Lamborghini Asterion gæti farið í framleiðslu Finnur Thorlacius skrifar 18. desember 2014 11:13 Lamborghini Asterion tvinnbíllinn. Á bílasýningunni í París í haust sýndi Lamborghini tilraunabílinn Asterion sem er tvinnbíll með öfluga rafmótora og bensínvél. Heildarafl drifrásarinnar í Asterion er 907 hestöfl. Ekki stóð endilega til að fjöldaframleiða þennan bíl en nú heyrist frá höfuðstöðvum Lamborghini að svo gæti orðið. Lamborghini er í eigu Volkswagen samsteypunnar sem einnig á Porsche. Porsche hefur framleitt 918 Spyder bílinn sem er eins og Asterion með tvinnaflrás svo ekki er langt að sækja tæknina. Því mun það væntanlega leiða til framleiðslu Asterion sem kosta mun um 69 milljónir króna. Asterion mun samt verða eftirbátur Porsche 918 Spyder í bæði upptöku og hámarkshraða, sem og McLaren P1 og Ferrari LaFerrari sem allir eru með öfluga tvinnaflrás. Asterion yrði ekki ætlað að vera brautarbíll heldur til daglegrar notkunar og mun því frekar keppa við bíla eins og Aston Martin Vanquish, Bentley Continental GT og Ferrari F12 Berlinetta. Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent
Á bílasýningunni í París í haust sýndi Lamborghini tilraunabílinn Asterion sem er tvinnbíll með öfluga rafmótora og bensínvél. Heildarafl drifrásarinnar í Asterion er 907 hestöfl. Ekki stóð endilega til að fjöldaframleiða þennan bíl en nú heyrist frá höfuðstöðvum Lamborghini að svo gæti orðið. Lamborghini er í eigu Volkswagen samsteypunnar sem einnig á Porsche. Porsche hefur framleitt 918 Spyder bílinn sem er eins og Asterion með tvinnaflrás svo ekki er langt að sækja tæknina. Því mun það væntanlega leiða til framleiðslu Asterion sem kosta mun um 69 milljónir króna. Asterion mun samt verða eftirbátur Porsche 918 Spyder í bæði upptöku og hámarkshraða, sem og McLaren P1 og Ferrari LaFerrari sem allir eru með öfluga tvinnaflrás. Asterion yrði ekki ætlað að vera brautarbíll heldur til daglegrar notkunar og mun því frekar keppa við bíla eins og Aston Martin Vanquish, Bentley Continental GT og Ferrari F12 Berlinetta.
Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent