Innlent

Björgunarsveit aðstoðar ökumenn undir Hafnarfjalli

Stefán Árni Pálsson skrifar
Björgunarsveitir aðstoða einnig lögreglu og Vegagerð við lokanir vega.
Björgunarsveitir aðstoða einnig lögreglu og Vegagerð við lokanir vega. vísir/vilhelm
Nokkrar björgunarsveitir á Suðvesturhorninu eru nú að störfum. Á Suðurnesjum sinna þær ófærðaraðstoð en nokkrir ökumenn hafa lent í vandræðum þar, m.a. við afleggjarann að Bláa Lóninu.

Björgunarsveitin Brák frá Borgarnesi aðstoðar ökumenn sem hafa fest bíla sína undir Hafnarfjalli.

Björgunarsveitir aðstoða einnig lögreglu og Vegagerð við lokanir vega; en búið er að loka leiðinni um Kjalarnes, Hellisheiði og Þrengslum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×