúsund látist. Þó er talið að raunverulegur fjöldi sé mun hærri. Innlegg frá Gisli Rafn Olafsson.
Fréttir ársins 2014 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Fundu Guð í App store Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Sjá meira