Stöðumælavörður sektaði jólasvein Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. desember 2014 16:52 Skeleggur stöðumælavörður sektaði jólasvein í gær sem var að sinna skyldum sínum á aðventunni. Vísir/GVA/Anton Brink Sigurveig Káradóttir, kaupmaður og íbúi í miðborg Reykjavíkur, varð vitni að því í gær þegar skeleggur stöðumælavörður sektaði jólasvein sem var að sinna skyldum sínum á aðventu. „Ég sá sem sagt jólasveininn koma út úr bílnum, hann fór fyrir hornið og þá kom stöðumælavörður með sektina. Svo stuttu seinna kom jólasveinninn aftur og sá að hann hefði fengið sekt. Þetta var nokkuð skondið en það hefði nú verið ennþá fyndnara ef þeir hefðu hist, stöðumælavörðurinn og jólasveinninn,“ segir Sigurveig í samtali við Vísi. Aðspurð hvort henni finnist stöðumælaverðir ganga helst til of hart fram segir hún: „Ja, mér finnst stöðumælaverðirnir nú óþarflega margir hérna í miðbænum, svona miðað við íbúafjölda og svo fjölda bílastæða. Maður er varla búinn að snúa sér við og þá er komin sekt.“ Sigurveig segist alltaf hafa búið í miðbænum og aldrei lent í vandræðum með að finna bílastæði. „Það má að minnsta kosti alveg vekja athygli á því, sérstaklega núna fyrir jólin, að það eru næg bílastæði í miðbænum.“ Sigurveig vakti athygli á málinu á Facebook-vegg sínum en þar kemur fram að eitt sinn hafi kona nokkur átt leið hjá Dómkirkjunni þar sem hún sá að búið var að setja stöðumælasekt á brúðarbíl sem beið þess að flytja brúðhjónin til veislu eftir vígsluna. Konunni blöskraði svo þessi harka að hún tók miðann og greiddi sektina. Í þessu samhengi er rétt að minna á að greiða þarf fyrir bílastæði í miðborginni á virkum dögum frá 9-18 og á laugardögum frá 10-16. Nánari upplýsingar um verð og svæði í miðbænum þar sem er gjaldskylda má nálgast hér. Jólafréttir Mest lesið Hin fyrstu jól Jól Leyndarmálinu ljóstrað upp Jólin Laxamús á jóladag Jól Aðventustund í eldhúsinu Jól Kalkúnafylling Jól Gleymir að kaupa jólatré Jól Jólastrætó skreyttur af leikskólabörnum Jólin DIY - Jólapakki í peysu Jólin Hurðaskellir er skemmtilegastur Jól Skatan kemur með jólin inn á heimilið Jól
Sigurveig Káradóttir, kaupmaður og íbúi í miðborg Reykjavíkur, varð vitni að því í gær þegar skeleggur stöðumælavörður sektaði jólasvein sem var að sinna skyldum sínum á aðventu. „Ég sá sem sagt jólasveininn koma út úr bílnum, hann fór fyrir hornið og þá kom stöðumælavörður með sektina. Svo stuttu seinna kom jólasveinninn aftur og sá að hann hefði fengið sekt. Þetta var nokkuð skondið en það hefði nú verið ennþá fyndnara ef þeir hefðu hist, stöðumælavörðurinn og jólasveinninn,“ segir Sigurveig í samtali við Vísi. Aðspurð hvort henni finnist stöðumælaverðir ganga helst til of hart fram segir hún: „Ja, mér finnst stöðumælaverðirnir nú óþarflega margir hérna í miðbænum, svona miðað við íbúafjölda og svo fjölda bílastæða. Maður er varla búinn að snúa sér við og þá er komin sekt.“ Sigurveig segist alltaf hafa búið í miðbænum og aldrei lent í vandræðum með að finna bílastæði. „Það má að minnsta kosti alveg vekja athygli á því, sérstaklega núna fyrir jólin, að það eru næg bílastæði í miðbænum.“ Sigurveig vakti athygli á málinu á Facebook-vegg sínum en þar kemur fram að eitt sinn hafi kona nokkur átt leið hjá Dómkirkjunni þar sem hún sá að búið var að setja stöðumælasekt á brúðarbíl sem beið þess að flytja brúðhjónin til veislu eftir vígsluna. Konunni blöskraði svo þessi harka að hún tók miðann og greiddi sektina. Í þessu samhengi er rétt að minna á að greiða þarf fyrir bílastæði í miðborginni á virkum dögum frá 9-18 og á laugardögum frá 10-16. Nánari upplýsingar um verð og svæði í miðbænum þar sem er gjaldskylda má nálgast hér.
Jólafréttir Mest lesið Hin fyrstu jól Jól Leyndarmálinu ljóstrað upp Jólin Laxamús á jóladag Jól Aðventustund í eldhúsinu Jól Kalkúnafylling Jól Gleymir að kaupa jólatré Jól Jólastrætó skreyttur af leikskólabörnum Jólin DIY - Jólapakki í peysu Jólin Hurðaskellir er skemmtilegastur Jól Skatan kemur með jólin inn á heimilið Jól