Innlent

Mikill vatnsleki í Hörpu

Vatn flæddi um stór svæði í Tónlistar- og ráðstefnuhúsinu Hörpu í nótt. Viðvörunarkerfi í tónleika- og ráðstefnuhúsinu Hörpu gáfu til kynna að þar væri vatn farð að leka um. Þetta var um hálf fjögur leitið og þegar fyrstu slökkviliðsmenn komu á vettvang skömmu síðar kom í ljós að vatn hafði flætt um nokkur hundruð fermetra svæði á fjórðu hæð yfir salnum Silfurbergi.

Óttast var að vatn færi í raflalgnir og annan tæknibúnað þannig að allt vakthafandi lið af höfuðborgarsvæðinu var sent á vettvang og menn á frívöktum ræstir út. Brátt kom í ljós að lekinn var úr loftræstikerfi og náðu slökkviliðsmenn brátt að stöðva hann.

Um tíma var óttast að rafmagnið myndi slá út af húsinu, en það hefur haldið. Slökkviliðsmenn hafa unnið að því að dæla og sjúga vatn af gólfum. Óljóst er hversu tjónið er mikið, en fulltrúar tryggingafélaga eru komnir á staðinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×