Tapaði 150 milljörðum á 2 vikum Finnur Thorlacius skrifar 17. desember 2014 09:30 Elon Musk kynnir Tesla Model S. Hlutafjáreign Elon Musk forstjóra og aðaleiganda rafbílaframleiðandans Tesla í Bandaríkjunum hefur lækkað um 1,2 milljarð dollara, eða 150 milljarða króna á síðustu tveimur vikum. Ástæða lækkunar hlutabréfa í Tesla er hrun olíuverðs, en hlutabréfamarkaðurinn gerir ráð fyrir að eftispurn eftir rafmagnsbílum fari minnkandi vegna þeirrar lækkunar sem orðið hefur á olíu. Hlutabréf í Tesla hafa farið hratt lækkandi. Hæst stóðu þau í september og voru þá skráð 284 dollarar, en eru nú komin í 200 dollara. Elon Musk á einnig 21 milljónir hluta í sólarrafhlöðuframleiðandanum Solar City. Hlutabréf í því fyrirtæki hafa lækkað frá 86 dollurum í 50 dollara og þar hefur Musk einnig tapað miklu. Það er þó ekki eins og Elon Musk eigi ekki fyrir salti í grautinn. Virði þeirra bréfa sem hann á í Tesla og Solar City stendur nú í 7 milljörðum dollara, eða 875 milljörðum króna, en var 1.025 milljarðar í lok síðasta mánaðar. Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent
Hlutafjáreign Elon Musk forstjóra og aðaleiganda rafbílaframleiðandans Tesla í Bandaríkjunum hefur lækkað um 1,2 milljarð dollara, eða 150 milljarða króna á síðustu tveimur vikum. Ástæða lækkunar hlutabréfa í Tesla er hrun olíuverðs, en hlutabréfamarkaðurinn gerir ráð fyrir að eftispurn eftir rafmagnsbílum fari minnkandi vegna þeirrar lækkunar sem orðið hefur á olíu. Hlutabréf í Tesla hafa farið hratt lækkandi. Hæst stóðu þau í september og voru þá skráð 284 dollarar, en eru nú komin í 200 dollara. Elon Musk á einnig 21 milljónir hluta í sólarrafhlöðuframleiðandanum Solar City. Hlutabréf í því fyrirtæki hafa lækkað frá 86 dollurum í 50 dollara og þar hefur Musk einnig tapað miklu. Það er þó ekki eins og Elon Musk eigi ekki fyrir salti í grautinn. Virði þeirra bréfa sem hann á í Tesla og Solar City stendur nú í 7 milljörðum dollara, eða 875 milljörðum króna, en var 1.025 milljarðar í lok síðasta mánaðar.
Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent