Innlent

Hált um land allt

Samúel Karl Ólason skrifar
Frá Holtavörðuheiði.
Frá Holtavörðuheiði. Vísir/GVA
Snjóþekja er á Sandskeiði og hálka á Hellisheiði og í Þrengslum, en á Reykjanesbraut eru hálkublettir. Hálka eða snjóþekja er á flestum öðrum leiðum á Suðurlandi samkvæmt Vegagerðinni, en þó er þungfært á Lyngdalsheiði.

Holtavörðuheiði hefur verið opnuð. Hálka eða snjóþekja er á flestum leiðum á Vesturlandi en ófært á Fróðárheiði og verið er að hreinsa Bröttubrekku. Á Laxárdalsheiðir er flughált.

Á Vestfjörðum er víða snjóþekja eða hálka en þungfært á Kleifaheiði. Verið er að kanna færð og hreinsa Steingrímsfjarðarheiði og Þröskulda.

Búið er að opna Þverárfjall og unnið er að hreinsun á Vatnsskarði. Snjóþekja, hálka eða þæfingsfærð er á Norðvesturlandi, en hálka er á Öxnadalsheiði og flughálka Norðurárdal í Skagafirði. Flughálka er einnig milli Sauðárkróks og Hofsóss og í Út-Blönduhlíð og Hjaltadal. Þæfingsfærð er á Siglufjarðarvegi.

Á Norðurlandi eystra er hálka eða snjóþekja á flestum leiðum og sömu sögu er að segja af flestum vegum á Austurlandi. Þá er einnig hálka við Suðausturströndina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×