BMW 2 fær 3 strokka Mini vél Finnur Thorlacius skrifar 15. desember 2014 13:03 BMW 2-línan. BMW heldur áfram að skera niður strokkana í bílum sínum, rétt eins og fleiri bílaframleiðendur þessa dagana. Nú er komið að hinum smávaxna BMW 2 að fá sína minnstu vél hingað til, þ.e. aðeins þriggja strokka vél sem einnig má finna í Mini bílum. Vélin er með 1,5 lítra sprengirými, með tveimur forþjöppum og skilar 134 hestöflum. Með henni er BMW 218i 8,8 sekúndur í hundraðið, hámarkshraðinn er 212 km/klst og bílinn verður afturhjóladrifinn. Uppgefin eyðsla BMW 218i er 5,1 lítrar á hverja 100 kílómetra. Ólíkt Mini þá má fá þessa vél tengda við 8 gíra sjálfskiptingu, en 6 gíra sjálfskipting er í Mini bílnum. Þyngdradreifingin milli öxla BMW 218i er 50/50. BMW ætlar líka að bjóða BMW 2 með 2,0 lítra dísilvél og fjórhjóladrifi og eyðir sá bíll aðeins 4,3 lítrum. Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent
BMW heldur áfram að skera niður strokkana í bílum sínum, rétt eins og fleiri bílaframleiðendur þessa dagana. Nú er komið að hinum smávaxna BMW 2 að fá sína minnstu vél hingað til, þ.e. aðeins þriggja strokka vél sem einnig má finna í Mini bílum. Vélin er með 1,5 lítra sprengirými, með tveimur forþjöppum og skilar 134 hestöflum. Með henni er BMW 218i 8,8 sekúndur í hundraðið, hámarkshraðinn er 212 km/klst og bílinn verður afturhjóladrifinn. Uppgefin eyðsla BMW 218i er 5,1 lítrar á hverja 100 kílómetra. Ólíkt Mini þá má fá þessa vél tengda við 8 gíra sjálfskiptingu, en 6 gíra sjálfskipting er í Mini bílnum. Þyngdradreifingin milli öxla BMW 218i er 50/50. BMW ætlar líka að bjóða BMW 2 með 2,0 lítra dísilvél og fjórhjóladrifi og eyðir sá bíll aðeins 4,3 lítrum.
Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent